„Guðrún Magnúsdóttir (Gjábakka)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðrún Magnúsdóttir''' húsfreyja frá Gjábakka fæddist 1810 í Reykjavík og lést 23. maí 1866.<br> Foreldrar hennar voru Magnús Ólafsson Bergmann ver...) |
m (Verndaði „Guðrún Magnúsdóttir (Gjábakka)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 15. júlí 2015 kl. 16:14
Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja frá Gjábakka fæddist 1810 í Reykjavík og lést 23. maí 1866.
Foreldrar hennar voru Magnús Ólafsson Bergmann verslunarstjóri í Garðinum, f. 1774, d. 18. ágúst 1848, og kona hans Þórunn Teitsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1776, d. 14. ágúst 1830.
Guðrún var með fjölskyldu sinni í Kornhól og á Gjábakka í æsku og fluttist með henni að Skildinganesi 1823.
Hún giftist Einari Gunnlaugssyni 1832. Þau bjuggu á ýmsum jörðum í Borgarfirði, Leirá í Leirarsveit til 1833, á Grjóteyri í Andakíl 1833-1835, á Hvítárvöllum þar 1835-1839, í Efrihrepp í Skorradal 1839-1851, í Ásgarði í Andakíl 1851-1854 og á Læk í Leirársveit 1954-1866.
Magnús faðir hennar dvaldi hjá þeim síðustu ár sín, en hann dó þar 1848.
Guðrún lést 1866.
Maður Guðrúnar, (15. október 1832), var Einar Gunnlaugsson bóndi, f. 15. mars 1795, d. 19. maí 1866.
Þau voru barnlaus, en fóstruðu
1. Ásgeir Kristjánsson Möller bónda á Geldingaá og Læk, síðar silfursmiður í Reykjavík, f. 8. mars 1842 í Rvík, d. 18. júlí 1900. Hann var sonur Christians Möller kaupmanns í Reykjavík og Sigríðar Eiríksdóttur ógiftrar stúlku, síðar húsfreyja í Nauthól í Reykjavík, f. 19. desember 1812, d. 12. júní 1871.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.