Victor Kristján Jacobsen (Sæbóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Victor Kristján Jacobsen skipstjóri fæddist 20. júlí 1918 á Eiðinu og lést 12. desember 1991.
Foreldrar hans voru Foreldrar hans voru Jóhann Victor Jacobsen skipstjóri, útgerðarmaður, bræðslumaður, síðar bræðslustjóri í Reykjavík, (finnskur að uppruna), f. 15. júní 1878, d. 2. nóvember 1956, og kona hans Kristín Benedikta Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1892, d. 24. júlí 1975.

Börn Kristínar og Victors:
1. Victor Kristján Jakobsen skipstjóri í Reykjavík, f. 20. júlí 1918, d. 12. desember 1991.
2. Leander Jacobsen bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 4. ágúst 1921, d. 14. ágúst 1971.
3. Jóel Blomquist Jacobson íþróttakennari, ökukennari, húsvörður, f. 15. apríl 1924, d. 26. maí 1991.

Victor var með foreldrum sínum, á Eiðinu og á Sæbóli við Strandveg 50, flutti með þeim til Reykjavíkur um 1929.
Hann stundaði snemma sjómennsku, var hjálparkokkur á Max Pemperton og var ýmist á sjó eða hjá föður sínum, sem rak lifrarbræðslu, bæði í Reykjavík og á Ingólfsfirði. Á stríðsárunum var hann leigubílstjóri. Hann keypti ásamt öðrum ,,Svíþjóðarbát“ 1947 og nefndu Otur. Victor var vélstjóri á honum meðan þeir áttu hann. Hann keypti ásamt öðrum Þóri RE 194 1952 og nýjan Þóri, stálskip smíðað í Stálvík, ráku þann bát til 1979. Victor varð skipstjóri á hafnarbátnum hjá Reykjavíkurhöfn 1962 og gegndi því starfi til 1984, er hann hætti vegna vanheilsu.
Hann eignaðist barn með Ingibjörgu 1942.
Þau Hildur Ísfold giftu sig 1950, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu alla tíð á Nesvegi 43.
Victor lést 1991.

I. Barnsmóðir Victors var Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. 25. júní 1917, d. 7. febrúar 1987.
Barn þeirra:
1. Victor Jóhann Jacobsen bifreiðastjóri, f. 22. maí 1942, d. 26. júlí 2015. Kona hans Þórhildur Ólafsdóttir.

II. Kona Victors, (2. maí 1950), var Hildur Ísfold Steingrímsdóttir hárgreiðslukona, skrifstofumaður, f. 2. mars 1926 á Sveinsstöðum við Nesveg, d. 31. janúar 2004. Foreldrar hennar voru Steingrímur Sveinsson verkstjóri, f. 18. febrúar 1888, d. 6. janúar 1986, og Gunnhildur Sigurjónsdóttir, f. 23. september 1902, d. 5. maí 1984.
Börn þeirra:
1. Steingrímur Viktorsson kjötiðnaðarmaður í Hveragerði, f. 20. september 1949. Kona hans Arnfríður Kristín Ólafsdóttir.
2. Hilmar Kristján Victorsson Jacobsen viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 12. september 1952. Kona hans Matthildur Þorláksdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.