Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1986/Bjarnarey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bjarnarey


Þetta kvæði mitt lét ég upphaflega heita „Útvörður". Tilurð þess bar að með tvennum hætti. Í fyrsta lagi heyrði ég Þorstein Jónsson í Laufási fara svo mildum og fallegum orðum um Bjarnarey, en hann sagði orðrétt: „Það er eins og þessi blessaða eyja sé sett þarna niður til að skýla inn-siglingunni. Það væri á stundum ófært ef hún væri ekki þarna. Hún er því sannarlega útvörður fyrir þetta byggðarlag hér." Seinna komst ég í nána snertingu við þessa fögru eyju og nú heita þessar vísur mínar „Nótt í Paradís".
Hafsteinn Stefánsson

Að svörtum kletti lagði lítið fley í logni og kyrrð á björtu júlíkveldi.
Viðmótsfögur brosti Bjarnarey böðuð litadýrð í sólareldi.

Hér greinir augað alla heimsins dýrð andinn þiggur kraft ífriði nœtur.
Og björgin eru í dögg af drottni skírð, hver döpur vera óðar huggast lœtur.

Húsbóndinn er í önnum hér áhyggjur og syndir finnast hvergi.
Nú sé ég hvernig Guð um garðinn fer og geislafingur þreifa á dökku bergi.

Hið dásamlega drottins ævintýr dylst hér ekki vegfaranda neinum.
Ástin heit í hverju blómi býr og börnin sofa rótt á votum hleinum.

Hér þylur lífið þúsundradda brag og þýður blærinn kyssir hamraveggi.
Undurfagurt nóttin leikur lag er lítill hnoðri gægist fyrst úr eggi.

Í bænum mínum vil ég, Bjarnarey, blessa þig er akkerum ég létti.
Þegar dagar leggur lítið fley á lífsins haf í burt frá dökkum kletti.