Óskar Hallgrímsson (Faxastíg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júní 2024 kl. 17:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júní 2024 kl. 17:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Hallgrímsson sjómaður, iðnverkamaður fæddist 13. apríl 1942 og lést 23. október 2021.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Júlíusson skipstjóri, f. 3. júlí 1906, drukknaði 7. janúar 1950, er Helgi VE-333 fórst, og Klara Tryggvadóttir húsfreyja, f. 1. október 1906 í Garpsdal í Hún., d. 9. október 1997.

Börn Klöru og Sigurðar:
1. Tryggvi Ágúst Sigurðsson vélstjóri, f. 16. febrúar 1931.
2. Arndís Birna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1932, d. 30. október 2018.
3. Garðar Sigurðsson alþingismaður, kennari, f. 20. nóvember 1933, d. 19. mars 2004.
Börn Klöru og Hallgríms:
4. Óskar Hallgrímsson sjómaður, iðnverkamaður, f. 13. apríl 1942, d. 23. október 2021.
5. Hallgrímur Hallgrímsson sjómaður, flugmaður, f. 4. febrúar 1944.

Óskar var sjómaður á fiskiskipum og fraktskipum. Síðan var hann iðnverkamaður í Straumsvík.
Þau Heiður bjuggu saman, eignuðust ekki börn. Þau skildu.
Þau Kolbrún giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Keilufelli 15 í Rvk. Þau skildu.

I. Sambúðarkona Óskars, skildu, er Heiður Helgadóttir blaðamaður, f. 19. febrúar 1940. Foreldrar hennar Helgi Hannesson bóndi á Rauðalæk í Holtum, Rang., f. 23. júní 1896, d. 23. apríl 1989, og sambúðarkona hans Margrét Sigurðardóttir, f. 22. júlí 1917, d. 3. mars 1987.

II. Kona Óskars, skildu, er Kolbrún Guðfinna Óskarsdóttir, f. 8. júlí 1949. Foreldrar hennar Óskar Haraldsson, f. 12. júlí 1920, d. 31. október 2017, og Þóra Þorsteinsdóttir, f. 26. mars 1927, d. 30. maí 2017.
Börn þeirra:
1. Hallgrímur Óskarsson, f. 17. júlí 1977.
2. Heimir Þór Óskarsson, f. 27. september 1980.
3. Hugrún Ósk Óskarsdóttir, f. 29. júlí 1984.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.