„Bjarni Einar Magnússon“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
'''Bjarni Einar Magnússon''' var sýslumaður í Vestmannaeyjum frá árinu 1861 til ársins 1872. Hann var sonur Magnúsar beykis Gunnlaugssonar frá Flatey og Þóru Guðmundsdóttur Scheving. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Reykjavíkurskóla árið 1854. Hann tók próf í heimspeki frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1855 og tók síðan próf í lögfræði árið 1860. Kona hans var Hildur Solveig Bjarnadóttir og þau  eignuðust saman þrjá syni.
'''Bjarni Einar Magnússon''' var sýslumaður í Vestmannaeyjum frá árinu 1861 til ársins 1872. Hann var sonur Magnúsar beykis Gunnlaugssonar frá Flatey og Þóru Guðmundsdóttur Scheving. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Reykjavíkurskóla árið 1854. Hann tók próf í heimspeki frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1855 og tók síðan próf í lögfræði árið 1860. Kona hans var [[Hildur Solveig Thorarensen|Hildur Solveig Bjarnadóttir]] og þau  eignuðust saman þrjá syni.
[[Mynd:Bjarni E. Magnússon sýslumaður.jpg|thumb|150px|Bjarni E. Magnússon sýslumaður.]]


Bjarni lét sér annt um framfaramál Vestmannaeyinga. Hann gekkst fyrir stofnun [[Skipaábyrgðarfélag Vestmannaeyja|Skipaábyrgðarfélags Vestmannaeyja]] (síðar Bátaábyrgðarfélagið) ásamt fleirum félögum. Bjarni var einnig meðstofnandi að Lestrarfélagi Vestmannaeyja, sem síðar varð [[Bókasafn Vestmannaeyja]]. Á þessum tíma var um 30% ólæsi í Eyjum og var því þörf á að almenningi gæfist kostur á að hafa aðgang að bókum til að efla lestrarþjálfun sína, en árið 1884 var ólæsi komið niður í 12%.
Bjarni lét sér annt um framfaramál Vestmannaeyinga. Hann gekkst fyrir stofnun [[Skipaábyrgðarfélag Vestmannaeyja|Skipaábyrgðarfélags Vestmannaeyja]] (síðar Bátaábyrgðarfélagið) ásamt fleirum félögum. Bjarni var einnig meðstofnandi að Lestrarfélagi Vestmannaeyja, sem síðar varð [[Bókasafn Vestmannaeyja]]. Á þessum tíma var um 30% ólæsi í Eyjum og var því þörf á að almenningi gæfist kostur á að hafa aðgang að bókum til að efla lestrarþjálfun sína, en árið 1884 var ólæsi komið niður í 12%.
Lína 10: Lína 11:
* [[Guðlaugur Gíslason]]: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík. 1982.
* [[Guðlaugur Gíslason]]: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík. 1982.
}}
}}
[[Flokkur:Fólk]]
 
[[Flokkur:Sýslumenn]]
[[Flokkur:Sýslumenn]]

Núverandi breyting frá og með 19. mars 2016 kl. 14:11

Bjarni Einar Magnússon var sýslumaður í Vestmannaeyjum frá árinu 1861 til ársins 1872. Hann var sonur Magnúsar beykis Gunnlaugssonar frá Flatey og Þóru Guðmundsdóttur Scheving. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Reykjavíkurskóla árið 1854. Hann tók próf í heimspeki frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1855 og tók síðan próf í lögfræði árið 1860. Kona hans var Hildur Solveig Bjarnadóttir og þau eignuðust saman þrjá syni.

Bjarni E. Magnússon sýslumaður.

Bjarni lét sér annt um framfaramál Vestmannaeyinga. Hann gekkst fyrir stofnun Skipaábyrgðarfélags Vestmannaeyja (síðar Bátaábyrgðarfélagið) ásamt fleirum félögum. Bjarni var einnig meðstofnandi að Lestrarfélagi Vestmannaeyja, sem síðar varð Bókasafn Vestmannaeyja. Á þessum tíma var um 30% ólæsi í Eyjum og var því þörf á að almenningi gæfist kostur á að hafa aðgang að bókum til að efla lestrarþjálfun sína, en árið 1884 var ólæsi komið niður í 12%.

Fyrstu árin var bókakostur á safninu mjög fábreyttur, aðallega guðsorðabækur, rímur og fornsögur. Fáar bækur voru til á íslensku, en flestar á dönsku.

Bókasafnið er nú í Safnahúsi Vestmannaeyja.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík. 1982.