„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977/Heima í Laufási“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 18: | Lína 18: | ||
Eins og við vitum öll er yfirleitt ekki mikið minnst á störf húsmæðra og þau af mörgum ekki mikils metin, enda eru þau að mestu unnin í kyrrþey. Það eru ekki barðar bumbur eða blásið í lúðra þeim til heiðurs, enda hafa þær aldrei ætlast til þess, hvorki fyrr né síðar. En að vera metnar að verðleikum til jafns við aðra þjóðfélagsþegna er og verður algert lágmark.<br> | Eins og við vitum öll er yfirleitt ekki mikið minnst á störf húsmæðra og þau af mörgum ekki mikils metin, enda eru þau að mestu unnin í kyrrþey. Það eru ekki barðar bumbur eða blásið í lúðra þeim til heiðurs, enda hafa þær aldrei ætlast til þess, hvorki fyrr né síðar. En að vera metnar að verðleikum til jafns við aðra þjóðfélagsþegna er og verður algert lágmark.<br> | ||
Móðir mín var sérlega þrifin, reglusöm og myndarleg húsmóðir, sem fórust öll verk vel úr hendi. <br>Stjórnsöm var hún í besta lagi og aga hafði hún á okkur systkinunum. Hún þurfti ekki mörg orð svo að allt félli í dúnalogn, þegar við vorum með einhver ærsl og ólæti.<br> | Móðir mín var sérlega þrifin, reglusöm og myndarleg húsmóðir, sem fórust öll verk vel úr hendi. <br>Stjórnsöm var hún í besta lagi og aga hafði hún á okkur systkinunum. Hún þurfti ekki mörg orð svo að allt félli í dúnalogn, þegar við vorum með einhver ærsl og ólæti.<br> | ||
Það var alltaf mikið umleikis heima, margt fólk til heimilis árið um kring, ég tala nú ekki um vertíðina, þá var venjulega á milli 20 og 30 manns, það var á þeim árum, þegar sjómenn, beitumenn og aðgerðarmenn héldu til á heimilum útvegsbænda. Mikið lifandis ósköp finnst mér, að það hafi oft verið glatt á hjalla í Laufási í þá daga. Þau voru heppin með það, foreldrar mínir, að þeim hélst mjög vel á fólki. Á bátnum hjá pabba voru sömu mennirnir ár eftir ár og svo kom bróðir eftir bróður og jafnvel sonur í stað föður og sömu stúlkurnar voru ár eftir ár. Meira að segja tvær, sem ekki fóru af heimilinu fyrr en þær fóru sína hinstu för. Ég get ekki látið hjá líða að minnast þeirra lítillega, svo nátengdar voru þær okkur öllum, elskulega góðar og tryggar, en önnur hét Sigríður Jónasdóttir úr Landeyjum. Réðst hún til foreldra minna árið 1906. Vann hún öll algeng heimilisstörf sem til féllu, þar til hún veiktist og andaðist árið 1928. Hún lá banaleguna heima og annaðist móðir mín hana af hinni mestu alúð þar til yfir lauk. Hin stúlkan hét Kristín Einarsdóttir og var undan Eyjafjöllum. Kristín réðst einnig til þeirra árið 1906, en fór um nokkurt skeið austur á land í sumarvinnu eins og þá var altítt, en samfellt mun hún hafa verið í Laufási frá árinu 1912. Vann hún heimilinu af mikilli trúmennsku og ástúð sem henni var svo eiginleg, allt til ársins 1941, en þá fékk hún heilablóðfall og var upp frá því óvinnufær og oft rúmliggjandi. Hún andaðist árið 1947. Mest allan þennan tíma var hún heima og allt fyrir hana gert, sem hægt var, en að því kom samt, að hún fór á sjúkrahúsið og þar andaðist hún. Heimilið allt, ég tala nú ekki um okkur börnin, stöndum í mikilli þakkarskuld við báðar þessar stúlkur fyrir alla þeirra trúmennsku og góðvild sem þær létu okkur í té.<br> | |||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 10.28.25.png|700px|center|thumb|Heimilisfólkið í Laufási á skemmtiferð suður á eyju um Jónsmessuleytið 1925. Fremsta röð frá v.: Anna Þorsteinsdóttir; Elínborg Gísladóttir; Bera Þorsteinsdóttir; Ebba Þorsteinsdóttir (eldri); Kristin Einarsdóttir frá Fornusöndum, Eyjafjöllum. Önnur röð frá v.: Fjóla Þorsteinsdóttir; Sigriður Jónasdóttir frá Kirkjulandl í Landeyjum; Anna Guðmundsdóttir frá Núpi í Fljótshlíð.Aftast frá v.: Jón Ó. E. Jónsson frá Seljavöllum, Eyjafjöllum; Jón Þorsteinsson (yngri); Ólafur Jónsson frá Skála, Eyjafjöllum; Gísli Þorsteinsson; Þorstelnn Jónsson; Árni Arnason frá Kotvelii í Hvolhreppi.]] | [[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 