Vigdís Eyjólfsdóttir (Hlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vigdís Eyleif Eyjólfsdóttir frá Snjallsteinshöfðahjáleigu (nú Árbakki) í Landsveit, Rang., húsfreyja fæddist þar 26. ágúst 1893 og lést 3. maí 1977.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Þorleifsson bóndi, f. 13. september 1863 í Finnshúsi í Fljótshlíð, d. 1. janúar 1919, og kona hans Guðrún Einarsdóttir frá Gunnarsholti á Rangárvöllum, húsfreyja, f. þar 8. september 1849, d. 23. ágúst 1894.

Vigdís var skamma stund með foreldrum sínum, því móðir hennar lést er Vigdís var eins árs. Hún var hjá Guðbjörgu föðursystur sinni og húsfreyju í Múlakoti 1901 og 1910, fékk skólun á prestsetrinu í Odda.
Þau Maríus fluttu til Eyja 1915, hún frá Múlakoti, hann frá Ormskoti. Þau giftu sig í Eyjum á því ári, eignuðust sjö börn alls, þrjú í Eyjum. Þau misstu tvö börn í æsku þeirra. Þau bjuggu í Hlíð, á Sæbergi og í Breiðholti. Þau fluttu til Reykjavíkur 1920, bjuggu síðast í Meðalholti 8.
Vigdís lést 1977 og Maríus 1983.

I. Maður Vigdísar Eyleifar, (8. maí 1915), var Maríus Jóhannsson sjómaður, f. 5. júní 1891, d. 1. nóvember 1983.
Börn þeirra:
1. Eyþór Elías Maríusson, f. 18. september 1916 í Hlíð, d. sama ár.
2. Ásta Maríusdóttir, f. 20. febrúar 1918 á Sæbergi, d. 12. maí 2007. Maður hennar Páll Valdimarsson.
3. Elín Maríusdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 4. ágúst 1919 í Breiðholti, d. 31. október 2007. Maður hennar Ólafur Björn Guðmundsson.
4. Eyrún Maríusdóttir f. 21. júní 1923 í Reykjavík, d. 18. janúar 1999. Maður hennar Haraldur Pálsson.
5. Már Maríusson, f. 22. apríl 1926 í Reykjavík, d. 29. mars 1936.
6. Guðbjörg Lilja Maríusdóttir, f. 19. febrúar 1929 í Reykjavík. Maður hennar Jón I. Bjarnason, látinn.
7. Jóhann Már Maríusson, f. 16. nóvember 1935 í Reykjavík. Kona hans Sigrún Gísladóttir.


Heimildir

  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.