Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1996/ Ljóð
Fara í flakk
Fara í leit
Í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1995 voru birt ljóð eftir Benedikt Sæmundsson. Í sama blaði var maðurinn kynntur með fáeinum orðum.
Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri Minning
- Hryggð er nú í huga mér,
- hann ég kveð, sem dáinn er.
- Góður drengur fallinn frá,
- frestur enginn veitist þá.
- Hryggð er nú í huga mér,
- Þegar sorgin sárust er
- sýnist dimmt í heimi hér.
- Eins og sólar birtan blóð
- breytist þá í frost og hríð.
- Þegar sorgin sárust er
- Addi kom mér oft í hug
- átti kraft og hetjudug.
- Engan sá ég eins og hann,
- ágætari heiðursmann.
- Addi kom mér oft í hug
- Ættaður úr Eyjum var,
- átti jafnan heima þar.
- Alinn upp við storm og strit,
- stælti það hans afl og vit.
- Ættaður úr Eyjum var,
- Fljótt hann hóf að sækja sjó,
- sjómanns snilld í honum bjó.
- Ungur lærði Ægi við
- örnefni og fiskimið.
- Fljótt hann hóf að sækja sjó,
- Fögur var hans formanns braut,
- fiskisæld og heiður hlaut.
- Ótal kosti yftrmanns
- allir sáu í starfi hans.
- Fögur var hans formanns braut,
- Suðurey var sómaskip,
- sigldi glæst, með tignarsvip.
- Arnoddur og útgerð hans
- öll bar merki heiðursmanns.
- Suðurey var sómaskip,
- Segja má, til sjós og lands,
- sólskin ríkti í lífi hans.
- Heimilið var höfnin best,
- hjartkær konan, gæfan mest.
- Segja má, til sjós og lands,
- Lífið okkur lánað er,
- lifum við um tíma hér.
- Er við hverfum heimi frá
- himna dýrð við öðlumst þá.
- Lífið okkur lánað er,
Sighvatur Bjarnason skipstjóri Minning
- Að þér stóðu sterkar ættir,
- stáli vígðir, gildir þættir,
- úrvalsfólk á allan hátt.
- Þar sem úthafsaldan syngur,
- ungur vaskur Stokkseyringur,
- lærði hafsins lögmál brátt.
- Að þér stóðu sterkar ættir,
- Formaður varstu í fremstu röðum,
- framsókn þín með skrefum hröðum
- er þú komst í Eyjarnar.
- Eftirsóttur aflamaður,
- úti á sjónum hress og glaður
- þó veður gerðust válynd þar.
- Formaður varstu í fremstu röðum,
- Erling keypti upp á Sandi
- er þar hafði lent í strandi,
- kominn nýr frá Köbenhavn.
- Hófst þín útgerð og með honum,
- aldrei brást hann þínum vonum,
- honum fylgdi happ og lán.
- Erling keypti upp á Sandi
- Útgerð þín varð öll til sóma,
- aflasæld og stjórn í blóma.
- áttir jafnan fleyin fríð.
- Brátt þér veittist sæld og sómi,
- segja má að stæði ljómi
- af þinni frægu formanns tíð.
- Útgerð þín varð öll til sóma,
- Silfur hafs á síldarmiðum
- sóttirðu fast, með engum griðum,
- gekk þá fljótt að fylla skip.
- Á mb. Minnie oft var gaman,
- úrvalsmenn þar komnir saman,
- þar var allt með sæmdarsvip.
- Silfur hafs á síldarmiðum
- Minningar ég margar geymi
- meðan lifi í þessum heimi.
- Á sama skipi sigldum við.
- Þú varst mér sem besti bróðir,
- beindir mér á gæfuslóðir
- út á lífsins ævisvið.
- Minningar ég margar geymi
- Hugsjón þín og happaverkin
- hafa sýnt oss bestu merkin,
- þó að þú sért fallin frá.
- Minning þín mun lengi lifa,
- landi og þjóð til heilla og þrifa.
- Gleðst nú sál þín Guði hjá.
- Hugsjón þín og happaverkin
Aflafrétt á vetrarvertíðinni 1944
(Víðir 5. apríl 1944.)
„Í fyrradag var ágætur afli hér, bæði á línu- og togbáta. T.d. fékk m/b Vonin, skipstjóri Guðmundur Vigfússon, um 60 smálestir af fiski (slægðum með haus) þar af um 7 smál. koli, eftir þriggja daga útivist.
Vonin fiskar í botnvörpu.“