10.28.25.png|700px|center|thumb|Heimilisfólkið í Laufási á skemmtiferð suður á eyju um Jónsmessuleytið 1925. Fremsta röð frá v.: Anna Þorsteinsdóttir; Elínborg Gísladóttir; Bera Þorsteinsdóttir; Ebba Þorsteinsdóttir (eldri); Kristin Einarsdóttir frá Fornusöndum, Eyjafjöllum. Önnur röð frá v.: Fjóla Þorsteinsdóttir; Sigriður Jónasdóttir frá Kirkjulandl í Landeyjum; Anna Guðmundsdóttir frá Núpi í Fljótshlíð.Aftast frá v.: Jón Ó. E. Jónsson frá Seljavöllum, Eyjafjöllum; Jón Þorsteinsson (yngri); Ólafur Jónsson frá Skála, Eyjafjöllum; Gísli Þorsteinsson; Þorstelnn Jónsson; Árni Arnason frá Kotvelii í Hvolhreppi.]] | ||
Þungbærasta lífsreynsla móður minnar var þegar Jón bróðir okkar veiktist af taugaveiki. Það var vorið 1923, sem hér geysaði mannskæður taugaveikisfaraldur. Jón veiktist hastarlega og andaðist eftir nær mánaðarlegu. Hann lá heima og mamma hjúkraði honum dag og nótt. Þau voru algjörlega einangruð í svefnherbergi mömmu og pabba. Sem betur fór veiktust ekki fleiri heima, en ég man það, að sumir voru hræddir við okkur og sniðgengu, því að taugaveiki var hættuleg og smitandí, svo að gæta þurfti strangasta hreinlætis. Jón var aðeins 13 ára gamall og þótti mesti efnispiltur. <br> | Þungbærasta lífsreynsla móður minnar var þegar Jón bróðir okkar veiktist af taugaveiki. Það var vorið 1923, sem hér geysaði mannskæður taugaveikisfaraldur. Jón veiktist hastarlega og andaðist eftir nær mánaðarlegu. Hann lá heima og mamma hjúkraði honum dag og nótt. Þau voru algjörlega einangruð í svefnherbergi mömmu og pabba. Sem betur fór veiktust ekki fleiri heima, en ég man það, að sumir voru hræddir við okkur og sniðgengu, því að taugaveiki var hættuleg og smitandí, svo að gæta þurfti strangasta hreinlætis. Jón var aðeins 13 ára gamall og þótti mesti efnispiltur. <br> | ||
Lína 40: | Lína 39: | ||
Það hefur alltaf reynt mikið á stillingu og þrek sjómannskonunnar bæði fyrr og síðar. Óvissan og biðin, þegar hörð vetrarveðrin geysuðu og eiginmennirnir, synirnir og bræðurnir voru við skyldustörfin á hafinu. Þá voru engin öryggistæki, sem í dag eru svo sjálfsögð. Nú er oftast hægt að kalla út eftir hjálp, ef eitthvað ber út af og Guði sé lof fyrir að oftast berst hjálpin í tíma. En áður var beðið milli vonar og ótta. Komast þeir heilir i höfn, eða er þeim ætlað annað hlutskipti? Þá voru oft greidd þung og stór högg í raðir sjómanna. Þegar eiginkonan bíður heima með barnahópinn sinn, í angist og kvíða hefur augunum oft verið hvarflað út á sjóinn. Vel man ég að Jón í Suðurgarði og eins fólk frá Ofanleiti, hringdu stundum heim, þegar veður voru vond og sögðu „að hún Unnur væri komin upp undir Hamarinn". Þá létti yfir öllum, bæði fullorðnum og börnum.<br> | Það hefur alltaf reynt mikið á stillingu og þrek sjómannskonunnar bæði fyrr og síðar. Óvissan og biðin, þegar hörð vetrarveðrin geysuðu og eiginmennirnir, synirnir og bræðurnir voru við skyldustörfin á hafinu. Þá voru engin öryggistæki, sem í dag eru svo sjálfsögð. Nú er oftast hægt að kalla út eftir hjálp, ef eitthvað ber út af og Guði sé lof fyrir að oftast berst hjálpin í tíma. En áður var beðið milli vonar og ótta. Komast þeir heilir i höfn, eða er þeim ætlað annað hlutskipti? Þá voru oft greidd þung og stór högg í raðir sjómanna. Þegar eiginkonan bíður heima með barnahópinn sinn, í angist og kvíða hefur augunum oft verið hvarflað út á sjóinn. Vel man ég að Jón í Suðurgarði og eins fólk frá Ofanleiti, hringdu stundum heim, þegar veður voru vond og sögðu „að hún Unnur væri komin upp undir Hamarinn". Þá létti yfir öllum, bæði fullorðnum og börnum.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 10.29.16.png|700px|thumb|Elínborg og Þorsteinn Jónsson í Laufási og börn. Myndin tekin 1. nóv. 1963 í tilefnl 60 ára hjúskaparafmælis þeirra Laufáshjóna.Fremri röð frá v.: Þórhildur; Þorsteinn Jónsson; Elínborg Gísladóttir; Ebba. Aftari röð frá v.: Ástþór (fóstursonur); Fjóla; Anna; Dagný; Gísli. Á myndina vantar Jón og Beru.]] | [[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 10.29.16.png|700px|center|thumb|Elínborg og Þorsteinn Jónsson í Laufási og börn. Myndin tekin 1. nóv. 1963 í tilefnl 60 ára hjúskaparafmælis þeirra Laufáshjóna.Fremri röð frá v.: Þórhildur; Þorsteinn Jónsson; Elínborg Gísladóttir; Ebba. Aftari röð frá v.: Ástþór (fóstursonur); Fjóla; Anna; Dagný; Gísli. Á myndina vantar Jón og Beru.]] | ||
