„Sigríður Guðmundsdóttir (Hamragörðum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigríður Guðmundsdóttir''' frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, vinnukona, síðar húsfreyja í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, fæddist 13. ágúst 1886 og lést 19. júní...) |
m (Verndaði „Sigríður Guðmundsdóttir (Hamragörðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 14. nóvember 2019 kl. 19:53
Sigríður Guðmundsdóttir frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, vinnukona, síðar húsfreyja í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, fæddist 13. ágúst 1886 og lést 19. júní 1956.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon bóndi, f. 28. febrúar 1845 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 10. apríl 1898, og sambýliskona hans Guðríður Jónsdóttir frá Berjanesi í V-Landeyjum, húsfreyja, f. 19. maí 1848, d. 8. febrúar 1894.
Tvíburabróðir Sigríðar var
1. Jóhann Guðmundsson vinnumaður á Bergi 1909, sjómaður á Brekku, lausamaður í Túni við andlát, f. 13. ágúst 1886, d. 26. nóvember 1918.
Sigríður var vinnukona á Bergþórshvoli 1901, á Mosfelli í Mosfellssveit 1905 og kom þaðan til Eyja á því ári.
Sigríður var vinnukona í Garðhúsum 1906 til 1908, á Bergi 1909, Brekku 1910, á Bergi 1912 og enn 1919.
Hún eignaðist Jóhann Gunnar í Reykholti 1919, en missti hann 1920.
Sigríður var vinnukona á Hjalteyri 1920 og 1921, á Þórshamri 1922.
Hún fluttist að Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, var vinnukona þar 1928.
Þau Erlendur giftu sig 1928, eignuðust barn 1929.
Sigríður lést 1956.
I. Barnsfaðir Sigríðar var Þórður Jónsson skipstjóri, bátasmiður, f. 10. júní 1887 á Eyrarbakka, f. 1. febrúar 1939.
Barn þeirra var
1. Jóhann Gunnar Þórðarson, f. 9. mars 1919, d. 9. febrúar 1920.
II. Maður Sigríðar, (4. ágúst 1928), var Erlendur Guðjónsson bóndi í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, f. 4. júní 1890, d. 17. apríl 1969.
Barn þeirra:
2. Guðrún Kristín Erlendsdóttir húsfreyja í Eyjum og Kópavogi, f. 10. september 1929, d. 23. desember 2010.
Fóstursonur hjónanna var:
3. Ólafur Sigurþórsson bóndi í Ormskoti u. Eyjafjöllum, síðar á Krókatúni 18 á Hvolsvelli, f. 8. ágúst 1938, d. 4. janúar 2018. Kona hans Auður Erla Högnadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Húsfreyjur
- Bændur
- Fólk fætt á 19. öld
- Fólk dáið á 20. öld
- Íbúar í Garðhúsum
- Íbúar á Brekku
- Íbúar á Bergi
- Íbúar í Reykholti
- Íbúar á Hjalteyri
- Íbúar á Þórshamri (við Vestmannabraut)
- Íbúar við Kirkjuveg
- Íbúar við Faxastíg
- Íbúar við Urðaveg
- Íbúar við Vesturveg
- Íbúar við Vestmannabraut