„Rune Verner Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: 250px|thumb|''Rune Verner Sigurðsson. '''Rune Verne Sigurðsson, (Rúni)''', vélstjóri fæddist 27. apríl 1961 í Virum í Danmörku og drukkn...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Rune Verner Sigurðsson.png|250px|thumb|''Rune Verner Sigurðsson.]]
[[Mynd:Rune Verner Sigurðsson.png|250px|thumb|''Rune Verner Sigurðsson.]]
'''Rune Verne Sigurðsson, (Rúni)''', vélstjóri fæddist 27. apríl 1961 í Virum í Danmörku og drukknaði 5. desember 2001.<br>
'''Rune Verner Sigurðsson, (Rúni)''', vélstjóri fæddist 27. apríl 1961 í Virum í Danmörku og drukknaði 5. desember 2001.<br>
Foreldrar hans voru [[Sigurður H. Karlsson (Stað)|Sigurður Hróbjarts Karlsson]] frá [[Staður|Stað]] sjómaður, farmaður, f. 9. mars 1931, d. 29. nóvember 2017, og kona hans Solvejg Bisballey húsfreyja, af dönskum ættum.
Foreldrar hans voru [[Sigurður H. Karlsson (Stað)|Sigurður Hróbjarts Karlsson]] frá [[Staður|Stað]] sjómaður, farmaður, f. 9. mars 1931, d. 29. nóvember 2017, og kona hans Solvejg Bisballey húsfreyja, af dönskum ættum.



Núverandi breyting frá og með 30. janúar 2018 kl. 10:32

Rune Verner Sigurðsson.

Rune Verner Sigurðsson, (Rúni), vélstjóri fæddist 27. apríl 1961 í Virum í Danmörku og drukknaði 5. desember 2001.
Foreldrar hans voru Sigurður Hróbjarts Karlsson frá Stað sjómaður, farmaður, f. 9. mars 1931, d. 29. nóvember 2017, og kona hans Solvejg Bisballey húsfreyja, af dönskum ættum.

Rúni fluttist eins árs með foreldrum sínum til Íslands og bjó með þeim í Eyjum og Reykjavík. Þau skildu 1968.
Móðir hans fluttist til Danmerkur en Rúni ólst upp hjá föður sínum í Vestmannaeyjum. Þeir fluttust til Hveragerðis í Gosinu og þar bjó Rúni til 17 ára aldurs, er hann fór til Danmerkur til að læra vélsmíði. Síðar hlaut hann vélstjórnarréttindi í Vestmannaeyjum.
Rúni fór snemma til sjós og var ýmist vélstjóri á togbátum eða netabátum.
Hann bjó á Kirkjuvegi 26 1986 við fæðingu Tönju Rutar.
Hann var yfirvélstjóri á Ófeigi VE, þegar hann fórst austan við Eyjar 5. desember 2001. Rúni fórst með bátnum, en hinir átta úr áhöfninni björguðust.

I. Barnsmóðir Rúna var Pálína Sigríður Frímannsdóttir, Kirkjuvegi 26, síðar í Reykjavík, f. 29. nóvember 1966.
Barn þeirra
1. Tanja Rut Rúnadóttir, í Reykjavík, f. 16. janúar 1986.

II. Kona Rune Verners var Theodóra Sigrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1961.
Börn þeirra:
2. Sigrún Ósk Rúnadóttir, f. 7. október 1996, d. 7. október 1996.
3. Sigurberg Óskar Rúnason, í Ólafsvík, f. 21. október 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.