Í þá daga var allur sundmagi hirtur og þar sem ég þekkti til, var það svo, að húsmæðurnar fengu þá peninga til eignar og umráða, sem fyrir hann fékkst. Það var mikil vinna og snúningar við sundmagann þar til hann var orðinn að fullverkaðri vöru. Fyrst þurfti að skera hann frá hryggnum, en hjá okkur gerðu aðgerðarmennirnir það, en oft varð kvenfólkið sjálft að skera úr. Síðan var hann hreinsaður (verkaður) þannig, að hellt var volgu vatni í bala eða fötu, síðan var sundmaginn settur þar ofan í og allt blóð, himnur og því um líkt af honum hreinsað. Við þetta var setið inni í eldhúsi, því þar var hlýtt.<br> Ég man eftir mömmu sitja við sundmagabalann dag eftir dag og stúlkurnar hlaupandi í þetta með henni eftir því sem önnur störf leyfðu. Síðan saltaði hún sundmagann. Um vorið var hann útvatnaður og því næst breiddur til þerris á skúrþök, girðingar eða grjótgarða, og á meðan á þessu stóð var ekki gott í efni, ef gerði rok, því þá vildi sundmaginn fjúka. Þegar sundmaginn var orðinn þurr var hann sekkjaður og siðan seldur og fékkst oft gott verð fyrir hann.<br> | Í þá daga var allur sundmagi hirtur og þar sem ég þekkti til, var það svo, að húsmæðurnar fengu þá peninga til eignar og umráða, sem fyrir hann fékkst. Það var mikil vinna og snúningar við sundmagann þar til hann var orðinn að fullverkaðri vöru. Fyrst þurfti að skera hann frá hryggnum, en hjá okkur gerðu aðgerðarmennirnir það, en oft varð kvenfólkið sjálft að skera úr. Síðan var hann hreinsaður (verkaður) þannig, að hellt var volgu vatni í bala eða fötu, síðan var sundmaginn settur þar ofan í og allt blóð, himnur og því um líkt af honum hreinsað. Við þetta var setið inni í eldhúsi, því þar var hlýtt.<br> Ég man eftir mömmu sitja við sundmagabalann dag eftir dag og stúlkurnar hlaupandi í þetta með henni eftir því sem önnur störf leyfðu. Síðan saltaði hún sundmagann. Um vorið var hann útvatnaður og því næst breiddur til þerris á skúrþök, girðingar eða grjótgarða, og á meðan á þessu stóð var ekki gott í efni, ef gerði rok, því þá vildi sundmaginn fjúka. Þegar sundmaginn var orðinn þurr var hann sekkjaður og siðan seldur og fékkst oft gott verð fyrir hann.<br> | ||
Eins og sjá má af því sem ég hefi skrifað niður, þá hafði móðir mín ærinn starfa með höndum á sínu stóra heimili, og þó að mikið væri að gera, voru það flestir dagar, sem hún bjó sig upp í upphlutinn sinn, seinnipart dagsins, og var hún ekki lengur að því, en við að hafa kjólaskipti í dag. Móðir min gaf sér tíma til að sinna áhugamálum sínum, bæði innan og utan heimilis. Hún hafði mjög gaman af allri handavinnu. Hún var félagslynd og vann mikið að félagsmálum. Hún var ein af stofnendum Slysavarnadeildarinnar Eykyndils, og var kosin þar í fyrstu stjórn, en deildin var stofnuð 25. mars 1934, sat hún síðan í stjórninni þar til hún baðst undan endurkosningu 23. janúar 1964 eða í 30 ár. Hefur hún örugglega lagt þar mörgum góðum málum lið, heil og óskipt. En Kvenfélagið Líkn var hennar óskabarn og bar hún hag þess mjög fyrir brjósti. Í Líkn gekk hún ung að árum og starfaði þar af miklum áhuga og ósérplægni. Hún var féhirðir í Líkn í 46 ár og sótti fundi mjög vel og fylgdist með því sem var að gerast meðan heilsa entist. <br> | Eins og sjá má af því sem ég hefi skrifað niður, þá hafði móðir mín ærinn starfa með höndum á sínu stóra heimili, og þó að mikið væri að gera, voru það flestir dagar, sem hún bjó sig upp í upphlutinn sinn, seinnipart dagsins, og var hún ekki lengur að því, en við að hafa kjólaskipti í dag. Móðir min gaf sér tíma til