„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1956/ Björgunarfélag Vestmannaeyja: Símnefni: „MAR”“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(4 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<br> | |||
<center> | <big><center>[[Jón Ísak Sigurðsson|JÓN Í. SIGURÐSSON]]:</center></big><br> | ||
<big><big><center>''[[Björgunarfélag Vestmannaeyja]]</center></big></big><br> | |||
<big><center>''Símnefni'': „MAR“</center></big><br> | |||
Árið 1918, þann þriðja ágúst, er haldin hér í Eyjum fjölmennur fundur til undirbúnings og stofnunar félagsskapar, sem gefið var nafnið h.f. Björgunarfélag Vestmannaeyja.<br> | |||
Stofnun þessa félags markar merk tímamót í sögu Eyjanna, og ef dýpra er tekið í árinni, stórmerk spor í framfaraþróun íslenzku þjóðarinnar.<br> | |||
Það höfðu verið hér uppi raddir áður, um að nauðsynlegt væri að reyna af fremsta megni að stemma stigu við hinum tíðu sjóslysum, sem voru hér, og reyna að auka öryggið við sjósóknina í Eyjum.<br> | |||
Fiskifélagsdeildin hér, „Léttir“, hafði haft mál þetta til meðferðar í fyrstu, en innan deildarinnar var kosin nefnd til undirbúnings málinu, en nefnd þessari auðnaðist því miður frekar litlu að afreka. Þó varð kosning nefndarinnar til þess, að á þingmálafundi í apríl 1918 var skorað á þingmann kjördæmisins, að hann beitti sér fyrir því, að landsjóður legði fram styrk til að kaupa björgunarskip. Málinu hreyfði [[Jes A. Gíslason]], en [[Jón Jónsson (Hlíð)|Jón Jónsson]] í [[Hlíð]] bar fram tillöguna. Þjóðin er í mikilli þakkarskuld við þá menn, sem ruddu veginn og hófust handa með brautryðjendastörfum sínum, með tildrögum og stofnun að Björgunarfélagi Vestrnannaeyja. Brautryðjendurnir létu sér ekki nægja umtalið eitt og orðaflóð. Þeir hófu á loft baráttumerkið, hófu þegar að framkvæma og vinna af elju, með áhuga og ótrúlegum dugnaði að ýta úr vör hinu göfuga mannúðar- og hugsjónamálefni björgunarstarfseminnar. Þeirra störf eru talandi vottur, er gleggst sást í veruleikanum með komu björgunarskipsins [[Þór|Þórs]] til Vestmannaeyja þann 26. marz 1918. Fyrsta björgunarskipsins, sem sigldi undir íslenzkum fána, skipið sem einnig er frumburður íslenzkrar landhelgisgæzlu, skipið sem mótaði sjálfstæði okkar á sviði löggæzlu við strendur landsins og var vísirinn að þeirri þróun, sem koma skyldi, til að verja eignarrétt okkar á fiskimiðunum við strendur landsins, innan við veiðitakmörk, sem nú eru í gildi, hvað viðvíkur botnvörpuveiðum, veiðitakmörkum sem er nauðsynlegt að breyta að mun hið bráðasta;—og ekki sízt skipið, sem veitti sjómönnunum okkar aukið öryggi, aukna aðstoð og hvers konar hjálp, jók trú þeirra á framtíðina með tilkomu slíkra björgunartækja, sem þeir höfðu eignazt með komu Þórs.<br> | |||
<center>[[Mynd:Stakkasund.png|500px|ctr]]</center> | |||
<center>''Stakkasund.</center> | |||
[[ | Og þá er það ómetanlegt, hve þetta skip veitti aðstandendum sjómannanna mikla fróun og öryggi með nærveru sinni á veiðisvæðunum við Eyjar, ætíð reiðubúið að veita aðstoð og hjálpa þeim, sem á slíku þurftu að halda, já, það var ábyggilega mörg konan og móðirin, sem var hughraustari og styrkari af því að vita af björgunarskipinu í nálægð við bátinn, sem einhver ástvinur eða ættinginn var á, þá er veðrin voru vond og vindurinn blés af mætti sínum, ýfandi upp öldur hafsins. — Á einum af fyrstu fundum bráðabirgðastjórnar Björgunarfélags Vestmannaeyja, sem haldinn var að [[Hof|Hofi]] hér í Eyjum þann 10. ágúst 1918, var samþykkt einróma eftirfarandi tillaga: 1. Byggður verði björgunarbátur, 50—60 tonn að stærð. 2. Risti ekki yfir 8 fet með hæfilega seglfestu. 3. Hraðinn sé ekki minni en 12 mílur á vöku. 4. Styrkleiki 1. cl. Bureau Veritas. 