Snæbjörn Snæbjörnsson (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Snæbjörn Snæbjörnsson frá Ofanleiti, kaupmaður í Reykjavík fæddist 4. ágúst 1827 á Ofanleiti og drukknaði 1857.
Foreldrar hans voru sr. Snæbjörn Björnsson, síðar prestur á Ofanleiti, f. 12. maí 1800 í Hítardal í Mýrasýslu, d. 17. janúar 1827 í Eyjum, og kona hans, (20. júlí 1823), Ingibjörg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1795 á Svertingsstöðum í Kaupangssveit í Eyjafirði.

Faðir Snæbjörns lést áður en hann fæddist. Hann var með móður sinni, sem giftist Jónasi Vestmann smið og formanni frá Miðhúsum, f. 1798, en hann lést 5. mars 1834 eftir Þurfalingsslysið við Nausthamar.
Snæbjörn var með móður sinni og stjúpföður á Vesturhúsum 1828 og með ekkjunni móður sinni þar 1835.
Ingibjörg móðir hans fluttist með börnin til Reykjavíkur.

Snæbjörn var með móður sinni í æsku, var með henni í Mad. Johnsenshus í Reykjavík 1840, assistent búandi hjá henni í Kristjánshúsi 1845.
Hann var undir nafninu Snæbjörn Benedictsen kvæntur verslunarþjónn í Sn. Benediktssonarhúsi í Reykjavík 1850 með Sigurveigu konu sinni og börnunum Jóhönnu Þuríði og Guðrúnu. Móðir hans bjó þar einnig.
1855 bjó hann með fjölskyldunni í Egilsenshúsi í Reykjavík.
Snæbjörn drukknaði í utanför, er kaupskipið ,,Sölöven“ fórst við Lónsbjarg á Snæellsnesi 1857.

Kona Snæbjarnar var Sigurveig Magnúsdóttir Benedictsen húsfreyja, f. 1825, d. 6. ágúst 1906. Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon bóndi, hreppstjóri á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, síðar sjómaður í Seli í Reykjavík, f. 1775 í Miðdal í Mosfellssveit, d. 18. júní 1848, og kona hans Margrét Illugadóttir húsfreyja, f. 1782, d. 4. júlí 1842.
Börn þeirra hér:
1. Jóhanna Þuríður Snæbjörnsdóttir, f. 1847.
2. Guðrún, f. 1849.
3. Julie, f. 1851.
4. Júlíus Pétur Hermann Benedictsen, f. 1854.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.