Valgerður Ólafsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. júní 2024 kl. 20:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. júní 2024 kl. 20:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Valgerður Björg Ólafsdóttir.

Valgerður Björg Ólafsdóttir frá Sandgerði, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 28. febrúar 1956.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ingimar Ögmundsson, f. 22. febrúar 1931, og Þorgerður Guðmundsdóttir, f. 25. janúar 1938.

Valgerður stundaði nám í Lýðháskólanum í Skálholti 1975, í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1976-1978, lauk námi í HSÍ í janúar 1982, varð síðar ljósmóðir.
Hún var hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Lsp 1982 til 1983, skurðdeild Borgarspítalans 1983, gjörgæsludeild Lsp janúar 1982 til 1986, Sjúkrahúsinu í Eyjum 1986 til 1988, gjörgæsludeild Lsp 1988 til 1989, vökudeild frá 1989. Hún hóf ljósmæðranám 1990, lauk því 1992, vann á Lsp 1992-1996, í Danmörku 1996-1999, í Eyjum 1999-2005, í Keflavík í um 10 ár, á Akranesi í 6 ár.
Þau Ásgrímur giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu. Þau Snæbjörn giftu sig 2019, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Eyjum 1988-1996, í Danmörku 1996-1999, í Eyjum 1999-2005, við Áshamar 61, búa við Steinás í Reykjanesbæ frá 2005.

I. Maður Valgerðar, (23. mars 1978, skildu), var Ásgrímur Grétar Jörundsson, f. 30. mars 1957. Foreldrar hans voru Jörundur Ármann Guðlaugsson frá Húsavík, áfengis- og vímuefnaráðgjafi, f. 20. október 1932, d. 8. nóvember 1996, og Katrín Valgerður Ásgrímsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, starfsmaður Landsímans og Póstsins f. 14. desember 1931, d. 23. febrúar 2009.
Barn þeirra:
1. Jörundur Ármann Ásgrímsson, f. 26. ágúst 1979, d. 7. október 2023.

II. Maður Valgerðar, (17. júlí 2019), er Snæbjörn Guðni Valtýsson, tölvunarfræðingur, f. 31. ágúst 1958.
Börn þeirra:
1. Þorgerður Anja Snæbjörnsdóttir, f. 27. nóvember 1992 í Rvk.
2. Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir, f. 5. desember 1994 í Rvk.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 4. mars 2009. Minning Katrínar Valgerðar.
  • Valgerður og Snæbjörn.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.