5. Að báturinn hafi öll nútíma tæki, sem slíkur bátur þarf að hafa, að svo miklu leyti sem því verður við komið vegna stærðar hans, einnig björgunarbát og ljóskastara, sem sé í sambandi við rafgeyma o.s.frv. 6. Að því er styrkleika bátsins snertir skal sérstaklega tekið fram að hann sé fullfær í Norður-Atlantshafssjó í vetrarveðrum. Ennfremur var samþykkt á sama fundi að senda [[Sigurður Sigurðsson (lyfsali)|Sig. Sigurðsson]] lyfsala til Reykjavíkur til þess að ráðgast um við landsstjórnina og stjórn Fiskifélags Íslands um undirbúning málsins. Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja hélt þessu máli vel vakandi og naut mikillar fyrirgreiðslu margra mætra manna, hér og annars staðar. Mörg sjónarmið komu fram. Margar tillögur og margar uppástungur voru ræddar og athugaðir. Ein af merkustu tillögum, sem félaginu bárust, kom frá Emil Nielsen framkvæmdarstjóra Eimskipafélags Íslands, þar sem hann ráðlagði félaginu að kaupa gufuskip, sem væri til sölu í Danmörku. Það var gæfuspor félaginu að hlíta því ráði. Á fjölmennum fundi félagsins þann 21. nóv. 1919 var einróma samþykkt að taka tilboði um kaupin á b/s Þór og | ||
jafnframt að fresta nýsmíði á björgunarbáti um sinn.<br> | |||
<center>[[Mynd:Sýnd nýjasta tegund neyðarblysa.png|500px|ctr]]</center> | |||
<center>''Sýnd nýjasta tegund neyðarblysa.</center> | |||
[[Mynd: | Þann 1. des. 1919 er gerður kaupsamningur við danska landbúnaðarráðuneytið um kaupin á „Þór“ fyrir kr. 150.000,00, sem skyldu greiðast við undirritun kaupsamningsins. „Þór“ var 205 br. tonn, 172 netto tonn, 115 fet að lengd, 21 fet að breidd, 11 fet á dýpt, ganghraði allt að 10 mílur á klst. Hann var byggður í North Shields á Englandi árið 1899 sem togari fyrir dansk-íslenzka verzlunar- og fiskifélagið, er hafði bækistöðvar sínar á Patreksfirði. Útgerð hans gekk afar illa. Síðar var hann seldur danska landbúnaðarráðuneytinu, sem gerði hann að hafrannsóknarskipi. En á stríðsárunum 1914—1918 var hann notaður sem varðskip í Danmörku.<br> | ||
<center>[[Mynd:Gúmbjörgunarbátur.png|300px]]</center> | |||
<center>''Gúmbjörgunarbátur.</center> | |||
Eftir að Þór var orðinn eign Björgunarfélags Vestmannaeyja, var hafizt handa að gera við og lagfæra skipið, svo og að setja í það ýmislegt, sem talið var nauðsynlegt að björgunarskip þyrfti að hafa. Þór, fyrsta björgunarskip Íslands, hóf ferð sína hingað til lands frá Kaupmannahöfn laugardaginn 13. marz 1920 og kom til Vestmannaeyja, eftir langa og stranga ferð yfir hafið, laugardaginn 20. marz kl. 5 e.h. Fyrsta landkenning Þórs var ljósleiftur frá heimastað hans, Eyjum, Stórhöfðavitanum, sem þá lýsti ekki langt á haf út, fremur en hann gerir nú í dag. En loforð eru fyrir því, að ljósmagn hans verði aukið að mun, og úr því sleifarlagi bætt, sem orðið hefur á endurbótum vitans á liðnum árum. „Þór“ kostaði kominn til Vestmannaeyja kr. 272.427,00.<br> | |||
Eftir komu sína til Eyja hóf „Þór“ þegar starf sitt sem björgunar- og gæzluskip. Samkvæmt gömlum dagbókum skipsins sést, að þann 27. marz 1920 ákærir hann fyrsta togarann fyrir ólöglegar veiðar við Sandinn. Togarinn hét Maclay Gy 1113. Þar sem Þór hafði þá ekki rétt eða leyfi til að taka og færa til hafnar veiðiþjófa, til yfirheyrslu og rannsóknar, gat hann ekki annað en rekið hinn seka á brott, samið og sent skýrslu yfir verknað togarans til bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. Rétt til að taka og færa til hafnar veiðiskip, sem staðin voru að ólöglegum veiðum og í náðist, öðlaðist „Þór“ litlu síðar.<br> | |||
