Elías Eyberg Ólason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elías Eyberg Ólason bifvélavirki á Hvolsvelli fæddist 26. september 1930.
Foreldrar hans voru Óli Kristinn Frímannsson frá Deplum í Fljótum, Skag., skósmiður, söðlasmiður, f. 22. apríl 1904, d. 18. nóvember 1986, og Sólveig Þóranna Eysteinsdóttir frá Tjarnarkoti í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 20. ágúst 1908, d. 11. maí 1994.

Börn Sólveigar og Óla:
1. Ottó Eyfjörð Ólason, bifreiðastjóri, listmálari, ljósmyndari á Hvolsvelli, f. 19. ágúst 1928 í Eskihlíð, d. 31. maí 2009. Kona hans Guðrún Fjóla Guðlaugsdóttir.
2. Elías Eyberg Ólason bifvélavirki á Hvolsvelli, f. 26. september 1930 í Eskihlíð. Kona hans Sigrún Fríður Pálsdóttir, látin.
Börn Sólveigar og Karls Péturssonar, síðari manns hennar:
3. Auður Karlsdóttir bóndi, kennari á Skammbeinsstöðum, f. 5. nóvember 1938. Maður hennar Sveinn Matthías Andrésson.
4. Pétur Viðar Karlsson bifvélavirki á Selfossi, f. 13. aðpríl 1941, d. 17. febrúar 2007. Kona hans Brynhildur Tómasdóttir.

Þau Sigrún Fríða giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hvolsvelli.

I. Kona Elíasar Eybergs var Sigrún Fríður Pálsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, húsfreyja, verslunarmaður, talsímakona, f. 31. mars 1932, d. 8. október 2010. Foreldrar hennar Páll Nikulásson bóndi, f. 27. september 1899, d. 30. októbrer 1968, og Helga Metúsalemsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1907, d. 12. júní 1980.
Börn þeirra:
1. Sólveig Elíasdóttir, f. 18. mars 1956.
2. Páll Elíasson, f. 31. janúar 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.