Steindór Sæmundsson (bifreiðastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Steindór Sæmundsson)
Fara í flakk Fara í leit
Steindór Sæmundsson.

Steindór Sæmundsson bifreiðastjóri, aðgöngumiðasali fæddist 26. janúar 1881 í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi og lést 9. ágúst 1948.
Foreldrar hans voru Sæmundur Steindórsson steinsmiður f. 22. október 1847 í Stóru-Sandvík í Flóa, d. 2. febrúar 1919 í Eyjum, og kona hans Soffía Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1848 í Bollagörðum á Seltjarnarnesi, d. 4. apríl 1937 á Selfossi.

Bróðir Steindórs var Einar Sæmundsson byggingameistari á Staðarfelli, f. 9. desember 1884 í Kálfhaga í Stokkseyrarhreppi, d. 14. desember 1974.

Steindór var með foreldrum sínum á Miðhúsum í Flóa 1890, með þeim í Götuhúsum á Stokkseyri 1901.
Hann var kvæntur sjómaður og sláttumaður í Götuhúsum á Stokkseyri 1910 með Guðbjörgu konu sinni og barninu Guðfinnu Jónu.
Þau fluttust til Eyja 1913, leigðu á Staðarfelli hjá Einari bróður Steindórs 1913 og 1914, á Geirlandi 1915 og 1916, í Jóhannshúsi við Vesturveg 4 1917 og síðan.
Steindór var bifreiðastjóri og miðasali og eftirlitsmaður í kvikmyndahúsi.
Steindór lést 1948 og Guðbjörg 1980.

Kona Steindórs, (1904), var Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1883, d. 13. september 1980.
Börn þeirra:
1. Sófónías Sæmundur Steindórsson, f. 21. október 1905, d. 6. desember 1907.
2. Guðfinna Jóna Steindórsdóttir Wíum húsfreyja, f. 27. febrúar 1909 í Stokkseyrarsókn, d. 14. maí 1998.
3. Óskar Steindórsson kvikmyndasýningamaður, f. 28. maí 1920 í Jóhannshúsi, d. 14. febrúar 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.