Sjómannadgsblað Vestmannaeyja 1978/ Vertíðarspjall

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vertíðarspjall

Árið 1977 - stutt yfirlit:
Árið 1977 munu hafa borist á land í Vestmannaeyjum rúmlega 34 þúsund lestir af þorsk- og flatfiski, en til samanburðar árið áður, 1976, bárust á land rétt um 37.300 lestir. Hefur verið talið, að afli síðasta árs sé um 19% undir meðaltali 9 síðustu ára, vertíðaraflinn 25% minni, en sumarafli um 10% minni en meðallag. Sé hinsvegar einungis reiknað með afla bátaflotans og togurunum sleppt, kemur í ljós, að meðalafli ársins 1977 er 31%, vertíðaraflinn 32% og sumarafli 34% undir meðallagi.
Þessar upplýsingar ættu að vekja menn til umhugsunar um stöðu fiskveiðanna og þá þróun, sem átt hefur sér stað undanfarin áratug. Hún er m.a. orsökin til erfiðleika fiskvinnslunnar og útgerðarinnar í dag, þótt aflaminnkunin sé ekki einhlítur örðugleikavaldur. Önnur atriði koma einnig þar við sögu, sem óþarft ætti að vera að rekja frekar.

Helgi Ágústsson.


Togararnir:
Þrír nýir skuttogarar bættust í flota Vestmannaeyinga á árinu 1977, svo sem getið er annars staðar í blaðinu. Voru því í árslok gerðir út fjórir skuttogarar héðan. Heildarafli þeirra varð samtals 4.572,1 lestir, að verðmæti upp úr sjó kr. 324.332 þús. Skiptist aflinn sem hér segir á skipin.


Áhöfnin á Gullbergi.


Á miðunum.


Þess ber að sjálfsögðu að geta, að Sindri og Breki komu ekki í gagnið fyrr en talsvert var liðið á árið, og Breki ekki fyrr en síðast á árinu.
Til fróðleiks má geta þess, að meðalafli 10 Vestfjarðatogara varð árið 1977 3.398 lestir. Auðvitað skulu menn við þennan samanburð hafa í huga ýmis atriði, er skapa t.d. aðstöðumun, og gæta fyllstu varúðar í dómum.


Hæstur að aflaverðmæti:
Það mun nú liggja ljóst fyrir, að Gullbergið hefur skilað mestu aflaverðmæti á land árið 1977.
Heildarverðmæti aflans varð kr. 224.047.308. Er því Guðjón Pálsson enn einu sinni á toppinum. Það sem af er þessu ári, eða fram að 8. maí, er aflaverðmæti á Gullberginu orðið kr. 133.701.943, og er hásetahlutur úr þessum afla kr. 2.800.342. Samtals varð mannakaup á þessu tímabili kr. 50.303.890.

Vertíðin 1978:
Vertíðin 1978 einkenndist af rysjóttu tíðarfari og erfiðu til sjósóknar. Hinsvegar virtist verða vart við meiri þorsk hér á miðum en á vertíðinni 1977 og jafnframt stærri fisk en oft áður. Ufsinn gaf sig minna til, en ýsuveiðin aftur sæmilega góð. Þá varð og vart við talsverða síld um allan sjó, einkum er leið á vertíð. Lokað var spærlingsveiðisvæðum á djúpmiðum vegna mikillar síldar í aflanum. Loðnan má heita, að hafi ekki gengið vestur fyrir Ingólfshöfða í vetur, og engin loðnuganga kom vestan að, eins og oftast áður. Urðu því verksmiðjur og vinnslustöðvar á suðvestursvæðinu alveg af loðnuvinnslu í vetur, og hefur það að sjálfsögðu skapað stórkostlega örðugleika, þar sem mikill viðbúnaður var til að taka við loðnuafla.
Heildarafli loðnu varð nú 468 þús. lestir, en árið 1977 varð hann 545 þúsund lestir. Hafa fiskifræðingar talið, að álíka mikið loðnumagn hafi verið á miðunum nú og áður, en ýmsir reyndir skipstjórnarmenn eru nokkuð á öðru máli. Telja þeir, að mjög hafi gengið á loðnustofninn og full aðgæzla nauðsynleg við þær veiðar. Hafa menn látið í ljósi ótta um, að vel geti farið með loðnuna, eins og fór með síldina forðum daga.
Talsverður fiskur fylgdi loðnunni, og fékkst oft reitingur bæði af þorski og ýsu, en það hefur verið heldur fátítt undanfarin ár.

Loðnulöndunin


Loðnulöndunin:

Hæstu löndunarhafnir loðnu á vetrarveiðum 1978 urðu þessar.