Eftir sömu dagbókarheimildum aðstoðar „Þór“ fyrsta bátinn þann 1. apríl sama ár, er var með netahnút, og dregur hann bátinn undir [[Þrælaeiði|Eiðið]]. Þann 5. apríl veitir hann [[Njáll VE|m/b Njáli]] hjálp, sem var með bilaða vél, staddur suður af Bjarnarey í norðanstinningskalda og dregur hann inn í [[Klettsvík|Vík]]. Það má segja, að giftusamlega hafi starf skipsins hafizt, nýsköpunarstarf, sem átti eftir að bera ríkulegan ávöxt. Félagið þakkar og virðir störf áhafnarinnar á v/s „Þór“, svo og öllum, sem á einn eða annan hátt unnu ötullega að því að gera þá hugsjón að veruleika, sem barizt var fyrir og að var stefnt, að Eyjarnar eignuðust björgunarskip til eigin afnota og öryggis. Skip sem var fyrsta íslenzka skipið sinnar tegundar, ætluð göfug störf fyrir góðum málefnum.<br> | |||
<center>[[Mynd:Lokasprettur 1956.png|500px|ctr]]</center>> | |||
<center>''Lokasprettur.</center> | |||
Fjárhagur Björgunarfélags Vestmannaeyja var ætíð mjög þröngur. Ef litið er í gömul skjöl félagsins, verður maður undrandi yfir þeirri þrautseigju, fórnfýsi og dugnaði á að halda félaginu í horfinu. Þar eru ábyggilega „Grettistök“, sem taka hefur þurft til þess að sjá félaginu fyrir daglegu brauði eða salti í grautinn, ef svo mætti að orði komast, svo að félagið yrði ekki rekald á fjörum gjaldþrota og skulda. Nú sem betur fór var í félaginu og bak við það því til stuðnings og styrktar nokkurs konar kjarnorkukraftur á þeirra tíma mælikvarða, trúin á nauðsyn þess málstaðar, sem var tilgangurinn með, stofnun Björgunarfélags Vestmannaeyja. Margar samþykktir voru gerðar innan félagsins um ýmiss konar atriði viðvíkjandi starfshætti b/s „Þórs“, enda ríkti vakandi áhugi um störf og starfsemi hans, utan félags sem innan. Þann 12. marz 1922 samþykkir nefnd hans innan félagsins nokkrar tilhögur til eftirbreytni fyrir v/s ,,Þór“. Í þessum tillögum er mælzt til þess, að björgunarskipið haldi sig á vissum stöðum, eftir því hver vindafstaðan er, og skipið spari ekki notkun á ljóskastara sínum. Veiðisvæðið, sem nefndin nefnir í tillögu sinni, gagnvart staðsetningu „Þórs“, nær frá Holtsósi vestur að Hallgeirsey og vestan og sunnan við Eyjar. Sérstaklega er óskað eftir nærveru björgunarskipsins af nefndarinnar hálfu, ef bátar eru að veiðum það austarlega, að Þríhyrningur sé farinn að ganga undir Seljalandsmúla. Þessa nefnd skipuðu fimm starfandi formenn hér í Eyjum.<br> | |||
Í upphafi var hugmynd félagsins sú, að láta byggja björgunarbát. Sú hugmynd er í fullu gildi enn, þótt farið væri út í það að kaupa allstórt gufuskip á mælikvarða þeirra tíma til afnota í þágu félagsins og til að gera hugsjónamál þess að veruleika. Sú afdrifaríka og gæfusama ákvörðun, sem þá var tekin um kaupin á björgunarskipinu „Þór“, er þess valdandi, að enn í dag er í gildi samningur og skuldbinding ríkisstjórnarinnar, skuldbinding, sem er gulls ígildi og er þess efnis, að hér skuli ætíð vera starfandi björgunar- og eftirlitsskip um vetrarvertíðirnar.<br> | |||
Nú sjá það allir, sem vilja sjá rétt, frá röngu, að verði nú byggður hér björgunarbátur til afnota fyrir Eyjarnar, vélknúinn með nauðsynlegum tækjum, sem slíkur bátur þyrfti að hala, mun hann alls ekki á neinn hátt leysa af hólmi ríkisstjórnina frá skyldum sínum á uppfyllingu á fyrrnefndum samningi eða leysa skip hennar frá umsömdum gæzlustörfum hér við Eyjar. Þvert á móti auka öryggið og þægindin fyrir sjómennina innanhafnar og í nálægð við hann.<br> | |||
Á því hef ég áður oft og mörgum sinnum hamrað, að æskilegt væri og skylt, að höfnin væri aðili að slíkum báti, til hagræðis fyrir sig og starfsemi sína og til að létta undir með | |||
