Vilhjálmur Bjarnason (bankastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vilhjálmur Bjarnason.

Vilhjálmur Bjarnason útibússtjóri, fyrrv. alþingismaður, hagfræðingur fæddist 20. apríl 1952 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Bjarni Vilhjálmsson frá Hátúni á Nesi í Norðfirði, kennari, þjóðskjalavörður, f. 12. júní 1915, d. 2. mars 1987, og kona hans Kristín Eiríksdóttir frá Hesteyri í Jökulfjörðum, húsfreyja, saumakona, f. 15. mars 1916, d. 4. september 2009.

Vilhjálmur lauk landsprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1968, varð stúdent í M.H. 1972, cand.oecon. (viðskiptafræði) í H.Í. 1977, sótti námskeið hjá I.B.M. 1972-1973, lauk MBA-prófi í Rutgers University í New Jersey 1997. Hann lauk öllum prófum til atvinnuflugs og blindflugs 1973.
Hann vann unglingur eitt sumar í Ísfélaginu.
Vilhjálmur var stundakennari í Póstmannaskólanum haustið 1975, í Bankamannaskólanum 1977-1979, í Kvennaskólanum í Rvk 1978-1979, í Stýrimannaskólanum í Rvk september- desember 1987, var kennari við Iðnskólann í Reykjavík 1989–1995.
Vilhjálmur var kennari í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 1998- og áfram, adjunkt (stundakennari) til 2008, lektor (aðstoðarprófessor) frá 1. janúar 2009.
Vilhjálmur vann á reiknistofu Raunvísindadeildar H.Í. 1972-1973, í Seðlabankanum sumurin 1974 og 1976 og hluta úr vetrum. Hann vann í hagdeild og útibúaeftirlit Útvegabanka Íslands 1977-1979, var útibússtjóri Útvegsbankans í Eyjum 1980-1987, vann hjá Kaupþingi hf., kröfukaup 1987-1988.
Vilhjálmur var forstöðumaður verðbréfamarkaðar Fjárfestingafélagsins 1991–1993, verðbréfamiðlari með eigin rekstur 1993-1995, var í bankaeftirliti Seðlabanka Íslands sumurin 1995 og 1996, sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun og síðar Hagstofu Íslands 2000–2007, sat í stjórn samtaka fjárfesta 2000-2014 og aftur í stjórn 2015, framkvæmdastjóri þeirra 2007–2014. Hann var í varastjórn Samtaka sparifjáreigenda 2014-2016, í stjórn frá 2016, sat í prófnefnd bílasala, formaður skipaður af viðskiptaráðherra, 1999-2012, í stjórn Bankasýslu ríkisins, 2017. Hann sat í ýmsum nefndum á vegum viðskiptaráðuneytisins 2009-2013 þar sem unnið var að innleiðingu á breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfasjóði, var verkefnastjóri í Seðlabanka Íslands ágúst 2018-ágúst 2019, sat í nefnd, sem menntamálaráðherra skipaði, til að minnast þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar, þjóðsagnasafnara og landsbókavarðar. Nefndin var skipuð í ársbyrjun 2019 og hefur lagt fram áætlun um verkefni og ráðstefnur. Hann sótti ráðstefnu á Skagaströnd hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Þá sat hann í Safnaráði 2021, formaður, skipaður af menntamálaráðherra, í stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands 2022, varamaður í stjórn Konrad Maurer félagsins, 2018, formaður í stjórn áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla, 2019. Hann var félagskjörinn skoðunarmaður Hins íslenska biblíufélags 2011-2016.
Vilhjálmur var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 2013-2016, endurkosinn 2016, lét af þingmennsku eftir kosningar 2017. Hann sat í efnahags- og viðskiptanefnd 2013-2017, í utanríkismálanefnd 2013-2016 og 2017, sat í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2013-2016 og 2017, í þingmannanefnd Íslands og ESB 2013-2016 .
Ritstörf og málstofur:
Endurkaup Seðlabanka Íslands á afurða- og rekstarlánum, prófritgerð (óprentuð), 1977.
Central Bank of Iceland and European Central Bank. Ritgerð í námi Vilhjálms í Bandaríkjunum haustið 1996.
Anomie and Timing, í International Journal of Business and Social Science, riti Radford University, Virginia í Bandaríkjunum, 2014.
Fyrirgefning, sáttargjörð sársauka og vonar, í Skálholti, riti Þjóðkirkjunnar.
Málstofur vorið 2013 í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands:
Markaðshyggja Halldórs Kiljan Pierre Marie Laxness.
Myndlist og markaður.
Málstofur vorið 2013 í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands:
Ráðstefnurit í félagsvísindum 2012:
Siðrof og tímasetning þess.
Ráðstefnurit í félagsvísindum 2011:
Eignarhaldsfélög og markaðsmisnotkun í aðdraganda hruns fjármálakerfis.
Ráðstefnurit í félagsvísindum 2010:
Íbúðalánasjóður og áhættustýring.
Ráðstefnurit í félagsvísindum 2008:
„Stock options for executives“.
Ráðstefnurit í félagsvísindum 2007:
„F I S I M, reiknuð bankaþjónusta, aðferðir, sem beitt er“.
Ráðstefnurit í félagsvísindum 1999:
Eignarskattur á peningalegar eignir.
Málstofur um „Myndlist og markað“ og um „Markaðshyggju Halldórs Kiljan Laxness“ í Háskóla Íslands vorið 2013.
Erindi á vegum K F U M:
Guð, mammon og Calvin, 2019, síðar flutt á vegum trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands.
Vilhjálmur hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit, m.a. um málefni fjármálamarkaða, vístölubætur og skyldusparnað ungmenna, um stjórnmál, m.a. í Vísbendingu, tímariti um efnahagsmál, Þjóðhagsstofnun, Lesbók Morgunblaðsins, Morgunblaðið og í erindi í Málstofum Háskóla Íslands og víðar.

Þau Sigríður Ásta giftu sig 1974, skildu barnlaus.
Þau Auður María giftu sig 1980, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Illugagötu 41.

I. Kona Vilhjálms, (24. nóvember 1974, skildu), Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir skrifstofumaður, f. 4. janúar 1950. Foreldrar hennar Hallgrímur Jónsson málarameistari og símstöðvarstjóri á Vatneyri í Patreksfirði, f. 18. desember 1910, d. 21. september 1984, og kona hans Valgerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1919, d. 27. desember 1996.
Þau voru barnlaus.

II. Kona Vilhjálms, (26. júlí 1980),er Auður María Aðalsteinsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 19. desember 1951. Foreldrar hennar Aðalsteinn Jóhannsson tæknifræðingur, vélfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 6. ágúst 1913, d. 12. júní 1998, og kona hans Hulda Óskarsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1919.
Börn þeirra:
1. Hulda Guðný Vilhjálmsdóttir, f. 16. nóvember 1981.
2. Kristín Martha Vilhjálmsdóttir, f. 16. nóvember 1981.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Alþingi. Alþingismenn, æviágrip.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Vilhjálmur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.