„Sigurþór Margeirsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Þóra Ása og Sigurþór. '''Sigurþór Margeirsson''' bifreiðastjóri, bifvélavirkjameistari, forstjóri fæddist 27. október 1925 á Kalastö...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:IMG 3059.JPG|thumb|200px|''Þóra Ása og Sigurþór.]]
[[Mynd:IMG 3059.JPG|thumb|200px|''Þóra Ása og Sigurþór.]]
'''Sigurþór Margeirsson''' bifreiðastjóri, bifvélavirkjameistari, forstjóri fæddist 27. október 1925 á Kalastöðum á Stokkseyri og lést 22. ágúst 2002. <br>
'''Sigurþór Margeirsson''' bifreiðastjóri, bifvélavirkjameistari, forstjóri fæddist 27. október 1925 á Kalastöðum á Stokkseyri og lést 22. ágúst 2002. <br>
Foreldrar hans voru [[Margeir Rögnvaldsson|Margeir Guðmundur Rögnvaldsson]] verkamaður, f. 10. júní 1898 í Hnífsdal, Ís.,  d. 20. nóvember 1930, og kona hans [[Anna Gísladóttir (Hæli)|Anna Gíslína Gísladóttir]] húsfreyja, f. 6. júlí 1898, d. 11. september 1984.<br>
Foreldrar hans voru [[Margeir Rögnvaldsson (Hæli)|Margeir Guðmundur Rögnvaldsson]] verkamaður, f. 10. júní 1898 í Hnífsdal, Ís.,  d. 20. nóvember 1930, og kona hans [[Anna Gísladóttir (Hæli)|Anna Gíslína Gísladóttir]] húsfreyja, f. 6. júlí 1898, d. 11. september 1984.<br>


Sigurþór ólst upp hjá hjá móðurforeldrum sínum, [[Guðrún Sigurðardóttir (Heiðardal)|Guðrúnu Sigurðardóttur]] húsfreyju í [[Heiðardalur|Heiðardal]], f. 5. október 1868, d. 30. desember 1945, og [[Gísli Gíslason (Heiðardal)|Gísla Gíslasyni]] verkamanni, f. 27. nóvember 1866, d. 29. desember 1935, og eftir lát móðurforeldranna var hann hjá  móðursystkinum sínum, [[Gísli Gíslason yngri (Heiðardal)|Gísla Gíslasyni]] yngri, sjómanni, f. 6. október 1904, d. 17.  júní 1992, og [[Ingibjörg Gísladóttir (Drangey)|Ingibjörgu Gísladóttur]] húsfreyju,  verkakonu, saumakonu, f. 28. desember 1911, d. 28. maí 2003.  
Sigurþór ólst upp hjá hjá móðurforeldrum sínum, [[Guðrún Sigurðardóttir (Heiðardal)|Guðrúnu Sigurðardóttur]] húsfreyju í [[Heiðardalur|Heiðardal]], f. 5. október 1868, d. 30. desember 1945, og [[Gísli Gíslason (Heiðardal)|Gísla Gíslasyni]] verkamanni, f. 27. nóvember 1866, d. 29. desember 1935, og eftir lát móðurforeldranna var hann hjá  móðursystkinum sínum, [[Gísli Gíslason yngri (Heiðardal)|Gísla Gíslasyni]] yngri, sjómanni, f. 6. október 1904, d. 17.  júní 1992, og [[Ingibjörg Gísladóttir (Drangey)|Ingibjörgu Gísladóttur]] húsfreyju,  verkakonu, saumakonu, f. 28. desember 1911, d. 28. maí 2003.  

Núverandi breyting frá og með 27. febrúar 2018 kl. 18:02

Þóra Ása og Sigurþór.

Sigurþór Margeirsson bifreiðastjóri, bifvélavirkjameistari, forstjóri fæddist 27. október 1925 á Kalastöðum á Stokkseyri og lést 22. ágúst 2002.
Foreldrar hans voru Margeir Guðmundur Rögnvaldsson verkamaður, f. 10. júní 1898 í Hnífsdal, Ís., d. 20. nóvember 1930, og kona hans Anna Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1898, d. 11. september 1984.

