Þorsteinn Pálmar Matthíasson
Þorsteinn Pálmar Matthíasson, Baadermaður í Vinnslustöðinni, síðan fiskverkamaður á Höfn í Hornafirði, fæddist 22. júlí 1943.
Foreldrar hans voru Matthías Guðlaugur Jónsson, klæðskeri, f. 20. nóvember 1891, d. 25. janúar 1977, og kona hans Unnur Pálsdóttir, húsfreyja, forstöðukona, f. 3. mars 1911, d. 12. maí 2000.
Börn Unnar og Matthíasar:
1. Guðgeir Matthíasson verkamaður, sjómaður, listamaður, f. 14. desember 1940, d. 15. febrúar 2022.
2. Þorgerður Matthíasdóttir, f. 28. febrúar 1942, d. 12. maí 1942.
3. Þorsteinn Pálmar Matthíasson Baadermaður í Vinnslustöðinni, síðan fiskverkamaður á Höfn í Hornafirði, f. 22. júlí 1943.
Þau Guðný Helga gift sig, eignuðust fjögur börn. Þau búa á Höfn.
I. Kona Þorsteins Pálmars er Guðný Helga Örvar, húsfreyja, starfsmaður Póstsins, fiskverkakona, f. 20. júní 1946. Foreldrar hennar Charles Henry Gharst , og Elísabet Fjóla Kristófersdóttir, f. 24. nóvember 1925, d. 28. ágúst 2004.
Börn þeirra:
1. Þorgerður Helga Þorsteinsdóttir, f. 16. nóvember 1964.
2. Elísabet Guðmunda Þosteinsdóttir, f. 3. ágúst 1967.
3. Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, f. 26. febrúar 1971.
4. Anna Þorsteinsdóttir, f. 21. október 1974.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Þorsteinn.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.