Verksmiðjuskipið Norglobal tók alls á móti um 51 þús. tonnum.
Loðnuaflinn skiptist þannig milli verksmiðja í Vestmannaeyjum:


Árið 1977 fékk Fiskimjölsverksmiðjan h.f. 56 þús. tonn, en F.E.S. 34 þús. tonn, eða samtals loðna 1977 um 90 þús. tonn.

Allt í fullum gangi


Loðnuhrogn:

Alls voru fryst 679 tonn af loðnuhrognum í vetur. Lagt var mikið upp úr því að ná hrognunum, því að þau eru dýr og hækkandi markaðsvara. Heildarhrognafrysting á öllu landinu varð um 2200 tonn.
Frystingin skiptist þannig milli stöðva:


Loðnuafli Eyjabáta:
Alls stunduðu 16 bátar að meira eða minna leyti loðnuveiðar á vertíðinni. Varð heildarafli þeirra alls 75.183 lestir.


Hér fer á eftir yfirlit yfir afla þeirra, sem fengu 5000 lestir eða meira.

Vertíðaraflinn:

Hér á eftir fer yfirlit yfir vertíðina 1978, samkv. fyrirliggjandi upplýsingum. Eru vertíðarlokin miðuð við 15. maí, eins og nú er orðinn siður, þótt hinn eiginlegi lokadagur sé að gömlum sið 11. maí. Allar tölur í svigum sýna árið áður til samanburðar.

Heildaraflinn á þessari vertíð varð að meðtalinni loðnu og spærlingi 94.768 tonn (111.914). Munar hér fyrst og fremst um minni loðnulöndun en í fyrra. Alls urðu landanir á öðrum veiðum en spærlingi og loðnu 2.463 (3.008).


Aflinn skiptist á veiðarfæri sem hér segir, talið í tonnum:





Skipting aflans:
Vertíðaraflinn skiptist þannig á fiskvinnslufyrirtækin, í sviga tölur frá fyrra ári:




Línuveiðar til vegs á ný:
Það er athyglisvert við aflaskýrsluna hér á undan, hversu línuveiðar urðu mun meiri í vetur en árið áður. Er það mál manna, að þær eigi eftir að fara vaxandi á næstu árum, enda er það mála sannast, að línufiskurinn hefur jafnan verið talinn bezta hráefnið til vinnslu. Er það því vel, að þær hefjast á ný með auknum krafti.

Aflahæstu bátarnir:
Hér fer á eftir skrá um aflahæstu bátana á vertíðinni, og eru þeir flokkaðir eftir veiðarfærum:

A. Netabátar:
Hér eru taldir þeir bátar, sem fengu 400 tonn eða meiri afla.


B. Togbátar
Þeir, sem fengu 200 tonn eða meira.





C. Spærlingsveiðar.
Þeir bátar sem fengu 1000 lestar og þar yfir:


Auk ofantaldra báta voru Gísli Árni og Guðmundur á spærlingsveiðum og lönduðu hér. Varð afli Gísla Árna 1.547,9 tonn, en afli Guðmundar varð 1.522,5 tonn.

D. Færa- og línubátar.
Í þessum flokki báta eru svonefndar trillur, þ.e. hinir minni línu- og handfæraveiðibátar. Þeim hefur fjölgað allmikið á undanförnum árum, og margir gera út trillur að gamni sínu, en ekki til að skapa sér og sínum lífsviðurværi. Hinsvegar eru þeir til, sem alfarið stunda sjómennsku á trillum, og fer hér á eftir afli hæstu trillubátanna, sem teljast til þess flokks.



E. Togaraafli


Fjórði togarinn, Breki, var sem kunnugt er á loðnuveiðum í vetur, og er hans því ekki getið hér.

Brást loðnuhrygningin?

Nýlega barst sú fregn út um byggðir landsins, höfð eftir fiskifræðingum, að allar líkur bentu til þess, að loðnuhrygningin hefði brugðist á liðnum vetri. Þó var gerður nokkur fyrirvari á þessari fregn, þar eð málið hefði ekki verið kannað til fulls.
Ef þetta reynist rétt, sem menn uggir, þá má búast við því, að fari virkilega að halla undan fæti í loðnuveiðum á næstunni. Hrygning á þessu ári ætti að koma til góða í fullvaxinni loðnu eftir ca. 2 ár, og hafi hún brugðist í ár, má gera ráð fyrir ýmsu miður góðu eftir eðlilegan vaxtartíma. Það er því ekki úrleiðis að fara nú að gá alvarlega til veðurs í loðnumálunum, svo mikið fé hefur verið fest bæði í veiðitækjum og vinnslubúnaði, að verulega mikið er í húfi.