Trausti Sigurðsson (Hæli)
Trausti Sigurðsson frá Hæli, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, starfsmaður ÍSALS fæddist á Hæli 14. desember 1932 og lést 22. maí 2019.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson járnsmiður, f. 11. maí 1889, d. 25. apríl 1974, og kona hans Anna Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1898, d. 11. september 1984.
Börn Önnu og Sigurðar:
1. Trausti Sigurðsson stýrimaður, starfsmaður ÍSALS, f. 14. desember 1932 á Hæli.
2. Brynja Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. júní 1934 á Hæli, d. 23. september 2011.
Börn Önnu og Margeirs fyrri manns hennar:
3. Sigurþór Margeirsson bifreiðastjóri, bifvélavirkjameistari, forstjóri Hafrafells, f. 27. október 1925 á Kalastöðum á Stokkseyri, d. 22. ágúst 2002.
4. Sigurður Valdimar Ragnar Margeirsson, f. 17. ágúst 1928 á Hæli, d. 5. mars 1931.
5. Guðrún Margeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 25. ágúst 1929 á Hæli.
Trausti var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk vélstjóraprófi frá Fiskifélagi Íslands 1950 og stýrimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1954.
Hann var til sjós, háseti, vélstjóri, stýrimaður og skipstjóri í 23 ár.
Eftir Gos vann hann hjá Sigurþóri bróður sínum í Hafrafelli við bifreiðaviðgerðir í 5-6 ár, síðan hjá ÍSAL í Straumsvík í 21 ár, til starfsloka.
Þau Herborg giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu fyrsta árið á Fagrafelli, Hvítingavegi 5, síðan eitt ár á Ásavegi 16. Þau keyptu Brimhólabraut 5 og bjuggu þar 1963 til Goss.
Þau búa nú á Kirkjusandi í Reykjavík.
I. Kona Trausta, (30. ágúst 1960), er Herborg Sigurðsson frá Færeyjum, fædd Hansen, húsfreyja, f. 16. janúar 1935.
Börn þeirra:
1. Soffía Traustadóttir húsfreyja, f. 7. janúar 1961. Maður hennar er Skúli Bergmann.
2. Bára Traustadóttir húsfreyja í Færeyjum, f. 2. júlí 1963. Maður hennar er Björn Elísson.
3. Sóley Traustadóttir öryrki, vistmaður á Skálatúnsheimilinu, f. 3. janúar 1965, d. 2. febrúar 2024.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
- Trausti.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.