rekstrarkostnaði hans. Þótt báturinn væri það stór og þannig útbúinn, að kröfum nútímans til slíks báts væri að mestu fullnægt, er ekkert því til fyrirstöðu, að ekki sé hægt að samrýma störf hafnarbáts og björgunarbáts, nema ef til vill viljaleysi eða persónulegur reipdráttur um skildinginn. Vegna þeirra manna, sem halda því fram, að höfnin geti ekki verið meðeigandi í bátnum vegna starfsemi sinnar við skipaafgreiðslu vil ég minnast á eftirfarandi: Í áratugi hafa skip verið afgreidd hér utan hafnarinnar á stórum og smáum bátum. Á þeim síðarnefndu á [[Vík]]inni, þegar þannig viðraði, að það væri hægt, en fyrir [[Eiði]]nu í stærri bátum, þegar Víkin var ekki hér til skipaafgreiðslu. Sama er í dag, ef ekki er fært eða ekki hægt að nota þann farkost, sem nú er að öllu jafni notaður til skipaþjónustu, hvort heldur er á Víkinni eða fyrir Eiðinu, er fenginn stærri bátur til starfans, og eru staðreyndir þar fyrir hendi, sem ekki verða hraktar, að sú ráðstöfun hefur borið jákvætt notagildi. Hvers vegna er þá ekki hægt að nota stærri bátinn í góðu veðri, þegar hann fullnægir þörfinni, gefur góða raun og getur lagzt að skipum í vondum veðrum? Hví skyldi hann þá ekki geta slíkt í blíðu og góðu veðri? Sjómannastéttin hefur eignazt góðan stuðning og málssvara fyrir öryggismálum sínum með [[Slysavarnadeildin Eykyndill|Slysavarnarfélaginu „Eykyndli“]]. Það félag er sístarfandi með lifandi áhuga að mannúðarmáli, sem það hefur sett sér að takmarki. Takmarkinu að afla fjár til kaupa á ýmiss konar björgunartækjum, og til að létta undir með rekstrarkostnaði þeirra, svo að hægt sé að hafa þau í nothæfu ástandi og í notkun, takmarkinu að auka sem mest alla hjálparstarfsemi við slysavarnirnar og reyna að draga úr slysahættunum. Sjómannadaginn sem og alla aðra daga virði ég og þakka störf sjómannanna, störfin sem eru hin langþýðingarmestu fyrir land okkar og þjóð, unnin af dug, karlmennsku og ósérhlífni.<br> | |||
<center>[[Mynd:Gúmbjörgunarbátur2.png|300px]]</center> | |||
<center>''Gúmbjörgunarbátur.</center> | |||
Ég vil óska að aðbúnaður sjómannanna fari ætíð batnandi, vinnuskilyrði þeirra batni með betri og betri tækjum og tækni. Að stefnt verði að því að auka öryggi þeirra af fremsta megni í höfn og utan hafnar, með auknum öryggistækjum. Þar sem Vestmannaeyingar hafa verið á margan hátt frumkvöðlar í notkun hvers konar nýjunga í gerð björgunartækja, væri æskilegt að í Vestmannaeyjum, sem og annars staðar, yrði tekið upp eftirfarandi og sett í lög eða tilskipan:<br> | |||
1)Að tveir gúmmíbjargbátar skuli vera um borð í hverjum báti, sem er yfir viss stærðartakmörk, þar sem slíkt eykur að mun björgunarmöguleika áhafnar þeirra.<br> | |||
2)Að öll sjóklæði skuli vera gul að lit eða í þeim lit, sem lengst sést að, en sala á dökkum eða svörtum sjóklæðum ekki leyfð.<br> | |||
3)Að með reglugerð sé gert að skyldu, vegna fenginnar reynslu, að mála reisn báta og sérstaklega reisnarþök með sterkum og áberandi litum, sem bezt og lengst sjást að, með tilliti til leitar úr lofti eða af sjó. Skjólklæðning eða skipsbolur séu ekki málað með litum, sem líkjast mjög umhverfinu, sjónum.<br> | |||
Þótt margar tilskipanir séu oft á tíðum þvingandi fyrir þá, sem þær ná til, og hafi á stundum í för með sér veruleg fjárútlát og taki af mörgum sjálfsákvörðunarréttinn, í þessu tilfelli með litaval á bátum sínum, er það réttlætanlegt, ef það er til að auka öryggi bátaáhafnanna, enda vill hver og einn bátseigandi heill og velferð og umfram allt sem mest öryggi skipverja á sínum bátum.<br> | |||
Óska svo sjómönnum giftu og gengis, batnandi afkomu og útfærslu á veiðitakmarkalínunni kringum landið allt.<br> | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 4. febrúar 2018 kl. 21:05
Árið 1918, þann þriðja ágúst, er haldin hér í Eyjum fjölmennur fundur til undirbúnings og stofnunar félagsskapar, sem gefið var nafnið h.f. Björgunarfélag Vestmannaeyja.
