Snorri Björn Bech
Snorri Björn Bech frá Lækjarbakka í Mýrdal, bóndi, sjómaður fæddist þar 18. júní 1850 og lést 20. janúar 1919 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Björn Snorrason bóndi, f. 31. október 1822 á Rauðhálsi í Mýrdal, d. 11. júní 1862 á Lækjarbakka, og kona hans Kristín Jónsdóttir frá Hjörleifshöfða, húsfreyja, f. þar 24. júlí 1820, d. 22. september 1872 á Lækjarbakka.
Snorri var með foreldrum sínum til 1872, var bóndi á Lækjarbakka 1872-1873, vinnumaður í Reynishjáleigu í Mýrdal 1873-1874/9, í Suður-Hvammi þar 1874/9-1881, í Garðakoti þar 1881-1883.
Hann fór til Eyja 1882, var sjómaður á Kirkjubæ 1890, á Uppsölum 1901 og 1910.
Snorri var lausamaður, er hann lést 1919.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.