að sinna áhugamálum sínum, bæði innan og utan heimilis. Hún hafði mjög gaman af allri handavinnu. Hún var félagslynd og vann mikið að félagsmálum. Hún var ein af stofnendum Slysavarnadeildarinnar Eykyndils, og var kosin þar í fyrstu stjórn, en deildin var stofnuð 25. mars 1934, sat hún síðan í stjórninni þar til hún baðst undan endurkosningu 23. janúar 1964 eða í 30 ár. Hefur hún örugglega lagt þar mörgum góðum málum lið, heil og óskipt. En Kvenfélagið Líkn var hennar óskabarn og bar hún hag þess mjög fyrir brjósti. Í Líkn gekk hún ung að árum og starfaði þar af miklum áhuga og ósérplægni. Hún var féhirðir í Líkn í 46 ár og sótti fundi mjög vel og fylgdist með því sem var að gerast meðan heilsa entist. <br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 10.29.56.png|700px|thumb|Í Herjólfsdal. Seinasta þjóðhátíð Þorsteins í Laufási.]] | [[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 10.29.56.png|700px|center|thumb|Í Herjólfsdal. Seinasta þjóðhátíð Þorsteins í Laufási.]] | ||
Margt er ósagt og ef til vill sagt frá sumu, sem litlu máli skiptir, en annað látið ósagt, sem gjarnan hefði mátt koma fram, en samt vona ég, að mér hafi tekist að draga upp svolitla mynd af heimilisháttunum í Laufási, en þar átti mamma mestan og bestan hlut að. Það er mikils um vert að vera undir handleiðslu og stjórn góðra foreldra og húsbænda. Það verður aldrei þakkað eins og vert er. Það varð móður minni þung og erfið raun, þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt og Eyjarnar um hánótt. Hún var þá farin að tapa sér mjög, en upp frá því hallaði fljótt undan fæti. Hún andaðist í Hafnarfirði þann 5. mars 1974, en var jarðsungin frá Landakirkju.<br> | Margt er ósagt og ef til vill sagt frá sumu, sem litlu máli skiptir, en annað látið ósagt, sem gjarnan hefði mátt koma fram, en samt vona ég, að mér hafi tekist að draga upp svolitla mynd af heimilisháttunum í Laufási, en þar átti mamma mestan og bestan hlut að. Það er mikils um vert að vera undir handleiðslu og stjórn góðra foreldra og húsbænda. Það verður aldrei þakkað eins og vert er. Það varð móður minni þung og erfið raun, þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt og Eyjarnar um hánótt. Hún var þá farin að tapa sér mjög, en upp frá því hallaði fljótt undan fæti. Hún andaðist í Hafnarfirði þann 5. mars 1974, en var jarðsungin frá Landakirkju.<br> | ||
Núverandi breyting frá og með 27. júní 2017 kl. 10:56
Heima í Laufási
Anna Þorsteinsdóttir frá Laufási segir frá
Mér finnst mér vera mikill vandi á höndum að skrifa um móður mína og æskuheimili, svo að vel sé. Veit ég ekki hvort mér tekst það, en ég ætla samt að reyna og sjá hvað ég fæ út úr því.
Elínborg Gísladóttir var fædd þann 1. nóv. 1883 í Julianehaab (Tanganum) hér í Vestmannaeyjum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, en þau voru Ragnhildur Þórarinsdóttir og Gísli Engilbertsson, verslunarstjóri. Þau hjón áttu fimm börn, sem upp komust. Mér hefur verið sagt, að heimilið í Julianehaab hafi verið mikið myndar- og regluheimili og að þar hafi glaðværð, góðvild og hjálpsemi verið í hávegum höfð. Móðir mín minntist oft á gamalt fólk, sem átti athvarf sitt hjá foreldrum hennar og það stundum fleira en eitt í einu. Eins mun hafa verið með stúlkur sem lentu í vandræðum og áttu fáa að til hjálpar, að þær eignuðust sín börn þar á heimilinu og var svo hjálpað eftir föngum. Þau hjón voru sem sagt samtaka við að hjálpa, þó sérstaklega hún, því Ragnhildur amma mín mátti ekkert aumt sjá.
Í þessu umhverfi ólst móðir mín upp þar til hún giftist Þorsteini Jónssyni frá Hlaðbæ, hún var þá tvítug, en hann tuttugu og þriggja ára gamall. Móðir mín hafði með sér gott veganesti frá foreldrum og æskuheimili þegar hún hélt út í lífið, það veganesti, sem dugði á langri æfi til að ala upp stóran barnahóp og stjórna stóru annasömu heimili.
Foreldrar mínir hófu búskap sinn uppi á lofti á Hrauni árið 1903, en keyptu siðan húsið Laufás, að ég held árið 1905.
