Inga Rósa Arnardóttir
Inga Rósa Arnardóttir, fiskverkakona í Vinnslustöðinni, síðar starfsmaður á Hjúkrunar- og elliheimilinu Grund, fæddist 17. janúar 1966 í Keflavík og lést 22. janúar 2014.
Foreldrar hennar Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir, húsfreyja, f. 24. september 1947, og maður hennar Örn Wilhelm Randrup Georgsson, sjómaður, verkamaður, f. 15. janúar 1945, d. 10. júní 2015.
Þau Pétur Bóas giftu sig, eignuðust ekki börn saman.
Inga Rósa lést 2014.
I. Maður Ingu Rósu er Pétur Bóas Jónsson, f. 31. ágúst 1968. Foreldrar hans Jón Sigurðsson, f. 27. október 1942, og Guðbjörg Margrét Ásgeirsdóttir, f. 11. júlí 1945.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.