Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 40 ára

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 40 ára


Það hefur löngum vakið furðu og jafnframt aðdáun fólks hversu blaða- og tímaritaútgáfa hefur verið mikilog fjölbreytileg í Eyjum. Útgáfaá reglulegu vikublaðihefst 1917og fjöldiblaða og rita hefur síðan verið gefin hér út m.a. verið gerð tilraun til útgáfu dagblaðs 1926.
Merkust verður þó talin útgáfa á Bliki, sem kom út sem ársrit í 34 ár og útgáfa Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja sem fyrst kom út 1947 undir nafninu Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum. Að vísu hafði svipað rit með sama nafni komið út árið áður, en í því voru aðeins auglýsingar auk efnahags- og rekstrarreiknings Sjómannadagsins frá 1945 ásamt dagskrá Sjómannadagsins 2. júní 1946.
Í ritinu frá 1947 er að finna sama efni og í ritinu frá 1946 að því viðbættu að þrjár greinar eru þar. Grein um Guðjón á Heiði, sem var heiðraður þann sjómannadag. Frásögn Þorsteins Jónssonar, Laufási, um kappróður í gamla daga og svo síðast en ekki síst allmerkileg grein eftir Árna Árnason, símritara, sem hann nefnir „Radíómerki og talstöðvarnar, farmannsins öryggi". Er sú grein Árna ugglaust sú fyrsta sem rituð er hérlendis um hagkvæmni tilkynningaskyldunnar, sem alltof mörgum árum seinna varð að veruleika.
Samfelld útgáfa hefst þóekki fyrren 1951 og nefnist þá blaðið Sjómaðurinn. Þaðer svo 1954 sem ritið fær það nafn sem það hefur borið síðan. Alls hafa með þessu hefti komið út 37 tölublöð auk þessara tveggja sem fyrr er greint 1946 og 1947.
Það er ekki hvað ómerkast við 40 ára útgáfu þessa, að hún er nær eingöngu rituð og unnin af sjómönnum, þar sem þeir greina frá sögulegum heimildum eða snörpum orrahríðum í baráttu sinni við náttúröflin. Rifja upp ljúfar minningar frá veiðiskap og siglingum eða rita um hugðarefni sín. Síðast en ekki hvað síst minnast þeir genginna félaga. Rit þetta er þegar orðið verðugur minnisvarði um líf og starf sjómannastéttarinnar, nánast samtímasagan í máli og myndum, rituð af þeim sem sjálfir voru þátttakendur í atburðarásinni og vonandi verður svo um ókomin ár.
Þetta hefti er að mestu leyti helgað fyrri helming þessarar aldar hvað varðar sjósókn og atvinnuhætti, þegar vélin tekur við af árinni og frysting yfirtekur söltun og útflutning á ferskfiski.
Öryggismál sjómanna, er einn þeirra þátta, er varðar þá og venslafólk þeirra hvað mestu. Á þessu sviði þurfa menn stöðugt að halda vöku sinni. Löngum hafa sjómenn í Vestmannaeyjum þótt skara framúr í öryggismálum og er þetta blað að hluta helgað því mikla starfi, sem þar er unnið ekki aðeins af sjómönnum, heldur einnig hinum mörgu hagsmunafélögum, kvenfélögum, hjálpar- og björgunarfélögum. Þá hafa einstaklingar margir hverjir skarað framúr í fyrirhyggju og forsjálni, sem síðar hefur orðið öðrum til eftirbreytni.
Forsíðumyndin að þessu sinni, er tekin á æfingu helstu þátta björgunarbúnaðar og sýnir tvær styrkar stoðir sjómanna í dag, Lóðsinn og þyrilvængju Landhelgisgæslunnar, sem hvorutveggja hafa sýnt og sannað tilverurétt sinn. Ýmislegt fleira er að finna í þessu blaði m.a. ræðu Siglingamálastjóra, er hann kom til Vestmannaeyja, til að veita sjómönnum og útvegsbændum í Eyjum, viðurkenningu stofnunarinnar fyrir besta útkomu í skyndikönnun öryggisbúnaðar um borð í fiskiskipaflotanum.
H. E.