„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1956/ Sjóminjasafn í Eyjum“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]</center></big><br> | <big><center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]</center></big><br> | ||
<big><big><center>SJÓMINJASAFN | <big><big><center>SJÓMINJASAFN Í EYJUM</center></big></big><br> | ||
Nú munu um 10 ár liðin, síðan hafizt var handa að efna til byggðarsafns hér í kaupstaðnum. Það er hin mesta furða, hversu safnazt hefur af munum, þar sem söfnunarstarfið hófst svo seint. Segja má, að við næðum í bláskottið á hinum liðna tíma hinnar gömlu tækni og gömlu tækja, hinnar gömlu íslenzku verkmenningar.<br> | Nú munu um 10 ár liðin, síðan hafizt var handa að efna til byggðarsafns hér í kaupstaðnum. Það er hin mesta furða, hversu safnazt hefur af munum, þar sem söfnunarstarfið hófst svo seint. Segja má, að við næðum í bláskottið á hinum liðna tíma hinnar gömlu tækni og gömlu tækja, hinnar gömlu íslenzku verkmenningar.<br> | ||
En hvað sem því líður að koma hér á stofn fjölbreyttu og alhliða byggðarsafni, þá ætti okkur að vera í lófa lagið að efna hér til myndarlegs sjóminjasafns. Að því safni er þegar myndaður dálítill vísir.<br> | En hvað sem því líður að koma hér á stofn fjölbreyttu og alhliða byggðarsafni, þá ætti okkur að vera í lófa lagið að efna hér til myndarlegs sjóminjasafns. Að því safni er þegar myndaður dálítill vísir.<br> | ||
Um þennan litla vísi að sjóminjasafni hér langar mig nú einmitt að fara nokkrum orðum í blaði sjómannanna.<br> | Um þennan litla vísi að sjóminjasafni hér langar mig nú einmitt að fara nokkrum orðum í blaði sjómannanna.<br> | ||
Í safninu eigum við | Í safninu eigum við muni, sem skýra þróun handfærisins frá fyrstu tíð. Vaðsteinarnir voru fyrstu „sökkurnar“, sem Íslendingar áttu kost á. Þeir voru „heima fenginn baggi“ í málmsnauðu landi. Þá notuðu sjómenn fram um 1890. Þá tekur járnsakkan teinlaus við. Brátt tóku svo sjómenn að nota blýsökkur. Til landsins fluttust þá blý í stórum klumpum. Það bræddu sjómenn í sökkur.<br> | ||
Í byggðarsafninu okkar eigum við marga vaðsteina af ýmsum gerðum. Þar eigum við einnig járnsökku og svo blýsökkur einteina og tvíteina.<br> | Í byggðarsafninu okkar eigum við marga vaðsteina af ýmsum gerðum. Þar eigum við einnig járnsökku og svo blýsökkur einteina og tvíteina.<br> | ||
Nú er blýsakkan að ganga úr gildi og nælontæknin tekin við með sinni eigin sökkugerð, önglum, færi og hjóli.<br> | Nú er blýsakkan að ganga úr gildi og nælontæknin tekin við með sinni eigin sökkugerð, önglum, færi og hjóli.<br> | ||
Eina lagnarlukt eigum við á safninu, kertislukt. Ef við hugleiðum | Eina lagnarlukt eigum við á safninu, kertislukt. Ef við hugleiðum þetta tæki, sjáum við í anda framkvæmd á vandasömu verki, sem krafðist mikillar karlmennsku og leikni. Það var verkið að leggja línuna með höndunum, berum auðvitað, við kertaljós á hafi úti í náttmyrkri og stundum hríðarbyl á vetrarnóttu. Það var a.m.k. oft gert í frosti og ágjöf. Bjóðið, sem við fengum á safnið frá [[Ver]]-útgerðinni, gefur gleggri mynd af verkinu. Já, þá voru verkin á sjónum oft unnin í stormi, frosti, hríð og ágjöf eins og nú, en þá urðu sjómenn að notast við flöktandi kertistýru í hinu ófullkomnasta ljóskeri. Það víkkar sögulegan sjóndeildarhring að bera þessa tækni saman við rafljósin og rafsólirnar á vorum tímum.<br> | ||
Með þessum hugleiðingum óska ég að benda fólki á gildi safnsins til þess að auka skilning okkar á lífsbaráttu forfeðranna og feðra okkar margra, er mér óhætt að segja, því að svo ung er hin mikla breyting, sem nú er orðin á þessum hlutum öllum. Við, sem næst byggðarsafninu stöndum, trúum því, að það auki fólki skilning á þeim kjarki og þeirri karlmennsku, þeirri þrotlausu baráttu, sem farnar kynslóðir urðu að heyja fyrir | Með þessum hugleiðingum óska ég að benda fólki á gildi safnsins til þess að auka skilning okkar á lífsbaráttu forfeðranna og feðra okkar margra, er mér óhætt að segja, því að svo ung er hin mikla breyting, sem nú er orðin á þessum hlutum öllum. Við, sem næst byggðarsafninu stöndum, trúum því, að það auki fólki skilning á þeim kjarki og þeirri karlmennsku, þeirri þrotlausu baráttu, sem farnar kynslóðir urðu að heyja fyrir lífinu í þessu landi. Og við trúum því, að sá skilningur efli dyggð og auki dáð með núlifandi kynslóðum og komandi kynslóðum. Þess vegna verður söfnun þessi aldrei unnin fyrir gýg.<br> | ||
