Sigurður H. Karlsson (Stað)
Sigurður Hróbjarts Karlsson togarasjómaður, farmaður fæddist 9. mars 1931 á Stað og lést 29. nóvember 2017.
Foreldrar hans voru Karl Kjartan Sigurðsson skipstjóri frá Litlalandi, f. 16. nóvember 1905 á Oddsstöðum, d. 5. maí 1959, og kona hans Sigurbjörg Ingimundardóttir húsfreyja, hótelrekandi, f. 1. júní 1909 í Fljótum í Skagafirði, d. 29. september 2003.
Sigurður var með foreldrum sínum á Stað í æsku, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1939.
Hann fór snemma til sjós, slasaðist alvarlega á fæti við störf á togara og náði aldrei fullkomnum bata, stundaði þó farmennsku um árabil.
Sigurður eignaðist fjögur börn með þrem konum.
Þau Ragnhildur giftu sig 1971, bjuggu í Eyjum um skeið. Þar vann hann með móður sinni við Hótel Berg. Þau Ragnhildur fluttust í Hveragerði, þá í Ólafsvík og að síðustu til Akureyrar, en Raghildur stjórnaði leiksýningum á þessum stöðum.
Ragnhildur lést 2009 og Sigurður 2017.
I. Barnsmóðir Sigurðar var Gígja Gísladóttir, f. 4. júní 1937.
Barn þeirra
1. Linda Laufey Sigurðardóttir, (skráir sig Linda Laufey Bragadóttir), f. 23. ágúst 1954.
II. Fyrri kona Sigurðar, (skildu 1968), var Solvejg Bisballey, af dönskum ættum. Hún býr í Danmörku.
Börn þeirra:
2. Rune Verner Sigurðsson vélstjóri, 27. apríl 1961 í Danmörku, fórst með Ófeigi VE 5. desember 2001.
3. Minný Bernódía Sigurðardóttir, f. 2. maí 1963, d. 11. janúar 1966.
4. Halla María Sigurðardóttir, f. 20. mars 1965, búsett í Danmörku.
III. Síðari kona Sigurðar, (9. mars 1971), var Ragnhildur Steingrímsdóttir húsfreyja, leikkona, leikstjóri, f. 11. júní 1927, d. 25. júní 2009.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.