„Guðrún Magnúsdóttir (Djúpadal)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðrún Magnúsdóttir''' í Djúpadal fyrrum húsfreyja á Gilsbakka í Holtum og víðar fæddist 9. júlí 1847 í Snjallsteinshöfða á Landi og lést 29. nó...) |
m (Verndaði „Guðrún Magnúsdóttir (Djúpadal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 10. september 2018 kl. 15:45
Guðrún Magnúsdóttir í Djúpadal fyrrum húsfreyja á Gilsbakka í Holtum og víðar fæddist 9. júlí 1847 í Snjallsteinshöfða á Landi og lést 29. nóvember 1936 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson bóndi, f. 19. september 1816, d. 25. desember 1907, og kona hans Margrét Teitsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1821, d. 27. júlí 1894.
Guðrún var húsfreyja á Gilsbakka í Holtahreppi 1871-1886, í Framnesi í Ásahreppi 1886-1889 og Nefsholti í Holtahreppi 1889-1899. Hún og Árni voru svo í vinnumennsku í Snjallsteinshöfðahjáleigu á Landi í tvö ár og síðan í Holtum, lengst húshjón í Kaldárholti í Holtahreppi frá 1904-1908.
Árni lést 1908 og Guðrún var um skeið húskona á Kambi í Holtahreppi. Hún fluttist 1914 að Skálmholtshrauni í Flóa og síðar til Reykjavíkur, en fluttist til Bjarna sonar síns og Maríu Snorradóttur í Eyjum 1921 og dvaldi hjá þeim uns hún lést 1936.
Guðrún og Árni eignuðust ellefu börn, en fimm þeirra dóu ung.
I. Maður Guðrúnar, (30. júní)1871), var Árni Bjarnason bóndi, f. 1. maí 1843 á Efri-Rauðalæk í Holtahreppi, d. 5. mars 1908 í Kaldárholti.
Barn þeirra hér:
7. Bjarni Árnason verkamaður, bræðslumaður í Djúpadal, f. 11. júlí 1880, d. 19. mars 1943.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.