Snjáfríður Guðrún Torfadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Snjáfríður Guðrún Torfadóttir frá Söndu í Stokkseyrarhreppi, húsfreyja fæddist 4. apríl 1889 og lést 23. september 1973.
Foreldrar hennar voru Torfi Nikulásson frá Eystra-Stokkseyrarseli, skipstjóri, f. 26. ágúst 1861, drukknaði 20. mars 1897, og Ingibjörg Magnúsdóttir frá Syðra-Velli í Gaulverjabæjarsókn, húsfreyja á Söndu, f. 5. ágúst 1857, d. 17. október 1921.

Bróðir Snjáfríðar var
1. Bryngeir Torfason skipstjóri á Búastöðum, f. 26. september 1895, d. 9. maí 1939.

Snjáfríður var með foreldrum sínum, á Söndu 1890, en hún missti föður sinn, er hún var tæpra átta ára. Hún var með ekkjunni móður sinni á Söndu 1901 og 1910.
Hún flutti frá Reykjavík til Eyja 1915.
Þau Stefán giftu sig 1915, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, byggðu húsið Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3, bjuggu þar til 1941, bjuggu í Höfða við Hásteinsveg 21 1941, síðar við Hásteinsveg 50.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1947, bjuggu síðast í Efstasundi 46.
Stefán lést 1961 og Snjáfríður Guðrún 1973.

I. Maður Snjáfríðar Guðrúnar, (15. maí 1915), var Stefán Ingvarsson frá Kalmanstjörn í Höfnum, Gull., útgerðarmaður, verkstjóri, f. 14. janúar 1886, d. 18. apríl 1961.
Börn þeirra voru:
1. Kristinn Guðmundur Stefánssson öryrki, f. 3. janúar 1919 í Langa-Hvammi, d. 6. október 1967.
2. Ingibjörg Stefánsdóttir, síðast á Dvalarheimilinu Fellsenda í Dalabyggð, f. 26. júní 1928 á Kalmanstjörn, d. 10. janúar 2011.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.