Spjall:Reynifell

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Góðan daginn. Það er orðið nokkuð langt síðan ég fór síðast inn á síðuna, en fór núna að skoða "húsin við götuna" Þar sé ég að við Vesturveg 15b, Reynifell, stendur að þar hafi búið Guðsteinn Arnbjörnsson. Það á að vera Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson faðir minn og sonur Þorbjörns Arnbjörnssonar sem byggði húsið. Foreldrar mínir byrjuðu að búa í kjallaranum á Reynifelli árið 1930 og þar fæddumst við fjögur elstu systkinin. Pabbi byggði síðan steinhús áfast við austurgafl Reynifells og þar bjó fjölskyldan þar til húsið að Vallargötu 6, Bjarkarlundur, var byggt. Um tíma bjuggu þarna einnig móðurforeldrar mínir, Guðmundur Kristjánsson gúmmílímari og kona hans Guðrún Jónsdóttir, sem fluttust svo með foreldrum mínum að Vallargötu 6 og bjuggu þar til dauðadags. Ég var að breyta föðurnarnafni föður míns áðan og setja inn millinafn hans en er ekki viss hvort það tókst. Hann hér Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson EN EKKI ARNBJÖRNSSON Kveðja Reynir Guðsteinsson--Reynir 27. mars 2009 kl. 16:50 (GMT)

Takk fyrir góðar ábendingar. Ég er búinn að setja inn þessar upplýsingar þar sem það á við. Það er grein til um föður þinn undir Guðsteinn Þorbjörnsson. Ég læt vísa á þá síðu í greininni um húsið. Endilega settu inn meiri upplýsingar annaðhvort hér eða á síðunni.
-Daníel 3. apríl 2009