„Liggja tveir í Laufási, kamarinn og hann Jón Kristjánsson,". Þetta var að ég held haft eftir Jóni í Gvendarhúsi, en kamarinn í Laufási hafði fokið í miklu roki, og af Jóni Kristjánssyni keyptu þau húsið, sem ekki var gamalt, en mun ekki hafa verið traustbyggt, að minnsta kosti sagði mamma, að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi, þegar hvassviðri geysuðu, og þau höfðu oft hreinlega búist við að húsið fyki af grunninum. Gísli bróðir minn segist muna, þegar hann smástrákur, fylgdist með hvað þilin gengu til í verstu rokunum. Nema nokkuð er það, þegar átti að byggja upp að nýju, þá voru settir raftar á hússkrokkinn og var honum síðan velt út af grunninum og húsið hrundi eins og spilaborg.
Árið 1912 var síðan nýja húsið reist, þar sem hitt stóð áður. Ég er oft að hugsa um, hvílíkur stórhugur hefur ríkt hjá þeim, þegar þau reistu Laufás, sem fullbyggt kostaði kr. 14.650,97.
Húsið stóð á fallegum stað með útsýni fögru til allra átta og var sérstaklega fallegt að horfa til lands i góðu veðri. Eyjafjallajökull í allri sinni dýrð og fjöllin allt austur að Dyrhólaey og svo að fylgjast með báta- og skipaferðum, en þetta blasti allt við okkur, enda þekktum við krakkarnir alla Vestmannaeyjabáta og meira að segja vélarskellina í þeim líka. Húsið setti svip á umhverfið, því að það var bæði stórt og fallegt og var alla tíð mjög vel við haldið, bæði úti og inni. Þaðan á ég margar yndislegar minningar frá góðum foreldrum, stórum og glöðum systkinahóp, en við systkinin vorum 12 og auk þess ólu foreldrar mínir upp einn dótturson, og öllu því góða fólki, sem við áttum samleið með á heimilinu um lengri eða skemmri tíma. Laufás hvarf af sjónarsviðinu eins og svo margt annað, sem mér var kært, í jarðeldunum 1973.
Eins og við vitum öll er yfirleitt ekki mikið minnst á störf húsmæðra og þau af mörgum ekki mikils metin, enda eru þau að mestu unnin í kyrrþey. Það eru ekki barðar bumbur eða blásið í lúðra þeim til heiðurs, enda hafa þær aldrei ætlast til þess, hvorki fyrr né síðar. En að vera metnar að verðleikum til jafns við aðra þjóðfélagsþegna er og verður algert lágmark.
Móðir mín var sérlega þrifin, reglusöm og myndarleg húsmóðir, sem fórust öll verk vel úr hendi.
Stjórnsöm var hún í besta lagi og aga hafði hún á okkur systkinunum. Hún þurfti ekki mörg orð svo að allt félli í dúnalogn, þegar við vorum með einhver ærsl og ólæti.
Það var alltaf mikið umleikis heima, margt fólk til heimilis árið um kring, ég tala nú ekki um vertíðina, þá var venjulega á milli 20 og 30 manns, það var á þeim árum, þegar sjómenn, beitumenn og aðgerðarmenn héldu til á heimilum útvegsbænda. Mikið lifandis ósköp finnst mér, að það hafi oft verið glatt á hjalla í Laufási í þá daga. Þau voru heppin með það, foreldrar mínir, að þeim hélst mjög vel á fólki. Á bátnum hjá pabba voru sömu mennirnir ár eftir ár og svo kom bróðir eftir bróður og jafnvel sonur í stað föður og sömu stúlkurnar voru ár eftir ár. Meira að segja tvær, sem ekki fóru af heimilinu fyrr en þær fóru sína hinstu för. Ég get ekki látið hjá líða að minnast þeirra lítillega, svo nátengdar voru þær okkur öllum, elskulega góðar og tryggar, en önnur hét Sigríður Jónasdóttir úr Landeyjum. Réðst hún til foreldra minna árið 1906. Vann hún öll algeng heimilisstörf sem til féllu, þar til hún veiktist og andaðist árið 1928. Hún lá banaleguna heima og annaðist móðir mín hana af hinni mestu alúð þar til yfir lauk. Hin stúlkan hét Kristín Einarsdóttir og var undan Eyjafjöllum. Kristín réðst einnig til þeirra árið 1906, en fór um nokkurt skeið austur á land í sumarvinnu eins og þá var altítt, en samfellt mun hún hafa verið í Laufási frá árinu 1912. Vann hún heimilinu af mikilli trúmennsku og ástúð sem henni var svo eiginleg, allt til ársins 1941, en þá fékk hún heilablóðfall og var upp frá því óvinnufær og oft rúmliggjandi. Hún andaðist árið 1947. Mest allan þennan tíma var hún heima og allt fyrir hana gert, sem hægt var, en að því kom samt, að hún fór á sjúkrahúsið og þar andaðist hún. Heimilið allt, ég tala nú ekki um okkur börnin, stöndum í mikilli þakkarskuld við báðar þessar stúlkur fyrir alla þeirra trúmennsku og góðvild sem þær létu okkur í té.