Stofnun þessa félags markar merk tímamót í sögu Eyjanna, og ef dýpra er tekið í árinni, stórmerk spor í framfaraþróun íslenzku þjóðarinnar.
Það höfðu verið hér uppi raddir áður, um að nauðsynlegt væri að reyna af fremsta megni að stemma stigu við hinum tíðu sjóslysum, sem voru hér, og reyna að auka öryggið við sjósóknina í Eyjum.
Fiskifélagsdeildin hér, „Léttir“, hafði haft mál þetta til meðferðar í fyrstu, en innan deildarinnar var kosin nefnd til undirbúnings málinu, en nefnd þessari auðnaðist því miður frekar litlu að afreka. Þó varð kosning nefndarinnar til þess, að á þingmálafundi í apríl 1918 var skorað á þingmann kjördæmisins, að hann beitti sér fyrir því, að landsjóður legði fram styrk til að kaupa björgunarskip. Málinu hreyfði Jes A. Gíslason, en Jón Jónsson í Hlíð bar fram tillöguna. Þjóðin er í mikilli þakkarskuld við þá menn, sem ruddu veginn og hófust handa með brautryðjendastörfum sínum, með tildrögum og stofnun að Björgunarfélagi Vestrnannaeyja. Brautryðjendurnir létu sér ekki nægja umtalið eitt og orðaflóð. Þeir hófu á loft baráttumerkið, hófu þegar að framkvæma og vinna af elju, með áhuga og ótrúlegum dugnaði að ýta úr vör hinu göfuga mannúðar- og hugsjónamálefni björgunarstarfseminnar. Þeirra störf eru talandi vottur, er gleggst sást í veruleikanum með komu björgunarskipsins Þórs til Vestmannaeyja þann 26. marz 1918. Fyrsta björgunarskipsins, sem sigldi undir íslenzkum fána, skipið sem einnig er frumburður íslenzkrar landhelgisgæzlu, skipið sem mótaði sjálfstæði okkar á sviði löggæzlu við strendur landsins og var vísirinn að þeirri þróun, sem koma skyldi, til að verja eignarrétt okkar á fiskimiðunum við strendur landsins, innan við veiðitakmörk, sem nú eru í gildi, hvað viðvíkur botnvörpuveiðum, veiðitakmörkum sem er nauðsynlegt að breyta að mun hið bráðasta;—og ekki sízt skipið, sem veitti sjómönnunum okkar aukið öryggi, aukna aðstoð og hvers konar hjálp, jók trú þeirra á framtíðina með tilkomu slíkra björgunartækja, sem þeir höfðu eignazt með komu Þórs.
