Vilborg Kláusdóttir
Vilborg Kláusdóttir á Ofanleiti, húsfreyja fæddist um 1620.
Foreldrar hennar voru Kláus Eyjólfsson lögréttumaður, sýslumaður f. 1584, og kona hans Ingibjörg Þorleifsdóttir frá Voðmúlastöðum í Landeyjum, húsfreyja.
I. Maður Vilborgar var Pétur Gissurarson prestur að Ofanleiti, f. um 1600, d. fyrir 1691.
Börn þeirra:
1. Gissur Pétursson prestur að Ofanleiti, f. 1651, d. 16. apríl 1713. Fyrri kona hans Sigríður Eyjólfsdóttir. Síðari kona hans Helga Þórðardóttir.
2. Guðrún Pétursdóttir, f. um 1655.
3. Arngrímur Pétursson prestur á Kirkjubæ, f. um 1660, d. 1742. Fyrri kona hans Sigrún Ólafsdóttir. Síðari kona hans Ragnheiður Markúsdóttir.
4. Gísli Pétursson, myrtur 1692 í Eyjum.
5. Emerentíana Pétursdóttir húsfreyja, f. um 1665. Maður hennar Ólafur Árnason sýslumaður.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.