Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Breytingar á flotanum
Úrelding
Stækkanir og Breytingar
Hilmir Högnason:
Suðaustan 12
Bölvaður pokinn burtu fokinn
beint á grannans grind.
Sorptunnulokin löngu rokin
langt í veður og vind.
Hilmir Högnason:
Veðurtepptir í Suðurey og sjódregnir
Það brimar við steðjann og svarrar hátt
og sveinarnir ungu stynja,
því Þjóðhátíð mun byrja brátt
og ballið um Dalinn dynja.
Þeir sitja hér fastir í Suðurey
og sárt er nú saknað af hverri mey.
,,Nú er það svart", segir Óli Týr
svo svartara gerist varla.
Leitt er að enda svo ævintýr úteyja lundakarla.
Leggjumst því bræður á „Bænabring"
og biðjum nú Skerprest um landnyrðing.
Morguninn eftir var mannað skip
með marga og vaska drengi
og peyjarnir settu upp sólskinssvip,
er sést hafði ekki lengi.
Dregið í sjó var það drengjaval,
djarfasti kappinn Valur í Dal.
Í trillunni tóku þeir hrollinn út
með tilbúnu heimabruggi,
og sungu við raust eftir hvern einn stút,
söng undir ölduruggi.
Á bryggjunni hlæjandi fljóðin fríð,
fögnuðu þeim inn'i á Þjóðhátíð.