Og þá er það ómetanlegt, hve þetta skip veitti aðstandendum sjómannanna mikla fróun og öryggi með nærveru sinni á veiðisvæðunum við Eyjar, ætíð reiðubúið að veita aðstoð og hjálpa þeim, sem á slíku þurftu að halda, já, það var ábyggilega mörg konan og móðirin, sem var hughraustari og styrkari af því að vita af björgunarskipinu í nálægð við bátinn, sem einhver ástvinur eða ættinginn var á, þá er veðrin voru vond og vindurinn blés af mætti sínum, ýfandi upp öldur hafsins. — Á einum af fyrstu fundum bráðabirgðastjórnar Björgunarfélags Vestmannaeyja, sem haldinn var að Hofi hér í Eyjum þann 10. ágúst 1918, var samþykkt einróma eftirfarandi tillaga: 1. Byggður verði björgunarbátur, 50—60 tonn að stærð. 2. Risti ekki yfir 8 fet með hæfilega seglfestu. 3. Hraðinn sé ekki minni en 12 mílur á vöku. 4. Styrkleiki 1. cl. Bureau Veritas. 5. Að báturinn hafi öll nútíma tæki, sem slíkur bátur þarf að hafa, að svo miklu leyti sem því verður við komið vegna stærðar hans, einnig björgunarbát og ljóskastara, sem sé í sambandi við rafgeyma o.s.frv. 6. Að því er styrkleika bátsins snertir skal sérstaklega tekið fram að hann sé fullfær í Norður-Atlantshafssjó í vetrarveðrum. Ennfremur var samþykkt á sama fundi að senda Sig. Sigurðsson lyfsala til Reykjavíkur til þess að ráðgast um við landsstjórnina og stjórn Fiskifélags Íslands um undirbúning málsins. Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja hélt þessu máli vel vakandi og naut mikillar fyrirgreiðslu margra mætra manna, hér og annars staðar. Mörg sjónarmið komu fram. Margar tillögur og margar uppástungur voru ræddar og athugaðir. Ein af merkustu tillögum, sem félaginu bárust, kom frá Emil Nielsen framkvæmdarstjóra Eimskipafélags Íslands, þar sem hann ráðlagði félaginu að kaupa gufuskip, sem væri til sölu í Danmörku. Það var gæfuspor félaginu að hlíta því ráði. Á fjölmennum fundi félagsins þann 21. nóv. 1919 var einróma samþykkt að taka tilboði um kaupin á b/s Þór og
jafnframt að fresta nýsmíði á björgunarbáti um sinn.
Þann 1. des. 1919 er gerður kaupsamningur við danska landbúnaðarráðuneytið um kaupin á „Þór“ fyrir kr. 150.000,00, sem skyldu greiðast við undirritun kaupsamningsins. „Þór“ var 205 br. tonn, 172 netto tonn, 115 fet að lengd, 21 fet að breidd, 11 fet á dýpt, ganghraði allt að 10 mílur á klst. Hann var byggður í North Shields á Englandi árið 1899 sem togari fyrir dansk-íslenzka verzlunar- og fiskifélagið, er hafði bækistöðvar sínar á Patreksfirði. Útgerð hans gekk afar illa. Síðar var hann seldur danska landbúnaðarráðuneytinu, sem gerði hann að hafrannsóknarskipi. En á stríðsárunum 1914—1918 var hann notaður sem varðskip í Danmörku.
Eftir að Þór var orðinn eign Björgunarfélags Vestmannaeyja, var hafizt handa að gera við og lagfæra skipið, svo og að setja í það ýmislegt, sem talið var nauðsynlegt að björgunarskip þyrfti að hafa. Þór, fyrsta björgunarskip Íslands, hóf ferð sína hingað til lands frá Kaupmannahöfn laugardaginn 13. marz 1920 og kom til Vestmannaeyja, eftir langa og stranga ferð yfir hafið, laugardaginn 20. marz kl. 5 e.h. Fyrsta landkenning Þórs var ljósleiftur frá heimastað hans, Eyjum, Stórhöfðavitanum, sem þá lýsti ekki langt á haf út, fremur en hann gerir nú í dag. En loforð eru fyrir því, að ljósmagn hans verði aukið að mun, og úr því sleifarlagi bætt, sem orðið hefur á endurbótum vitans á liðnum árum. „Þór“ kostaði kominn til Vestmannaeyja kr. 272.427,00.
Eftir komu sína til Eyja hóf „Þór“ þegar starf sitt sem björgunar- og gæzluskip. Samkvæmt gömlum dagbókum skipsins sést, að þann 27. marz 1920 ákærir hann fyrsta togarann fyrir ólöglegar veiðar við Sandinn. Togarinn hét Maclay Gy 1113. Þar sem Þór hafði þá ekki rétt eða leyfi til að taka og færa til hafnar veiðiþjófa, til yfirheyrslu og rannsóknar, gat hann ekki annað en rekið hinn seka á brott, samið og sent skýrslu yfir verknað togarans til bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. Rétt til að taka og færa til hafnar veiðiskip, sem staðin voru að ólöglegum veiðum og í náðist, öðlaðist „Þór“ litlu síðar.
