„Laufey Sigurðardóttir (Fögrubrekku)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Laufey Sigurðardóttir (Fögrubrekku)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 17: Lína 17:
1. [[Lárus Ársælsson|Lárus]],  fæddur 9. maí 1914, dáinn 13. ágúst 1990.<br>
1. [[Lárus Ársælsson|Lárus]],  fæddur 9. maí 1914, dáinn 13. ágúst 1990.<br>
2. [[Sveinn Ársælsson|Sveinn]], fæddur 26. desember 1915, dáinn 3. febrúar 1968.<br>
2. [[Sveinn Ársælsson|Sveinn]], fæddur 26. desember 1915, dáinn 3. febrúar 1968.<br>
3. [[Guðrún Ársælsdóttir (Fögrubrekku)|Guðrún]], fædd 6. mars 1920, dáin 21. september 1927.<br>  
3. Guðrún Ársælsdóttir, fædd 6. mars 1920, dáin 21. september 1927.<br>  
4. [[Petrónella Ársælsdóttir (Fögrubrekku)|Petrónella]], fædd 26. maí 1921, dáin 30. október 2006.<br>
4. [[Petrónella Ársælsdóttir (Fögrubrekku)|Petrónella]], fædd 26. maí 1921, dáin 30. október 2006.<br>
5. [[Ásta Ársælsdóttir (Fögrubrekku)|Ásta]], fædd 20. júní 1925, dáin 6. mars 1928.<br>
5. Ásta Skuld Ársælsdóttir, f.  20. júní 1925, d. 6. mars 1928.<br>
6. [[Guðrún Ásta Ársælsdóttir (Fögrubrekku)|Ásta]], fædd 4. nóvember 1929, dáin 2. nóvember 1977.<br>  
6. [[Guðrún Ásta Ársælsdóttir (Fögrubrekku)|Ásta]], fædd 4. nóvember 1929, dáin 2. nóvember 1977.<br>  
7. [[Leifur Ársælsson (Fögrubrekku)|Leifur]], fæddur 10. júlí 1931.<br>
7. [[Leifur Ársælsson (Fögrubrekku)|Leifur]], fæddur 10. júlí 1931.<br>
Lína 33: Lína 33:
*Íslendingabók.is.
*Íslendingabók.is.
*Garður.is.}}
*Garður.is.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 10. maí 2016 kl. 21:44

Laufey Sigurðardóttir húsfreyja á Fögrubrekku fæddist 2. september 1895 og lést 16. ágúst 1962.
Faðir hennar var Sigurður Pétur bóndi í Móakoti í Njarðvíkum, f. 9. júlí 1861, d. 1899, Sigurðsson á Kálfsá í Ólafsfirði og í Móakoti á Vatnsleysuströnd, f. 21. október 1830, d. 26. júní 1914, Sigurðssonar í Bakkakoti í Leiru á Reykjanesi, f. 22. október 1812, d. 20. nóvember 1830, og Herdísar húsfreyju, f. 1797 í Hegranesi í Skagafirði, Pétursdóttur.
Móðir Sigurðar Péturs og kona Sigurðar Sigurðssonar var Lilja húsfreyja, f. á Hrútshóli í Ólafsfirði 1836, d. 1902, Þórðardóttir bónda á Hrútshóli og Burstarbrekku þar 1835, f. 20. júní 1796, d. 13. maí 1863, Jónssonar og konu Þórðar, Margrétar Stefánsdóttur húsfreyju, f. 11. júlí 1809, d. 1847.

Móðir Laufeyjar og kona Sigurðar Péturs var Guðný húsfreyja, f. 12. ágúst 1861, d. 15. ágúst 1944, Jónsdóttir bónda á Skáney í Reykholtsdal og í Efrihrepp í Skorradal í Borgarfirði, f. 22. nóvember 1825, d. 3. júní 1863, Björnssonar bónda í Síðumúla í Hvítársíðu í Borgarfirði, f. 1784, d. 1. desember 1825, Jónssonar, og konu Björns í Síðumúla, Ingiríðar húsfreyju, f. 1782, Bjarnadóttur.
Móðir Guðnýjar og kona Jóns á Skáney var Ingibjörg húsfreyju, f. 27. nóvember 1828, Eyleifsdóttir (líka Eilífsdóttir) bónda og ekkjumanns á Grímarsstöðum í Andakíl, Borg., f. 7. ágúst 1788, d. 1. desember 1844, Jónssonar, og bústýru hans, síðar síðari konu hans, Unu , f. 8. janúar 1791, d. 2. júlí 1859, Ögmundsdóttur.

Faðir Laufeyjar lést er hún var fjögurra ára gömul. Fór hún þá í fóstur til hjónanna í Höskuldarkoti í Njarðvíkursókn, Sigurðar Hallssonar og Petrónellu Jónsdóttur. Við manntal 1910 var hún vinnukona í Reykjavík hjá Sæmundi Bjarnhéðinssyni forstöðulækni og konu hans Christophine Mikkeline yfirhjúkrunarkonu og forstöðukonu.
Laufey flutti til Eyja 1912 og réðst starfstúlka við Franska spítalann.
Þau Ársæll giftust á gamlársdag 1913. Húsið Fögrubrekku byggðu þau 1914 og bjuggu þar síðan.
„ Spakir menn hafa sagt, að vilji menn lifa lífinu sem réttast, þá sé reglan ákaflega einföld. —
Að skapa öðrum sem mesta gleði, en krefjast sem minnstrar gleði í sinn hlut. Ég þekki fáar manneskjur, sem nær hafa komizt þessari lífspeki en Laufeyju Sigurðardóttur. Því er það með mikinn þroska, sem hún heldur til næstu heimkynna, og eigi munu störf hennar þar reynast gæfuminni en þau, er hún vann hér í heimi.“ (Leifur Sveinsson í Mbl. 25. ágúst 1962).

Maður Laufeyjar (1913) var Ársæll Sveinsson útgerðarmaður og kaupmaður, f. 31. desember 1893, d. 14. apríl 1969.

Börn Laufeyjar og Ársæls:
1. Lárus, fæddur 9. maí 1914, dáinn 13. ágúst 1990.
2. Sveinn, fæddur 26. desember 1915, dáinn 3. febrúar 1968.
3. Guðrún Ársælsdóttir, fædd 6. mars 1920, dáin 21. september 1927.
4. Petrónella, fædd 26. maí 1921, dáin 30. október 2006.
5. Ásta Skuld Ársælsdóttir, f. 20. júní 1925, d. 6. mars 1928.
6. Ásta, fædd 4. nóvember 1929, dáin 2. nóvember 1977.
7. Leifur, fæddur 10. júlí 1931.
8. Lilja, fædd 22. apríl 1933.
9. Ársæll, fæddur 8. apríl 1936.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 25. ágúst 1962. Laufey Sigurðardóttir - Minning. Leifur Sveinsson.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.