„Helga Þorkelsdóttir (Þorkelshjalli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Helga Þorkelsdóttir''' vinnukona í Stóra-Gerði fæddist 6. september 1838 og lést 22. júlí 1857.<br> Foreldrar hennar voru [[Þorkell Einarsson (Þorkelsh...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 10: Lína 10:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Vinnukonur]]
[[Flokkur: Vinnukonur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 16. ágúst 2015 kl. 20:28

Helga Þorkelsdóttir vinnukona í Stóra-Gerði fæddist 6. september 1838 og lést 22. júlí 1857.
Foreldrar hennar voru Þorkell Einarsson tómthúsmaður í Þorkelshjalli og bóndi í Eystra-Þorlaugargerði, f. 1809, d. 6. febrúar 1853, og kona hans Þuríður Jónsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja, f. 21. maí 1815, d. 24. júlí 1850.

Systir Helgu var Guðrún Þorkelsdóttir húsfeyja í Fagurlyst, f. 10. janúar 1844, d. 14. október 1919.

Helga var með foreldrum sínum í Þorkelshjalli til 1850. Móðir hennar lést, er hún var 12 ára og faðir hennar, er hún var 15 ára.
Hún var „léttakind“ hjá Sigríði móðursystur sinni í Dölum 1851 og 1852, léttastúlka hjá henni á Vilborgarstöðum 1853 og 1854, fósturbarn, „léttakind“ þar 1855, „vinnukind“ í Gerði 1856, vinnukona þar við andlát 1857.
Hún lést 1857 „af Angina eða barkaþrengslum“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.