Sigurþór ólst upp hjá hjá móðurforeldrum sínum, Guðrúnu Sigurðardóttur húsfreyju í Heiðardal, f. 5. október 1868, d. 30. desember 1945, og Gísla Gíslasyni verkamanni, f. 27. nóvember 1866, d. 29. desember 1935, og eftir lát móðurforeldranna var hann hjá móðursystkinum sínum, Gísla Gíslasyni yngri, sjómanni, f. 6. október 1904, d. 17. júní 1992, og Ingibjörgu Gísladóttur húsfreyju, verkakonu, saumakonu, f. 28. desember 1911, d. 28. maí 2003.

Börn Önnu og Margeirs fyrri manns hennar:
1. Sigurþór Margeirsson bifvélavirkjameistari, forstjóri Hafrafells, f. 27. október 1925 á Kalastöðum á Stokkseyri, d. 22. ágúst 2002.
2. Sigurður Valdimar Ragnar Margeirsson, f. 17. ágúst 1928 á Hæli, d. 5. mars 1931.
3. Guðrún Margeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 25. ágúst 1929 á Hæli.

Börn Önnu og Sigurðar Sigurðssonar, síðari manns hennar:
4. Trausti Sigurðsson vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, starfsmaður ÍSALS, f. 14. desember 1932 á Hæli.
5. Brynja Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. júní 1934 á Hæli, d. 23. september 2011.

Sigurþór var með foreldrum sínum og fluttist með þeim til Eyja 1925, bjó hjá þeim á Hæli 1927.
Faðir hans lést, er hann var fimm ára.
Hann veiktist af berklum og fór á Vífilsstaðaspítala 17 ára og þaðan á Vinnuheimilið á Reykjalundi. Þar vann hann á járnsmíðaverkstæðinu. Á Reykjalundi stundaði hann jafnframt iðnskólanám, eftir að deild Iðnskólans var stofnuð þar.
Sigurþór stundaði verslunarstörf í Reykjavík á árunum 1953-1958.
Þau Þóra Ása giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn.
Þau fluttu til Seattle í Washingtonfylki í Bandaríkjunum 1958 þar sem Sigurþór starfaði hjá bílainnflutningsfyrirtæki, sem flutti inn Peugeot-bíla, en lærði jafnframt bifvélavirkjun og varð bifvélavirkjameistari.
Þau sneru heim 1963. Sigurþór stundaði verslunarstörf í Reykjavík 1963-64, en varð síðan forstjóri Hafrafells hf. í Reykjavík, sem flutti inn og annaðist Peugeot-bíla. Sigurþór seldi fyrirtækið árið 1986. Hann starfaði síðan hjá bílafyrirtækinu Jöfri þar til hann lét af störfum árið 1998.
Sigurþór sat í stjórn Reykjavíkurdeildar SÍBS.
Hann lést 2002.

I. Kona Sigurþórs, (3. júlí 1954), var Þóra Ása Guðjohnsen húsfreyja, ættfræðingur, f. 17. mars 1930, d. 17. janúar 2015. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Guðjohnsen sparisjóðsstjóri á Húsavík, f. 14. mars 1873 á Húsavík, d. 14. júlí 1939, og kona hans Guðrún Hallgerður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1897 á Kirkjubæ á Héraði, d. 30. maí 1974.
Eftir fráfall föður síns fór hún í fóstur til Bjarna Benediktssonar kaupmanns á Húsavík, f. 29. september 1877, d. 29. júní 1964 og konu hans Þórdísar Ásgeirsdóttur húsfreyju, f. 30. júní 1889, d. 23. apríl 1965.
Börn Þóru Ásu og Sigurþórs:
1. Halldór Gísli Sigurþórsson bifreiðasmiður, verslunarmaður, f. 13. desember 1954. Kona hans er Sigríður Jónsdóttir.
2. Guðrún Gerða Sigurþórsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 5. október 1956. Maður hennar er Gústaf Adolf Hjaltason.
3. Ingibjörg Þórdís Sigurþórsdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri, f. 21. desember 1962. Maður hennar er Sigurður Kristinn Erlingsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 30. ágúst 2002. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.