„Elísabet Brynjólfsdóttir (Kirkjuhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Elísabet Brynjólfsdóttir''' húsfreyja á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, síðan á Kirkjuhól fæddist 7. mars 1866 á Krossi í Berufirði, S-Múl. og lést ...)
 
m (Verndaði „Elísabet Brynjólfsdóttir (Kirkjuhól)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 22: Lína 22:
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar á Kirkjuhól]
[[Flokkur: Íbúar á Kirkjuhól]]
[[Flokkur: Íbúar við Bessastíg]]
[[Flokkur: Íbúar við Bessastíg]]

Núverandi breyting frá og með 30. nóvember 2016 kl. 18:17

Elísabet Brynjólfsdóttir húsfreyja á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, síðan á Kirkjuhól fæddist 7. mars 1866 á Krossi í Berufirði, S-Múl. og lést 3. desember 1947.
Foreldrar hennar voru Brynjólfur Jónsson bóndi á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd, f. 1828, og kona hans Guðlaug Jónsdóttir úr Berufirði, húsfreyja, f. 1830, d. 30. júlí 1916.

Elísabet fluttist til Eyja 1927 og bjó með Ólafi syni sínum á Kirkjuhól 1927. Stefán sonur hennar fluttist líka til Eyja á því ári og bjó þá á Hrafnabjörgum, kvæntur Ástríð Þorgeirsdóttur og þar var barn þeirra Halldór Brynjólfur Stefánsson, f. 1927.
Ástríður lést úr berklum 1929 og Elísabet og Ólafur tóku barnið að sér og fluttust til Reykjavíkur. Halldór Brynjólfur ólst síðan upp hjá þeim.

Maður Elísabetar, (24. maí 1891), var Halldór Halldórsson bóndi, sjómaður, beykir, hagyrðingur á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, f. 2. október 1866 á Krossi í Berufirði, d. 25. apríl 1924.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Ólafur Halldórsson á Kirkjuhól, sjómaður, síðar í Reykjavík, f. 7. febrúar 1898 á Krossi í Berufirði, d. 15. september 1981.
2. Stefán Halldórsson á Hrafnabjörgum, sjómaður, vitavörður, síðar í Stykkishólmi, f. 4. júní 1903 í Sandvík í Norðfjarðarhreppi, d. 25. mars 1997.
Fóstursonur Elísabetar, sonur Stefáns sonar hennar var
3. Halldór Brynjólfur Stefánsson loftskeytamaður, skrifstofumaður, f. 3. mars 1927, d. 25. febrúar 2009.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. mars 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.