Soffía Guðmundsdóttir (Hnjúki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarnheiður Soffía Guðmundsdóttir ráðskona fæddist 24. maí 1909 í Sporðshúsum í Víðidal, V.-Hún. og lést 5. júní 2002.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Friðrik Jónasson bóndi, f. 26. mars 1869, d. 22. júní 1939, og kona hans Ingibjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 24. júní 1873, d. 23. ágúst 1955.
Soffía var með foreldrum sínum í Sporðshúsum 1910, í Lækjarkoti þar 1920, var lausakona á Grund í Breiðabólstaðarsókn 1934 og 1935, lausakona í Lækjarkoti hjá foreldrum sínum 1936, með ekkjunni móður sinni á Dalsbrún í Víðidal 1939, lausakona þar hjá bræðrum sínum, bændum þar, 1940 og enn 1943.
Hún kom að Hnjúki við Brekastíg 20 1944 og fæddi Guðmund Inga á því ári.
Soffía var í Laufási í Víðidal 1946, húskona þar 1947 og enn 1952, ráðskona á Böðvarshólum í Vesturhópi með Guðmund Inga son sinn hjá sér 1953 og enn 1960, farin þaðan 1961, en ráðskona hjá Konráði Sigurðssyni og Guðmundi Inga syni sínum, bændum á Breiðabólstað þar 1961 og 1962.
Soffía bjó að síðustu á Nestúni 6 á Hvammstanga.
Hún lést 2002.

Barnsfaðir Soffíu var Kristmundur Meldal Kristmundsson frá Meldal í Víðidal, V.-Hún., f. 4. maí 1899, d. 15. febrúar 1982.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Ingi Kristmundsson bóndi, f. 6. apríl 1944, d. 10. nóvember 2007. Fyrrum kona hans Sigríður Mjöll Einarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.