Elín Maríusdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Elín Maríusdóttir.

Elín Maríusdóttir húsfreyja, ritari í Reykjavík fæddist 6. ágúst 1919 í Breiðholti og lést 31. október 2007.
Foreldrar hennar voru Maríus Jóhannsson sjómaður, f. 5. júní 1891 í Ormskoti u. Eyjafjöllum, d. 1. nóvember 1983, og kona hans Vigdís Eyleif Eyjólfsdóttir frá Múlakoti í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 26. ágúst 1893 í Snjallsteinshöfðahjáleigu (nú Árbakki) í Landsveit, Rang., d. 3. maí 1977.

Börn Vigdísar og Maríusar:
1. Eyþór Elías Maríusson, f. 18. september 1916 í Hlíð, d. sama ár.
2. Ásta Maríusdóttir, f. 20. febrúar 1918 á Sæbergi, d. 12. maí 2007. Maður hennar Páll Valdimarsson, látinn.
3. Elín Maríusdóttir, f. 4. ágúst 1919 í Breiðholti, d. 31. október 2007. Maður hennar Ólafur Björn Guðmundsson.
4. Eyrún Maríusdóttir f. 21. júní 1923 í Reykjavík, d. 18. janúar 1999. Maður hennar Haraldur Pálsson.
5. Már Maríusson, f. 22. apríl 1926 í Reykjavík, d. 29. mars 1936.
6. Guðbjörg Lilja Maríusdóttir, f. 19. febrúar 1929 í Reykjavík. Maður hennar Jón I. Bjarnason, látinn.
7. Jóhann Már Maríusson, f. 16. nóvember 1935 í Reykjavík. Kona hans Sigrún Gísladóttir.

Elín var með foreldrum sínum í æsku, í Breiðholti, flutti með þeim til Reykjavíkur 1920.
Hún lauk verslunarprófi í Verslunarskóla Íslands 1937.
Elín vann skrifstofu- og ritarastörf.
Þau Ólafur Björn giftu sig 1946, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu lengst í Langagerði 96 í Reykjavík.
Elín lést 2007 og Ólafur Björn 2008.

I. Maður Elínar, (23. júní 1946 í skrúðgarðinum í Múlakoti), var Ólafur Björn Guðmundsson frá Tungu í Gönguskörðum í Skagafirði, yfirlyfjafræðingur, f. 23. júní 1919, d. 27. ágúst 2008. Foreldrar hans voru Guðmundur Björnsson bóndi í Tungu, síðar á Sauðárkróki, f. 20. júlí 1894 á Veðramóti í Gönguskörðum, d. 8. apríl 1956, og kona hans Þórey Ólafsdóttir húsfreyja, síðar á Sauðárkróki, f. 23. ágúst 1895 í Höfnum á Skaga, d. 17. nóvember 1945.
Börn þeirra:
1. Björn Már Ólafsson læknir, f. 24. september 1947. Kona hans Sigríður Ólafsdóttir.
2. Þórey Vigdís Ólafsdóttir félagsráðgjafi, sálfræðingur, kennari, rithöfundur, f. 30. desember 1949, d. 19. maí 2017. Maður hennar Guðmundur Eiríksson.
3. Maríus Ólafsson, f. 5. júní 1955. Kona hans Helga Sigurðardóttir.
4. Elín Soffía Ólafsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1957. Maður hennar Gylfi Magnússon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.