Torfi Magnússon (Pétursborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Torfi Magnússon verslunarmaður (assistent), síðast bæjarfógetafulltrúi á Ísafirði, fæddist 30. júlí 1835 á Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum og lést 28. apríl 1917.
Foreldrar hans voru sr. Magnús Torfason frá Hruna í Hrunamannahreppi, prestur í Hruna, á Stað í Grindavík og að Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum, f. 23. maí 1806, d. 1. maí 1852, og kona hans Guðrún Ingvarsdóttir húsfreyja frá Skarði í Landsveit, f. 10. nóvember 1803, d. 28. apríl 1884.

Torfi var með foreldrum sínum í æsku, var vinnumaður hjá ekkjunni móður sinni á Eyvindarhólum 1855, hjá henni í Gularási í A-Landeyjum 1860.
Hann fluttist til Kaupmannahafnar og Jóhanna fluttist þangað 1861.
Torfi kom frá Kaupmannahöfn að Juliushaab 1863 og Jóhanna árið eftir að Ofanleiti.
Þau giftust 1864 og bjuggu í Pétursborg, síðan í Jónshúsi.
þau eignuðust andvana barn 1865 og Richard eignuðust þau 1866.
Torfi fluttist til Reykjavíkur 1866 og kona hans með Richard árið eftir.
Hann var verslunarþjónn, búandi á Göthúsastíg (timburhús) í Reykjavík 1870, í Kristjánshúsi þar 1880.
Samkvæmt Vestur-íslezkum æviskrám fór Torfi með konu sinni til Vesturheims 1887, en kom aftur 1897. Brottför hennar er getið, en hans er ekki getið í Vesturfaraskrá.
Torfi var hjá Hans Magnúsi syni sínum í Árbæ í Holtum 1901 og bjó hjá honum á Ísafirði 1910.
Hann var síðast bæjarfógetafulltrúi á Ísafirði.
Torfi lést 1917.

Kona hans, (12. júlí 1864), var Jóhanna Sigríður Margrét Jóhannsdóttir, fædd Bjarnasen 22. júní 1839, d. 4. apríl 1910.
Börn þeirra hér:
1. Andvana fætt sveinbarn 24. apríl 1865.
2. Richard Torfason prestur, biskupsritari, bókhaldari, f. 16. maí 1866 í Jónshúsi, d. 3. september 1935.
3. Jóhann Sveinbjörn Torfason, f. 1868.
4. Hans Magnús Torfason sýslumaður, alþingismaður, alþingisforseti, f. 12. maí 1868, d. 14. ágúst 1948.
5. Guðrún Torfadóttir húsfreyja í Reykjavík og víðar, f. 23. október 1869, d. 3. maí 1950.
6. Sigríður Torfadóttir, f. 11. desember 1870, fór til Vesturheims, d. 1888.
7. Jóhanna Rósa Torfadóttir, f. 1873, fór til Vesturheims.
8. Sigurður Torfason, f. 5. nóvember 1875, fór til Vesturheims.
9. Pétur Gísli Torfason, f. 20. september 1877, fór til Vesturheims, d. 11. ágúst 1959.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.