Eftir sömu dagbókarheimildum aðstoðar „Þór“ fyrsta bátinn þann 1. apríl sama ár, er var með netahnút, og dregur hann bátinn undir Eiðið. Þann 5. apríl veitir hann m/b Njáli hjálp, sem var með bilaða vél, staddur suður af Bjarnarey í norðanstinningskalda og dregur hann inn í Vík. Það má segja, að giftusamlega hafi starf skipsins hafizt, nýsköpunarstarf, sem átti eftir að bera ríkulegan ávöxt. Félagið þakkar og virðir störf áhafnarinnar á v/s „Þór“, svo og öllum, sem á einn eða annan hátt unnu ötullega að því að gera þá hugsjón að veruleika, sem barizt var fyrir og að var stefnt, að Eyjarnar eignuðust björgunarskip til eigin afnota og öryggis. Skip sem var fyrsta íslenzka skipið sinnar tegundar, ætluð göfug störf fyrir góðum málefnum.
>
Fjárhagur Björgunarfélags Vestmannaeyja var ætíð mjög þröngur. Ef litið er í gömul skjöl félagsins, verður maður undrandi yfir þeirri þrautseigju, fórnfýsi og dugnaði á að halda félaginu í horfinu. Þar eru ábyggilega „Grettistök“, sem taka hefur þurft til þess að sjá félaginu fyrir daglegu brauði eða salti í grautinn, ef svo mætti að orði komast, svo að félagið yrði ekki rekald á fjörum gjaldþrota og skulda. Nú sem betur fór var í félaginu og bak við það því til stuðnings og styrktar nokkurs konar kjarnorkukraftur á þeirra tíma mælikvarða, trúin á nauðsyn þess málstaðar, sem var tilgangurinn með, stofnun Björgunarfélags Vestmannaeyja. Margar samþykktir voru gerðar innan félagsins um ýmiss konar atriði viðvíkjandi starfshætti b/s „Þórs“, enda ríkti vakandi áhugi um störf og starfsemi hans, utan félags sem innan. Þann 12. marz 1922 samþykkir nefnd hans innan félagsins nokkrar tilhögur til eftirbreytni fyrir v/s ,,Þór“. Í þessum tillögum er mælzt til þess, að björgunarskipið haldi sig á vissum stöðum, eftir því hver vindafstaðan er, og skipið spari ekki notkun á ljóskastara sínum. Veiðisvæðið, sem nefndin nefnir í tillögu sinni, gagnvart staðsetningu „Þórs“, nær frá Holtsósi vestur að Hallgeirsey og vestan og sunnan við Eyjar. Sérstaklega er óskað eftir nærveru björgunarskipsins af nefndarinnar hálfu, ef bátar eru að veiðum það austarlega, að Þríhyrningur sé farinn að ganga undir Seljalandsmúla. Þessa nefnd skipuðu fimm starfandi formenn hér í Eyjum.
Í upphafi var hugmynd félagsins sú, að láta byggja björgunarbát. Sú hugmynd er í fullu gildi enn, þótt farið væri út í það að kaupa allstórt gufuskip á mælikvarða þeirra tíma til afnota í þágu félagsins og til að gera hugsjónamál þess að veruleika. Sú afdrifaríka og gæfusama ákvörðun, sem þá var tekin um kaupin á björgunarskipinu „Þór“, er þess valdandi, að enn í dag er í gildi samningur og skuldbinding ríkisstjórnarinnar, skuldbinding, sem er gulls ígildi og er þess efnis, að hér skuli ætíð vera starfandi björgunar- og eftirlitsskip um vetrarvertíðirnar.
Nú sjá það allir, sem vilja sjá rétt, frá röngu, að verði nú byggður hér björgunarbátur til afnota fyrir Eyjarnar, vélknúinn með nauðsynlegum tækjum, sem slíkur bátur þyrfti að hala, mun hann alls ekki á neinn hátt leysa af hólmi ríkisstjórnina frá skyldum sínum á uppfyllingu á fyrrnefndum samningi eða leysa skip hennar frá umsömdum gæzlustörfum hér við Eyjar. Þvert á móti auka öryggið og þægindin fyrir sjómennina innanhafnar og í nálægð við hann.