Á byggðarsafninu eigum við þegar ýmsar gerðir af önglum, — öngla til fiskveiða og öngla, sem notaðir voru til smokkfiskveiða og hákarlaveiða. Þetta önglasafn þarf að verða miklu fjölbreyttara.<br> | Á byggðarsafninu eigum við þegar ýmsar gerðir af önglum, — öngla til fiskveiða og öngla, sem notaðir voru til smokkfiskveiða og hákarlaveiða. Þetta önglasafn þarf að verða miklu fjölbreyttara.<br> | ||
[[Mynd:Stakkasund, komið að marki.png|300px| | [[Mynd:Stakkasund, komið að marki.png|300px|thumb|''Stakkasund, komið að marki.]] | ||
Ýmsa fleiri sjóminjagripi en hér hafa nefndir verið á [[Byggðasafn Vestmannaeyja]], og eru þeir hver fyrir sig eins og svolítill kafli úr útgerðarsögu Eyjanna um langan aldur. Vil ég þar nefna til dæmis seilanálar, hlunna, sjóskó, leggjatangir, fiskkróka til þess að draga fisk úr sandi, línurúllur af opnum skipum og fyrstu vélbátunum, drykkjarkút, íslenzkar skrár frá fiskkróm o. fl.<br> | Þá hefur safnið eignazt líkingu af botnvörpu og herpinót. Botnvörpuna gjörði [[Magnús Kristleifur Magnússon|Kristleifur Magnússon]], og er hún sveinssmíði hans í netagerð. [[Finnbogi Ólafsson (Kirkjulandi)|Finnbogi Ólafsson]] gerði herpinótina, og er hún á sama hátt prófhlutur hans. Kunnáttumenn telja báða þessa hluti sérlega vel gerða, hlutföll rétt og handbragð fallegt. Vonir standa nú til, að safnið eignist bráðlega líkan af dragnót.<br> | ||
Í vetur barst safninu sérkennilegur steinn, sem fannst í höfninni. Þetta er flatur hraungrýtissteinn brimsorfinn. Á miðju hans hefur verið höggið gat 10 cm að þvermáli. Í brún steinsins er einnig borað lítið gat. Til hvers hefur svo þessi steinn verið notaður? Að öllum líkindum hefur hann verið notaður eins og anker. Staur hefur verið rekinn gegnum gatið á miðju steinsins, hæfilega langur til þess að endi hans stæði niður í botninn og veitti viðspyrnu. Skipsstrengurinn hefur verið festur í gatið í brún steinsins. Allt ber að sama brunni um lífsbaráttu forfeðranna í þessu járnlausa og sárfátæka landi. Þeir urðu að beita hugkvæmni sinni til hins ítrasta til þess að sigrast á erfiðleikunum. Er það ekki afkomendum þeirra lærdómsrík saga?<br> | |||
Ýmsa fleiri sjóminjagripi en hér hafa nefndir verið á [[Byggðasafn Vestmannaeyja]], og eru þeir hver fyrir sig eins og svolítill kafli úr útgerðarsögu Eyjanna um langan aldur. Vil ég þar nefna til dæmis seilanálar, hlunna, sjóskó, leggjatangir, fiskkróka til þess að draga fisk úr sandi, línurúllur af opnum skipum og fyrstu vélbátunum, drykkjarkút, íslenzkar skrár frá fiskkróm o.fl.<br> | |||
Mig langar til að ljúka þessu sundurlausa máli mínu með því að beina þeirri ósk minni til allra sjómanna hér í bæ, að þeir hafi jafnan Byggðarsafnið í huga, er þeir rekast á gamlan hlut, sem notagildi hefur haft í atvinnulífi Eyjabúa.<br> | Mig langar til að ljúka þessu sundurlausa máli mínu með því að beina þeirri ósk minni til allra sjómanna hér í bæ, að þeir hafi jafnan Byggðarsafnið í huga, er þeir rekast á gamlan hlut, sem notagildi hefur haft í atvinnulífi Eyjabúa.<br> | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 11. febrúar 2018 kl. 17:20
Nú munu um 10 ár liðin, síðan hafizt var handa að efna til byggðarsafns hér í kaupstaðnum. Það er hin mesta furða, hversu safnazt hefur af munum, þar sem söfnunarstarfið hófst svo seint. Segja má, að við næðum í bláskottið á hinum liðna tíma hinnar gömlu tækni og gömlu tækja, hinnar gömlu íslenzku verkmenningar.
En hvað sem því líður að koma hér á stofn fjölbreyttu og alhliða byggðarsafni, þá ætti okkur að vera í lófa lagið að efna hér til myndarlegs sjóminjasafns. Að því safni er þegar myndaður dálítill vísir.
