„Maria Maren Kristensa Larsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''María Maren Kristensa Larsdóttir Tranberg''' frá London fæddist 7. júní 1857 í London og lést 1934.<br> Foreldrar hennar voru Lars Tranberg formaður, hafnsögumað...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 29: Lína 29:
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Iðnaðarmen]]
[[Flokkur: Iðnaðarmenn]]
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 24. ágúst 2019 kl. 21:44

María Maren Kristensa Larsdóttir Tranberg frá London fæddist 7. júní 1857 í London og lést 1934.
Foreldrar hennar voru Lars Tranberg formaður, hafnsögumaður, f. um 1805 í Gudhjem á Borgundarhólmi, d. 30. ágúst 1860 í Eyjum, og síðari kona hans Gunnhildur Oddsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1824, á lífi 1882.

Börn Lars Tranberg og kvenna hans í Eyjum voru:
I. Börn Guðrúnar og Lars:
1. Amalía Kristín Larsdóttir, f. 3. nóvember 1837, d. 10. febrúar 1847.
2. Anne Marie Larsdóttir, f. 18. október 1839, d. 25. október 1839.
3. Ingunn Anne Marie Larsdóttir, f. 6. maí 1841.

II. Barnsmóðir Lars var Halldóra Jónsdóttir frá Söndum í Meðallandi, V-Skaft., síðar húsfreyja á Steinsstöðum, kona Sigurðar Vigfússonar bónda.
4. Barn þeirra var Guðrún Larsdóttir, f. 23. maí 1843, d. 22. ágúst 1843 úr ginklofa.

III. Síðari kona Lars skipstjóra, (20. október 1849), var Gunnhildur Oddsdóttir, f. 9. október 1824, á lífi 1882.
Börn Gunnhildar og Lars:
5. Alexander Tranberg, f. 10. desember 1850, d. 18. desember 1850, orsakar ekki getið.
6. Amalie Eleonora Larsdóttir, f. 25. júlí 1852. Hún fór til Kaupmannahafnar 1872.
7. Kristjana Margrét Larsdóttir, f. 9. október 1854, d. 11. febrúar 1866.
8. Maria Maren Kristensa Larsdóttir, f. 7. júní 1857, d. 1934.
9. Jakob Sandersen Larsson Tranberg, f. 7. ágúst 1860, d. 21. maí 1945.

María var með foreldrum sínum í London meðan beggja naut við.
Hún missti föður sinn, er hún var þriggja ára, var með móður sinni í London 1860.
Hún var niðursetningur hjá Jórunni Austmann og Jóni Salómonsen í Ottahúsi 1861 og hjá þeim 1866, þegar nafni hússins var breytt í Jómsborg. Hún var hjá þeim 1870, hjá Jórunni þar 1874.
Hún fluttist til Kaupmannahafnar 1875.
María fluttist til Chicago.
Maður hennar var Chr. Nielsen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.