Á því hef ég áður oft og mörgum sinnum hamrað, að æskilegt væri og skylt, að höfnin væri aðili að slíkum báti, til hagræðis fyrir sig og starfsemi sína og til að létta undir með
rekstrarkostnaði hans. Þótt báturinn væri það stór og þannig útbúinn, að kröfum nútímans til slíks báts væri að mestu fullnægt, er ekkert því til fyrirstöðu, að ekki sé hægt að samrýma störf hafnarbáts og björgunarbáts, nema ef til vill viljaleysi eða persónulegur reipdráttur um skildinginn. Vegna þeirra manna, sem halda því fram, að höfnin geti ekki verið meðeigandi í bátnum vegna starfsemi sinnar við skipaafgreiðslu vil ég minnast á eftirfarandi: Í áratugi hafa skip verið afgreidd hér utan hafnarinnar á stórum og smáum bátum. Á þeim síðarnefndu á Víkinni, þegar þannig viðraði, að það væri hægt, en fyrir Eiðinu í stærri bátum, þegar Víkin var ekki hér til skipaafgreiðslu. Sama er í dag, ef ekki er fært eða ekki hægt að nota þann farkost, sem nú er að öllu jafni notaður til skipaþjónustu, hvort heldur er á Víkinni eða fyrir Eiðinu, er fenginn stærri bátur til starfans, og eru staðreyndir þar fyrir hendi, sem ekki verða hraktar, að sú ráðstöfun hefur borið jákvætt notagildi. Hvers vegna er þá ekki hægt að nota stærri bátinn í góðu veðri, þegar hann fullnægir þörfinni, gefur góða raun og getur lagzt að skipum í vondum veðrum? Hví skyldi hann þá ekki geta slíkt í blíðu og góðu veðri? Sjómannastéttin hefur eignazt góðan stuðning og málssvara fyrir öryggismálum sínum með Slysavarnarfélaginu „Eykyndli“. Það félag er sístarfandi með lifandi áhuga að mannúðarmáli, sem það hefur sett sér að takmarki. Takmarkinu að afla fjár til kaupa á ýmiss konar björgunartækjum, og til að létta undir með rekstrarkostnaði þeirra, svo að hægt sé að hafa þau í nothæfu ástandi og í notkun, takmarkinu að auka sem mest alla hjálparstarfsemi við slysavarnirnar og reyna að draga úr slysahættunum. Sjómannadaginn sem og alla aðra daga virði ég og þakka störf sjómannanna, störfin sem eru hin langþýðingarmestu fyrir land okkar og þjóð, unnin af dug, karlmennsku og ósérhlífni.
Ég vil óska að aðbúnaður sjómannanna fari ætíð batnandi, vinnuskilyrði þeirra batni með betri og betri tækjum og tækni. Að stefnt verði að því að auka öryggi þeirra af fremsta megni í höfn og utan hafnar, með auknum öryggistækjum. Þar sem Vestmannaeyingar hafa verið á margan hátt frumkvöðlar í notkun hvers konar nýjunga í gerð björgunartækja, væri æskilegt að í Vestmannaeyjum, sem og annars staðar, yrði tekið upp eftirfarandi og sett í lög eða tilskipan:
1)Að tveir gúmmíbjargbátar skuli vera um borð í hverjum báti, sem er yfir viss stærðartakmörk, þar sem slíkt eykur að mun björgunarmöguleika áhafnar þeirra.
2)Að öll sjóklæði skuli vera gul að lit eða í þeim lit, sem lengst sést að, en sala á dökkum eða svörtum sjóklæðum ekki leyfð.
3)Að með reglugerð sé gert að skyldu, vegna fenginnar reynslu, að mála reisn báta og sérstaklega reisnarþök með sterkum og áberandi litum, sem bezt og lengst sjást að, með tilliti til leitar úr lofti eða af sjó. Skjólklæðning eða skipsbolur séu ekki málað með litum, sem líkjast mjög umhverfinu, sjónum.
Þótt margar tilskipanir séu oft á tíðum þvingandi fyrir þá, sem þær ná til, og hafi á stundum í för með sér veruleg fjárútlát og taki af mörgum sjálfsákvörðunarréttinn, í þessu tilfelli með litaval á bátum sínum, er það réttlætanlegt, ef það er til að auka öryggi bátaáhafnanna, enda vill hver og einn bátseigandi heill og velferð og umfram allt sem mest öryggi skipverja á sínum bátum.
Óska svo sjómönnum giftu og gengis, batnandi afkomu og útfærslu á veiðitakmarkalínunni kringum landið allt.