Þungbærasta lífsreynsla móður minnar var þegar Jón bróðir okkar veiktist af taugaveiki. Það var vorið 1923, sem hér geysaði mannskæður taugaveikisfaraldur. Jón veiktist hastarlega og andaðist eftir nær mánaðarlegu. Hann lá heima og mamma hjúkraði honum dag og nótt. Þau voru algjörlega einangruð í svefnherbergi mömmu og pabba. Sem betur fór veiktust ekki fleiri heima, en ég man það, að sumir voru hræddir við okkur og sniðgengu, því að taugaveiki var hættuleg og smitandí, svo að gæta þurfti strangasta hreinlætis. Jón var aðeins 13 ára gamall og þótti mesti efnispiltur.
Það voru stór og rúmgóð húsakynni heima og ætla ég lítillega að minnast á þau. Á hæðinni var mjög stórt eldhús og vestur úr því var ágætt búr og svo hurð fram í forstofu, en inn af eldhúsinu var barnaherbergi. Síðan var svefnherbergi foreldra minna og svo tvær samliggjandi stofur og voru skothurðir á milli stofa og eins inn í svefnherbergið, svo að þegar eitthvað sérstakt var um að vera, var hægt að opna á milli á allri suðurhlið hússins. Þegar ég man fyrst eftir mér voru stórir hvítemeleraðir kolaofnar á hæðinni, annar í borðstofu og hinn i barnaherbergi til upphitunar og svo mjög stór kolaeldavél í eldhúsi. Úr eldhúsi var líka hurð ofan í kjallara, þar sem var þvottahús og geymslur. Síðan var hurð fram í skúr, sem var norðan megin og var þar gengið inn með öllu jafni. Úr skúrnum að norðan var stigi upp á loftið, en þar voru 4 stór herbergi og 3 lítil og síðan var svo háaloft. Þar uppi var geymsla stór og mikil og þar voru geymd allskonar matvæli. Þá var öll mjölvara keypt i heilum sekkjum, sömuleiðis sykur og kaffi, sem alltaf var brennt heima og var því oft búsældarlegt á loftinu.
Ég má til með að geta þess, að heima var moðsuðukassi. „Hvað er nú það?" segja eflaust margir.
Moðsuðukassi var trékassi, stór og mikill, sem var einangraður með moði og síðan klæddur að innan með striga. Hann var notaður til að spara eldi við. Þessi kassi var með tveimur hólfum. Nú var suðunni komið upp í pottunum á eldavélinni, síðan voru pottarnir settir í hólfin í kassanum og síðan dysjaðir, þar meyrnaði hvort sem var grjónagrauturinn eða fuglakjötið. Minnir mig, að t. d. lundinn hafi þótt sérlega góður þannig soðinn.
Þó að húsakynni væru stór og rúmgóð, þá var allsstaðar fólk. Þess vegna kom sér vel að hafa svo kallaða stássstofu, sem mörgum finnst svo fáránlegt í dag. Þar var allt í röð og reglu og þangað var ávallt hægt að bjóða inn fólki, ef gesti bar að garði. En annars staðar var heimilisfólkið við störf sín og krakkar að læra lexíurnar sínar eða við leiki, t. d. í borðstofunni, sem var hin eiginlega setustofa. Þar var skrifborðið hans pabba, mamma var þar með saumavélina sína, sem oft var í gangi, svo sem að líkum lætur. Þar var líka rokkurinn hennar, en prjónavélin komst þar ekki fyrir, svo að hún var höfð uppi á lofti. í borðstofunni var líka orgelið, sem oft var spilað á og þá raulað með, þegar alsetið var við borðstofuborðið og kvenfólk og krakkar við vinnu sína. Ég man eftir fullorðinni konu, sem stundum kom heim og hafði á orði, að það væri svo gaman að sjá alla með eitthvað á milli handa og átti við það, að allir væru að vinna. Í landlegum var oft glatt á hjalla. Þá var oft spilað á spil, leikið á orgelið og sungið með af hjartans list, og það var hvorki rokk né popp, heldur ættjarðarsöngvar og þjóðlög.
