„Sigurlaug Björnsdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 18: | Lína 18: | ||
*Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996. | *Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996. | ||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Íslendingabók.is}} | *Íslendingabók.is}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Húsfreyjur]] | [[Flokkur: Húsfreyjur]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar í Ásbyrgi]] | [[Flokkur: Íbúar í Ásbyrgi]] |
Núverandi breyting frá og með 23. ágúst 2015 kl. 20:01
Sigurlaug Björnsdóttir húsfreyja og kennari fæddist 3. júní 1896 og lést 16. janúar 1923.
Faðir Sigurlaugar var Björn hreppstjóri og kennari á Syðri-Ey (síðar Brimnes) á Skagaströnd, f. 22. desember 1870 að Þverá í Hallárdal í A-Hún., d. 24. ágúst 1932, Árnason bónda og hreppstjóra á Þverá, f. 26. nóvember 1831, d. 6. október 1918, Jónssonar bónda á Syðri-Ey á Skagaströnd, Ólafssonar, og fyrri konu Jóns á Syðri-Ey, Sigríðar húsfreyju, f. 11. ágúst 1799, d. 16. maí 1856, Finnsdóttur.
Móðir Björns Árnasonar og kona Árna var Svanlaug húsfreyja, f. 7. október 1834, d. 6. janúar 1916, Björnsdóttir bónda og hreppstjóra á Þverá í Hallárdal, f. 4. september 1807, d. 19. júlí 1858, Þorlákssonar og konu Björns Þorlákssonar, Sigurlaugar Finnsdóttur, f. 1810, d. 4. desember 1884.
Móðir Sigurlaugar Björnsdóttur og fyrri kona Björns Árnasonar var Þórey húsfreyja á Syðri-Ey, f. 16. febrúar 1869, d. 22. mars 1914, Jónsdóttir Austfjörð prests á Klyppstað í Loðmundarfirði, f. 7. apríl 1810, d. 16. júní 1870, Jónssonar Schiölds bónda og vefara á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, f. 1771, d. 17. október 1827, Þorsteinssonar og konu Jóns vefara, Þóreyjar húsfreyju, f. 1772, d. 19. júlí 1843, Jónsdóttur.
Móðir Þóreyjar húsfreyju á Syðri-Ey og síðari kona sr. Jóns Austfjörð var Þórunn húsfreyja, f. 15. júní 1831, Magnúsdóttir prests í Kirkjubæ í Hróarstungu, f. 15. nóvember 1799, d. 1. maí 1893, Bergssonar, og fyrri konu sr. Magnúsar á Kirkjubæ, Vilborgar húsfreyju, f. 2. júlí 1804, d. 22. ágúst 1862, Eiríksdóttur.
Sigurlaug var í Kvennaskólanum á Blönduósi 1912-1914, tók kennarapróf 1919. Hún vann í Apótekinu í Eyjum.
Maður hennar, (25. apríl 1922), var Þorsteinn Johnson bóksali frá Jómsborg, f. 10. ágúst 1884, d. 16. júní 1959. Hún var 2. kona hans.
Barn Sigurlaugar og Þorsteins var:
Sigurlaug Þórey Johnson röntgen-hjúkrunarfræðingur, f. 3. nóvember 1922, d. 18. nóvember 2001. Maður hennar var sr. Jóhann Hermann Gunnarsson frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð, N-Múl., prestur á Skútustöðum í Mývatnssveit, f. 30. júní 1920, d. af slysförum 10. október 1951.
Barn þeirra er Ragnheiður gift Magnúsi Jóhannessyni verkfræðingi og ráðuneytisstjóra í umhverfisráðuneytinu.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.