Snorri Ólafur Hafsteinsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Snorri Ólafur Hafsteinsson rafvirkjameistari í Kópavogi fæddist 13. ágúst 1953 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Hafsteinn Snorrason frá Hlíðarenda, verkstjóri, f. 22. febrúar 1911, d. 10. nóvember 1960, og kona hans Ásta Björnsdóttir frá Sólheimum, húsfreyja, f. 12. júlí 1927, d. 13. desember 1956.

Snorri var með foreldrum sínum á Minna-Núpi við Brekastíg 4 og í Víðidal við Vestmannabraut 33, en foreldrar Snorra létust, er hann var ungur, móðir hans 1956 og faðir hans 1960. Hann ólst upp hjá föðursystkinum sínum á Hlíðarenda, Ágústu, Ósk og Júlíusi.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1976. Meistari var Birgir Jóhannsson. Hann fékk lágspennulöggildingu 1980, er rafvirkjameistari, raflagnahönnuður og rafverktaki.
Þau Jónína Ragnheiður giftu sig 1976, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Snorra, (17. desember 1976), Jónína Ragnheiður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1955 í Reykjavík. Foreldrar hennar Ketill Ólafsson bifreiðastjóri, verslunarmaður í Reykjavík, f. 18. ágúst 1917 á Siglufirði, d. 25. maí 2001, og kona hans Ásbjörg Una Björnsdóttir húsfreyja, f. 19. maí 1919 á Siglufirði, d. 4. september 1972.
Börn þeirra:
1. Ásbjörg Ósk Snorradóttir, hefur doktorspróf í lífeindafræði, er lektor við læknadeild Háskóla Íslands, f. 22. nóvember 1979. Maður hennar Bjarni Bjarnason.
2. Ásta Snorradóttir tamningamaður, f. 5. nóvember 1980. Fyrrum sambúðarmaður Tómas Arnar Sigurbjörnsson.
3. Hafsteinn Unnar Snorrason rafiðnfræðingur, einn af eigendum Raftíðni, f. 19. maí 1990. Sambúðarkona Sædís Arinbjarnardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Snorri Ólafur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.