Mamma hafði gaman af græskulausu gamni og smáprakkarastrikum og var það helst, að stúlkurnar gerðu piltunum einhverja glennu og fengju það síðan borgað aftur í sömu mynt. Lengi man ég eftir stórum naglagaur í gólflista í vinnukonuherberginu uppi á lofti. Það var í þá tíð, þegar náttpottar voru undir hverju rúmi. Piltunum hafði hugkvæmst að binda einn pottinn fastan við þennan nagla, svo að ekki væri hægt að draga hann undan rúmi, þegar þurfti að nota hann. Svona smáhrekkir voru algengir og vöktu bara kátínu. Eins man ég eftir tuskubrúðunni, sem stungið var undir sæng hjá einhverjum piltinum eða hengd upp, svo að mönnum varð bylt við, því þá var ekki rafmagninu fyrir að fara og víða skuggsýnt. Stundum var dansað í eldhúsinu og undir dansinum spilaði Sigga, vinnukonan okkar, á harmónikku. Ekki man ég fyrr eftir mér um jól, en að við hefðum stórt jólatré. Við krakkarnir fengum ekki að sjá tréð fyrr en á aðfangadagskvöld. Þegar búið var að borða jólamatinn, var rennihurðin inn í stássstofuna opnuð. Þar stóð tréð fallega skreytt og ljósum prýtt. Þetta var stór stund, sem beðið hafði verið eftir með óþreyju, stundum var reynt að gægjast í gegnum skráargat til þess að sjá eitthvað af dýrðinni fyrirfram. Á jóladagskvöld var ævinlega farið í leiki, þar sem flestir gátu notið sín, bæði böm og fullorðnir, hélst þessi siður fram til þess tíma er jarðeldarnir byrjuðu. Á gamlárskvöld var alltaf spilað á spil, oft langt fram eftir nóttu, og þá alltaf púkk upp á peninga, en það voru fimmeyringar og tveggjeyringar, sem mamma geymdi í sérstökum blikkkassa niðri í skúffu hjá sér. Allt þetta fannnst okkur fjarska hátíðlegt og gaman.
Þegar jólin voru liðin fór að fjölga á heimilinu. Þá kom vertíðarfólkið og allt það amstur og áhyggjur, sem vertíðinni fylgdi. Þá var oft skroppið upp í sandinn, ef sandadautt var til að sækja sjómennina. Mig minnir að stundum hafi þeir verið sóttir á milli jóla og nýárs. Einu sinni man ég eftir, að það var farið upp í sandinn, en þá brimaði sjóinn snögglega, sem oft kom fyrir. Fólkið komst með bátnum, en mest af farangrinum varð eftir og beið þá næstu ferðar, sem gat dregist lengi. Ég man hvað mamma og stúlkurnar hlógu, þegar einn piltanna birtist í dyrunum, því hann fyllti næstum upp í þær. Sá hét Páll Andrésson. Var hann mjög hár maður en grannur. Þegar hann sá af sandinum, að farangurinn kæmist ekki með, tíndi hann á sig öll þau föt, sem hann gat, svo að hann varð allfyrirferðarmikill á þverveginn, en fyrir bragðið stóð hann ekki uppi fatalaus.
Þá er best að minnast aðeins á bitakassana, en það voru nestiskassar sjómanna. Þá voru ekki kokkar á bátunum og aðeins hægt að hita kaffi um borð. Þess vegna þurfti að búa sjómennina út með nesti í hvern róður.
Sennilega hefur nestið verið misjafnt í kössunum þeim. Í þessa kassa var hafður brauðmatur, ef til vill kjötbiti og fata. Ég man, að heima voru þetta gráar emeleraðar fötur, og í þessum fötum var svo kaldur hafragrautur eða skyrhræringur. Ætli þetta þætti lystugt í dag?
Það þurfti mikla fyrirhyggju, bæði með mat, rúmfatnað og margt fleira á mannmörgum heimilum.
Heima í Laufási voru alltaf minnst 3 kýr, eitthvað af kindum, einn hestur og svo nokkrar hænur, því að sem best þurfti að búa að sínu. Það var bæði skilað hafa bæði smjör og skyr. Á haustin var ævinlega heilmikil sláturgerð. Þá var súrmaturinn gott búsílag, bæði í bitakassana og eins með hafragrautnum.
Þá var það fuglinn, lundi, fýll og súla, sem saltað var niður í tunnur og síðan borðað með bestu lyst, en eins og allir vita, sem til þekkja, er mikil vinna við að koma fugli í mat, en mamma var bæði fljót að reita fuglinn og verka hann, þvi hafði hún vanist frá blautu barnsbeini.
Alltaf er ég að finna það betur og betur, hvað við áttum góða foreldra og gott heimili. Þar var alltaf nóg af öllu, ástúð og umhyggju, góðum mat og fatnaði og öllu, sem til þurfti, en fljótlega vorum við krakkarnir látin hjálpa til, bæði við heyskap og fiskþurrkun, svo og ýmsa snúninga, enda gekk þetta allt vel vegna samheldni og stjórnsemi, sem höfð var á heimilinu. Vel man ég þegar pabbi var að koma heim af sjónum og við systkinin sáum til hans, þegar hann var kominn upp fyrir Miðey. Þá hljóp hópurinn af stað og hver reyndi að verða fyrstur til að heilsa honum með kossi. Svo leiddum við hann heim, fengum að bera bitakassann og síðan að draga af honum sjósokkana. Þá var okkar hlutverki í móttökunni lokið. Því næst fór hann að skrifborðinu sínu, skrifaði róðrartalið, en hann ritaði ávallt hvar hann var á sjónum og hvað aflaðist í hverjum róðri.
