Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Í Sesareu Filippí

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Í Sesareu Filippí


Ég óska sjómönnum og bæjarbúum öllum til hamingju með sjómannadaginn.
Við sem búum hér í Vestmannaeyjum höfum góðan skilning á því hvaðan góðærið kemur þóað fáir viti hvert það fer eða hvar það sé. Dugmiklir sjómenn flytja björg í bú nú eins og áður og eiga heiður skilinn. Þó að nú sé öldin önnur en þá er menn reru á opnum bátum út á úfinn sæ þá þarf enn kjark og dug í fangbrögðum við Ránardætur og við vitum að hættur eru á báðar hendur. Mér finnst gott til þess að vita að duglega hefur verið tekið til hendi í björgunarmálum sjómanna og þökk og heiður sé þeim sem heiður ber í því máli öllu.
En við skulum núna koma á land við Sesareu Filippí, sem var borg nálægt upptökum árinnar Jórdan í Gyðingalandi. Falleg borg með reisu-legum byggingum og litskrúðugu mannlífi. Þarna kom Jesús ásamt lærisveinahópnum. Hann var orðinn frægur maður og löngu á undan honum hafði borist orðrómur um þennan undarlega farandpredikara, spámann og kraftaverkamann. sáu og heyrðu. Jesús leggur við hlustir og grennslast fyrir um hvað fólki finnst um hann. „Hvern segir fólk mig vera?".
Lærisveinarnir svara því til að fólk ræði sín á milli um það að Jesús væri einhver af hinum fornu spámönnum Ísraels eða jafnvel Jóhannes skírari. Jesús heldur síðan áfram og spyr þá beint: ,,En hvern segið þið mig vera?".
Hér reyndi á trú þeirra og skilning. Þeir höfðu verið með Jesú. Séð og heyrt. En hver var skilningur þeirra? Það er Símon Pétur sem svarar, en við getum sagt að hann hafi verið fremstur í hópi jafningja í lærisveinahópnum: „Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs." Pétur hafði fengið skilning á því að Jesús frá Nazaret var sendur af Guði til að vera ljós og líf mannanna.
Þegar lengra er lesið kemur í ljós að Pétur skildi ekki alveg til hlýtar en ekki skulum við lasta hann fyrir það. Hér var meira sagt og meira gert opinbert en mannlegur hugur fékk skilið. En við Sesareu Filippí voru vegamót.
Lærisveinahópurinn varð að gera það upp við sig hvern þeir teldu Jesú vera.
Mönnum sýndist sitt hvað um ágæti þess sem þeirsáu ogheyrðu. Jesús leggur við hlustir og grennslast fyrir um hvað fólki finnst um hann. „Hvern segir fólk mig vera?".
Lærisveinarnir svara því til að fólk ræði sín á milli um það að Jesús væri einhver af hinum fornu spámönnum Ísraels eða jafnvel Jóhannes skírari. Jesús heldur síðan áfram og spyr þá beint: ,,En hvern segið þið mig vera?".
Hér reyndi á trú þeirra og skilning. Þeir höfðu verið með Jesú. Séð og heyrt. En hver var skilningur þeirra? Það er Símon Pétur sem svarar, en við getum sagt að hann hafi verið fremstur í hópi jafningja í lærisveinahópnum: „Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs." Pétur hafði fengið skilning á því að Jesús frá Nazaret var sendur af Guði til að vera ljós og líf mannanna.
Þegar lengra er lesið kemur í ljós að Pétur skildi ekki alveg til hlýtar en ekki skulum við lasta hann fyrir það. Hér var meira sagt og meira gert opinbert en mannlegur hugur fékk skilið. En við Sesareu Filippí voru vegamót.
Lærisveinahópurinn varð að gera það upp við sig hvern þeir teldu Jesú vera.Framhaldið fór eftir því. Þeir skynjuðu á sinn mannlega hátt að hér voru kaflaskil og hér eftir yrði allt með nýjum brag.
Enn sýnist fólki sitt hvað um hver Jesús varog er. Enginn efast lengur um að Jesús frá Nazaret var til í Gyðingalandi þegar Pílatus var land-stjóri Rómverja þar. Það er sagnfræðileg staðreynd. En það eru skiptar skoðanir á því hver hann var. Var hann óvenjulega vel gerður og gáfaður maður eða var hann sonur Guðs? Enn segir Kristur við okkur— hvort heldur við erum á sjó eða landi, — hvern segið þið mig vera? Hann spyr kallinn í brúnni og hásetann á dekki. Hvort heldur við berum mikla eða litla ábyrgð þá er alltaf spurt um afstöðu okkar til Krists. Það hefur ekkert breyst frá því að lærisveinahópurinn kom með Jesú til Sesareu Filippí að enn er fólk að tala um Jesú. En til þess að fá bestu upplýsingar frá þeim sem voru með Jesú þá getum við leitað til Biblíunnar og fengið þar aðkynnast því hver Jesús var. Kirkjan segir líkt og Símon Pétur við Sesareu forðum: „Þú ert Kristur sonur hins lifandi Guðs." En líkt og Pétur þá höfum við í kirkjunni ekki skilning á öllu sem fyrir kemur og getum ekki útskýrt stórt og smátt. Þrátt fyrir tækni og vísindi þá er svo ótal, ótal margt sem enn er hulið hugskotssjónum okkar. En við viljum treysta Drottni og trúa því að hann muni vel fyrir sjá og sigla lífstleyi okkar heilu í höfn.
Þó sjómaðurinn skilji ekki til hlýtar öll atriði varðandi tækin sem eru í brúnni þá notar hann þau og hefur af þeim gagn í lífsbaráttunni. Trúin hjálpar okkur í lífinu og gefur okkur rétt mat á því hvað er eftirsóknarvert og hvað ekki. Hún hjálpar okkur til að standa stöðugt í sviptivindum daglegs lífs og sigla áfram í lífsins ólgusjó.
Kjartan Örn Sigurbjörnsson.