Jóel Blomquist Jacobson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóel Blomquist Jakobson íþróttakennari, ökukennari, húsvörður fæddist 15. apríl 1924 að Sæbóli við Strandveg 50 og lést 26. maí 1991.
Foreldrar hans voru Jóhann Victor Jacobsen skipstjóri, útgerðarmaður, skipstjóri, síðar bræðslustjóri í Reykjavík, (finnskur að uppruna), f. 15. júní 1878, d. 2. nóvember 1956, og kona hans Kristín Benedikta Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1892, d. 24. júlí 1975.

Börn Kristínar og Victors:
1. Victor Kristján Jakobsen skipstjóri í Reykjavík, f. 19. júlí 1918, d. 12. desember 1991.
2. Leander Jakobsen bifreiðastjóri, f. 4. ágúst 1921, d. 14. ágúst 1971.
3. Jóel Blomquist Jacobson íþróttakennari, ökukennari, húsvörður, f. 15. apríl 1924, d. 26. maí 1991.

Jóel var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur um 1929.
Hann kenndi íþróttir, var ökukennari og húsvörður hjá Glímufélaginu Ármanni.
Hann eignaðist barn með Guðborgu 1946.
Þau Málfríður giftu sig 1951, eignuðust tvö börn.
Jóel lést 1991 og Málfríður 2019.

I. Barnsmóðir Jóels var Guðborg Guðmundsdóttir Blöndal, f. 7. október 1926, d. 1. desember 1992.
Barn þeirra:
1. Hörður Blöndal Björnsson, f. 10. febrúar 1946. Kona hans Sólveig Gísladóttir.

II. Kona Jóels, (1951), var Málfríður Bergljót Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, starfsmaður á sambýli, f. 12. apríl 1928 að Arnarstöðum í Presthólahreppi, N.-Þing., d. 16. júlí 2019 á hjúkrunarheimilinu Eir. Foreldrar hennar voru Jón Tómasson, frá Blikalóni á Melrakkasléttu, f. 13. september 1883, d. 5. mars 1974, og kona hans Guðrún Antonía Jónsdóttir frá Núpi í Berufirði, S.-Múl., húsfreyja, f. 3. apríl 1890, d. 1. janúar 1974.
Börn þeirra:
2. Richard Blomquist Jacobson, f. 5. ágúst 1951. Barnsmóðir hans Ásgerður Garðarsdóttir.
3. Jóhann Blomquist Jakobson, f. 2. september 1957. Kona hans Ingunn Steina Ericsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.