Það hefur alltaf reynt mikið á stillingu og þrek sjómannskonunnar bæði fyrr og síðar. Óvissan og biðin, þegar hörð vetrarveðrin geysuðu og eiginmennirnir, synirnir og bræðurnir voru við skyldustörfin á hafinu. Þá voru engin öryggistæki, sem í dag eru svo sjálfsögð. Nú er oftast hægt að kalla út eftir hjálp, ef eitthvað ber út af og Guði sé lof fyrir að oftast berst hjálpin í tíma. En áður var beðið milli vonar og ótta. Komast þeir heilir i höfn, eða er þeim ætlað annað hlutskipti? Þá voru oft greidd þung og stór högg í raðir sjómanna. Þegar eiginkonan bíður heima með barnahópinn sinn, í angist og kvíða hefur augunum oft verið hvarflað út á sjóinn. Vel man ég að Jón í Suðurgarði og eins fólk frá Ofanleiti, hringdu stundum heim, þegar veður voru vond og sögðu „að hún Unnur væri komin upp undir Hamarinn". Þá létti yfir öllum, bæði fullorðnum og börnum.
Í þá daga var allur sundmagi hirtur og þar sem ég þekkti til, var það svo, að húsmæðurnar fengu þá peninga til eignar og umráða, sem fyrir hann fékkst. Það var mikil vinna og snúningar við sundmagann þar til hann var orðinn að fullverkaðri vöru. Fyrst þurfti að skera hann frá hryggnum, en hjá okkur gerðu aðgerðarmennirnir það, en oft varð kvenfólkið sjálft að skera úr. Síðan var hann hreinsaður (verkaður) þannig, að hellt var volgu vatni í bala eða fötu, síðan var sundmaginn settur þar ofan í og allt blóð, himnur og því um líkt af honum hreinsað. Við þetta var setið inni í eldhúsi, því þar var hlýtt.
Ég man eftir mömmu sitja við sundmagabalann dag eftir dag og stúlkurnar hlaupandi í þetta með henni eftir því sem önnur störf leyfðu. Síðan saltaði hún sundmagann. Um vorið var hann útvatnaður og því næst breiddur til þerris á skúrþök, girðingar eða grjótgarða, og á meðan á þessu stóð var ekki gott í efni, ef gerði rok, því þá vildi sundmaginn fjúka. Þegar sundmaginn var orðinn þurr var hann sekkjaður og siðan seldur og fékkst oft gott verð fyrir hann.
Eins og sjá má af því sem ég hefi skrifað niður, þá hafði móðir mín ærinn starfa með höndum á sínu stóra heimili, og þó að mikið væri að gera, voru það flestir dagar, sem hún bjó sig upp í upphlutinn sinn, seinnipart dagsins, og var hún ekki lengur að því, en við að hafa kjólaskipti í dag. Móðir min gaf sér tíma til að sinna áhugamálum sínum, bæði innan og utan heimilis. Hún hafði mjög gaman af allri handavinnu. Hún var félagslynd og vann mikið að félagsmálum. Hún var ein af stofnendum Slysavarnadeildarinnar Eykyndils, og var kosin þar í fyrstu stjórn, en deildin var stofnuð 25. mars 1934, sat hún síðan í stjórninni þar til hún baðst undan endurkosningu 23. janúar 1964 eða í 30 ár. Hefur hún örugglega lagt þar mörgum góðum málum lið, heil og óskipt. En Kvenfélagið Líkn var hennar óskabarn og bar hún hag þess mjög fyrir brjósti. Í Líkn gekk hún ung að árum og starfaði þar af miklum áhuga og ósérplægni. Hún var féhirðir í Líkn í 46 ár og sótti fundi mjög vel og fylgdist með því sem var að gerast meðan heilsa entist.
Margt er ósagt og ef til vill sagt frá sumu, sem litlu máli skiptir, en annað látið ósagt, sem gjarnan hefði mátt koma fram, en samt vona ég, að mér hafi tekist að draga upp svolitla mynd af heimilisháttunum í Laufási, en þar átti mamma mestan og bestan hlut að. Það er mikils um vert að vera undir handleiðslu og stjórn góðra foreldra og húsbænda. Það verður aldrei þakkað eins og vert er. Það varð móður minni þung og erfið raun, þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt og Eyjarnar um hánótt. Hún var þá farin að tapa sér mjög, en upp frá því hallaði fljótt undan fæti. Hún andaðist í Hafnarfirði þann 5. mars 1974, en var jarðsungin frá Landakirkju.
Ég hef hugsað mér að enda þessi skrif með vísum eftir afa minn Gísla Engilbertsson:
Vér óskum fósturfoldin blíð
sér framtíð eigi bjarta
og ætíð grói grös í hlíð
og guðleg trú í hjarta.
Og félagsskapar dyggð og dáð
æ dafni vel hjá lýðum
og vinarþel og vitur ráð
svo vér ei neinu kvíðum.
Það má vel bæta úr margri þörf
og mýkja þrautir harðar
ef vinnum öll vor ævistörf
með ást til fósturjarðar.
Ef tengjum saman bræðrabönd
og brjótum sundrung niður,
ef einn tekur i annars hönd
og eftir megni styður.