Vignir Traustason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Vignir Traustason sjómaður, stýrimaður, hafnsögumaður fæddist 20. september 1967 á Seyðisfirði.
Foreldrar hans voru Trausti Magnússon skipstjóri, f. 28. ágúst 1928 á Seyðisfirði, d. 8. maí 2013, og kona hans Þórdís Jóna Óskarsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1934 á Seyðisfirði, d. 9. nóvember 2022.

Vignir nam í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1987-1989.
Hann var stýrimaður á Breka og Gullberginu, síðan á Akureyrinni EA, Margréti EA, Oddeyrinni EA og Júpíter ÞH.
Hann hefur verið hafnsögumaður á Akureyri í 20 ár.
Þau Aldís María giftur sig 1996, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Vignis, (1. júní 1996), er Aldís María Karlsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 11. desember 1962.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Ragnar Vignisson lögreglumaður, f. 2. júlí 1992. Sambúðarkona hans Embla Rún Hakadóttir.
2. Valdís Frímann Vignisdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 23. október 1993. Sambúðarmaður hennar Gunnar Sveinn Rúnarsson.
3. Hafþór Már Vignisson viðskiptafræðinemi, atvinnumaður í handbolta, f. 25. maí 1999. Sambúðarkona hans Ólöf Marín Hlynsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.