Um þennan litla vísi að sjóminjasafni hér langar mig nú einmitt að fara nokkrum orðum í blaði sjómannanna.
Í safninu eigum við muni, sem skýra þróun handfærisins frá fyrstu tíð. Vaðsteinarnir voru fyrstu „sökkurnar“, sem Íslendingar áttu kost á. Þeir voru „heima fenginn baggi“ í málmsnauðu landi. Þá notuðu sjómenn fram um 1890. Þá tekur járnsakkan teinlaus við. Brátt tóku svo sjómenn að nota blýsökkur. Til landsins fluttust þá blý í stórum klumpum. Það bræddu sjómenn í sökkur.
Í byggðarsafninu okkar eigum við marga vaðsteina af ýmsum gerðum. Þar eigum við einnig járnsökku og svo blýsökkur einteina og tvíteina.
Nú er blýsakkan að ganga úr gildi og nælontæknin tekin við með sinni eigin sökkugerð, önglum, færi og hjóli.
Eina lagnarlukt eigum við á safninu, kertislukt. Ef við hugleiðum þetta tæki, sjáum við í anda framkvæmd á vandasömu verki, sem krafðist mikillar karlmennsku og leikni. Það var verkið að leggja línuna með höndunum, berum auðvitað, við kertaljós á hafi úti í náttmyrkri og stundum hríðarbyl á vetrarnóttu. Það var a.m.k. oft gert í frosti og ágjöf. Bjóðið, sem við fengum á safnið frá Ver-útgerðinni, gefur gleggri mynd af verkinu. Já, þá voru verkin á sjónum oft unnin í stormi, frosti, hríð og ágjöf eins og nú, en þá urðu sjómenn að notast við flöktandi kertistýru í hinu ófullkomnasta ljóskeri. Það víkkar sögulegan sjóndeildarhring að bera þessa tækni saman við rafljósin og rafsólirnar á vorum tímum.
Með þessum hugleiðingum óska ég að benda fólki á gildi safnsins til þess að auka skilning okkar á lífsbaráttu forfeðranna og feðra okkar margra, er mér óhætt að segja, því að svo ung er hin mikla breyting, sem nú er orðin á þessum hlutum öllum. Við, sem næst byggðarsafninu stöndum, trúum því, að það auki fólki skilning á þeim kjarki og þeirri karlmennsku, þeirri þrotlausu baráttu, sem farnar kynslóðir urðu að heyja fyrir lífinu í þessu landi. Og við trúum því, að sá skilningur efli dyggð og auki dáð með núlifandi kynslóðum og komandi kynslóðum. Þess vegna verður söfnun þessi aldrei unnin fyrir gýg.
Á byggðarsafninu eigum við þegar ýmsar gerðir af önglum, — öngla til fiskveiða og öngla, sem notaðir voru til smokkfiskveiða og hákarlaveiða. Þetta önglasafn þarf að verða miklu fjölbreyttara.
Þá hefur safnið eignazt líkingu af botnvörpu og herpinót. Botnvörpuna gjörði Kristleifur Magnússon, og er hún sveinssmíði hans í netagerð. Finnbogi Ólafsson gerði herpinótina, og er hún á sama hátt prófhlutur hans. Kunnáttumenn telja báða þessa hluti sérlega vel gerða, hlutföll rétt og handbragð fallegt. Vonir standa nú til, að safnið eignist bráðlega líkan af dragnót.
Í vetur barst safninu sérkennilegur steinn, sem fannst í höfninni. Þetta er flatur hraungrýtissteinn brimsorfinn. Á miðju hans hefur verið höggið gat 10 cm að þvermáli. Í brún steinsins er einnig borað lítið gat. Til hvers hefur svo þessi steinn verið notaður? Að öllum líkindum hefur hann verið notaður eins og anker. Staur hefur verið rekinn gegnum gatið á miðju steinsins, hæfilega langur til þess að endi hans stæði niður í botninn og veitti viðspyrnu. Skipsstrengurinn hefur verið festur í gatið í brún steinsins. Allt ber að sama brunni um lífsbaráttu forfeðranna í þessu járnlausa og sárfátæka landi. Þeir urðu að beita hugkvæmni sinni til hins ítrasta til þess að sigrast á erfiðleikunum. Er það ekki afkomendum þeirra lærdómsrík saga?
Ýmsa fleiri sjóminjagripi en hér hafa nefndir verið á Byggðasafn Vestmannaeyja, og eru þeir hver fyrir sig eins og svolítill kafli úr útgerðarsögu Eyjanna um langan aldur. Vil ég þar nefna til dæmis seilanálar, hlunna, sjóskó, leggjatangir, fiskkróka til þess að draga fisk úr sandi, línurúllur af opnum skipum og fyrstu vélbátunum, drykkjarkút, íslenzkar skrár frá fiskkróm o.fl.
Mig langar til að ljúka þessu sundurlausa máli mínu með því að beina þeirri ósk minni til allra sjómanna hér í bæ, að þeir hafi jafnan Byggðarsafnið í huga, er þeir rekast á gamlan hlut, sem notagildi hefur haft í atvinnulífi Eyjabúa.