Stefanía Pétursdóttir (Lágafelli)
Stefanía Una Pétursdóttir húsfreyja fæddist 29. mars 1926 á Eskifirði og lést 6. maí 2004.
Foreldrar hennar voru Pétur Björgvin Jónsson skósmiður, bifreiðastjóri, hagyrðingur, f. 26. nóvember 1889, d. 8. nóvember 1966, og kona hans Sigurbjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1902, d. 22. mars 1996. Fósturforeldrar hennar voru móðurforeldrar hennar í Garðshorni í Norðfirði, Pétur Pétursson verkamaður, múrari, f. 1876, d. 19. mars 1937, og kona hans Una Stefanía Stefánsdóttir húsfreyja, f. 25. janúar 1882, d. 17. nóvember 1950.
Frænka Stefaníu og uppeldissystir var María Eirikka Pétursdóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1923, d. 4. október 2012.
Stefanía ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Norðfirði.
Hún flutti til Eyja.
Þau Valgeir giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu á Hvanneyri við Vestmannabraut 60, á Lágafelli við Vestmannabraut 10, fluttu til Hafnarfjarðar, bjuggu þar við Álfaskeið 64. Þau skildu.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust ekki börn saman.
Stefanía lést 2004.
I. Maður Stefaníu var Valgeir Ólafsson, sjómaður, matsveinn, verkamaður, f. 30. september 1916, d. 9. janúar 1991.
II. Maður Stefaníu var Sigurður Þórðarson bifreiðastjóri, látinn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 17. maí 2004. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.