Guðrún Björnsdóttir (Skálholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Björnsdóttir frá Fagurhóli í A.-Landeyjum, húsfreyja, saumakona fæddist 26. október 1903 á Káragerði í V.-Landeyjum og lést 10. febrúar 1975.
Foreldrar hennar voru Björn Einarsson frá Kúfhóli í A.-Landeyjum, bóndi lengst í Fagurhóli, f. 19. júní 1863, d. 17. apríl 1941 í Fagurhóli, og kona hans Kristín Þórðardóttir frá Lýtingsstöðum í Holtum, húsfreyja, f. 4. nóvember 1870, d. 2. október 1940.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, í Fagurhóli 1910 og 1920.
Hún flutti til Eyja 1930, var með Vilmundi í Laufási við Austurveg 5 á því ári. Þau eignuðust barn 1931, en það lést á því ári. Þau bjuggu í Skálholti við Landagötu 22 við fæðingu Elsu 1932.
Vilmundur fórst með bátnum Sigurði Péturssyni frá Siglufirði 25. október 1934.
Guðrún fór til foreldra sinna að Fagurhóli í Landeyjum, var þar með Elsu 1935, var vinnukona þar 1937, fór þaðan 1938, en Elsa dóttir hennar var þar í fóstri til 1940, en móðurforeldrar hennar létust 1940 og 1941. Hún fór þá með móðursystur sinni að Bollakoti í Fljótshlíð, var þar í 4 ár, en fór þá til móður sinnar í Reykjavík. Guðrún var saumakona í Reykjavík, síðast í Hrauntungu 69 í Kópavogi.
Hún lést 1975.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.