Inga Ingibergsdóttir (Sandfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Inga Hallgerður Ingibergsdóttir, húsfreyja fæddist 21. maí 1937 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 og lést 12. desember 1990.
Foreldrar hans voru Ingibergur Gíslason frá Sjávargötu á Eyrarbakka, skipstjóri, f. 16. janúar 1897, d. 15. janúar 1987, og fyrri kona hans Árný Guðjónsdóttir frá Sandfelli, húsfreyja, f. þar 8. september 1906, d. 10. ágúst 1943.
Fósturmóðir Matthíasar og síðari kona Ingibergs var Lovísa Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1910, d. 29. maí 2000.

Börn Árnýjar og Ingibergs:
1. Þorvaldur Ingibergsson, f. 7. október 1926 á Sandfelli, d. 15. ágúst 1927.
2. Guðjón Ingibergsson sjómaður, f. 25. september 1928 á Þorvaldseyri, d. 16. nóvember 1989.
3. Jónína Margrét Ingibergsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 5. júní 1931 á Grímsstöðum, d. 8. desember 2014.
4. Matthías Ingibergsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. janúar 1933 á Grímsstöðum, d. 31. október 2006.
5. Inga Hallgerður Ingibergsdóttir , f. 21. maí 1937 í Langa-Hvammi, síðast í Hrísey, d. 12. desember 1990.
6. Árný Ingibjörg Ingibergsdóttir, f. 20. júní 1943 á Sandfelli, d. 2. maí 1989.
Börn Ingibergs og Lovísu Guðrúnar:
7. Guðrún Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1944 á Sandfelli.
8. Guðmunda Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1948 á Sandfelli.

Inga var með foreldrum sínum í fyrstu, en hún missti móður sína 1943. Hún var fóstruð hjá Karel Gíslasyni, rakarameistara í Rvk, föðurbróður sínum, f. 17. júní 1894, d. 14. janúar 1950, og konu hans Aldísi Kristjánsdóttur, húsfreyju, f. 14. september 1912, d. 9. ágúst 1990.

Þau Heiðar giftu sig 1955, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu við Vesturveg 11 og 34, og Skólaveg 12, en síðast í Hrísey í Eyjafirði.
Heiðar lét 1979 og Inga 2000.

Maður Ingu, (31. desember 1955), var Sigvaldi Heiðar Árnason verkamaður, sjómaður, f. 4. september 1933, d. 10. janúar 1979.
Börn þeirra:
1. Árný Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 2. apríl 1955 í Eyjum.
2. Guðný Kristín Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 14. apríl 1956 að Vesturvegi 11.
3. Þorvaldur Heiðarsson, vélstjóri, f. 11.janúar 1958 að Vesturvegi 34.
4. Lovísa Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 23. október 1959 á Sj.
5. Ingibjörg Heiðarsdóttir, f. 16. desember 1960 að Vesturvegi 34.
6. Edda Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 21. apríl 1964 í Eyjum.
7. Karel Heiðarsson, vistmaður á Sólborg á Akureyri, f. 15. maí 1968 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.