Jón Hauksson (lögmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. september 2024 kl. 17:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. september 2024 kl. 17:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Ingi Hauksson.

Jón Ingi Hauksson lögmaður fæddist 8. maí 1943 í Reykjavík og lést 6. júlí 2008.
Foreldrar hans voru Haukur Halldórsson húsgagnasmiður, kaupmaður, f. 8. júlí 1909, d. 8. mars 1987, og kona hans Ingunn Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1907, d. 11. júlí 1981.

Jón var með foreldrum sínum á Selfossi í æsku.
Hann var skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár, lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Laugarvatni 1964, lauk lögfræðiprófi í Háskóla Íslands 1970, fékk réttindi héraðsdómslögmanns 1975.
Jón stundaði sjómennsku á sumrum á námsárum sínum, flutti til Eyja 1970, var fulltrúi bæjarfógeta frá 1. júní 1970, skipaður aðalfulltrúi frá ársbyrjun 1973-ársloka, var fulltrúi í dóms-og kirkjumálaráðuneytinu 1974-1975.
Frá 1975 rak hann lögfræðistofu í Eyjum, var stundakennari í sjórétti í Stýrimannaskólanum í Eyjum frá 1971.
Jón sat í stjórn Stúdentafélags jafnaðarmanna á háskólaárum sínum, var í stjórn Bridgefélags Vestmannaeyja og Golfklúbbs Vestmannaeyja, var skoðunarmaður reikninga Vestmannaeyjabæjar, sat í yfirkjörstjórn til sveitarfélags- og alþingiskosninga. Hann var virkur í störfum Alþýðuflokksins, Samfylkingar og stjórnmálaflokkum þeim tengdum í Vestmannaeyjum.
Þau Svala giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 15 við Gosið 1973, síðar á Haukabergi við Vestmannabraut 11.
Jón Ingi lést 2008.

I. Kona Jóns Inga, (21. september 1968), var Svala Guðný Vatnsdal Hauksdóttir frá Vatnsdal, húsfreyja, verslunarmaður, leiðbeinandi, f. þar 4. ágúst 1939, d. 11. september 2020.
Börn þeirra:
1. Haukur Jónsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, f. 31. janúar 1967. Fyrrum sambúðarkona hans Kristbjörg Jónsdóttir. Kona hans Björg Jóhannsdóttir.
2. Bjarki Jónsson pípulagningamaður í Reykjavík, f. 5. mars 1971. Kona hans Ósk Gunnarsdóttir.
3. Jóhanna Inga Jónsdóttir matartæknir við Leikskólann á Sóla, f. 3. mars 1972. Maður hennar Hólmgeir Austfjörð.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.