Vilmundur Guðmundsson (vélstjóri)
Vilmundur Guðmundsson frá Hafranesi við Reyðarfjörð, vélstjóri fæddist 3. september 1907 á Fáskrúðsfirði og drukknaði 25. október 1934.
Foreldrar hans voru Guðmundur Gunnarsson, f. 21. október 1884, d. 17. október 1965, og Vilborg Árnadóttir, f. 25. september 1875, d. 13. september 1907.
Fósturforeldrar hans voru Níels Finnsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir hjón á Hafranesi.
Móðir Vilmundar lést skömmu eftir fæðingu hans. Hann fór í fóstur að Hafranesi, var þar 1910 og 1920.
Hann flutti til Eyja frá Reyðarfirði 1930, bjó með Guðrúnu í Laufási við Austurveg 5 á því ári. Þau eignuðust barn 1931. Það dó 1931. Þau eignuðust Elsu Guðbjörgu í Skálhholti-eldra við Landagötu 22 1932.
Vilmundur reri til veiða á Sigurði Péturssyni frá Siglufirði fimmtudaginn 25. október 1930 og spurðist ekki til bátsins síðan.
I. Sambúðarkona Vilmundar var Guðrún Björnsdóttir frá Fagurhóli í A.-Landeyjum, húsfreyja, saumakona, f. 26. október 1903 í Káragerði í Landeyjum, d. 10. febrúar 1975.
Börn þeirra.
1. Kristbjörn Vilmundarson, f. 1931, d. 1931.
2. Elsa Vilmundardóttir jarðfræðingur, f. 27. nóvember 1932, d. 23. apríl 2008.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.