Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Sjómannadagurinn 1982

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sjómannadagurinn 1982
Gísli Eiríksson setur hátíðina

Laugardagurinn 5. júní. Hátíðarhöldin hófust kl. 14 í Friðarhöfn með kappróðri milli Verðanda og Jötuns. Þar sigraði Jötunn (tími 2.03,0), stýrimaður var Stefán Geir Gunnarsson. Þar næst kepptu konur frystihúsanna, Fiskiðjukonur urðu hlutskarpastar (tími 2.27,2), stýrimaður var Þór Engilbertsson. Næst var keppt um félagsbikar kvenna. Þar sigraði sveit Sjóstangveiðifélags Vestmannaeyja (tími 2.31,5), stýrimaður var Ester Oskarsdóttir. Karlar frystihúsanna kepptu og Ísfélagið bar sigur úr býtum (tími 2.11,0), stýrimaður Guðlaugur Ágústsson. Þá mættu til leiks Sjófuglar og piparsveinar táninga. Piparsveinar táninga sigruðu (tími 2.03,4), stýrimaður Hlöðver Guðnason. Síðasti riðill var milli gamlingja og JCV. Gamlingjar sigruðu á besta tíma dagsins (1.59,8). Mjög fjölmennt var nú orðið við höfnina og góð stemmning hjá bæjarbúum.
Stakkasund. Það var skemmtilegt að stakkasund skyldi vera aftur á dagskrá dagsins eftir nokkurra ára hvíld. Þar voru fimm keppendur. Keppnin var hörð og drengileg, sigurvegari varð Sveinbjörn Guðmundsson, Bröttugötu 24 (tími 24,4 sek). Koddaslagur karla. 10 þátttakendur, harðfrískir strákar, enda mikið lamstur, pústrar og gusugangur er keppendur höfnuðu í sjónum við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Koddi dagsins varð Bárður Óli Kristjánsson Hrauntúni 31. Að sjálfsögðu jafnrétti. 10 stúlkur kepptu síðan í koddaslag. Það var engin smábardagi, enda skemmtu áhorfendur sér mjög vel oe hvöttu keppendur með hrópum og köllum. Sigurvegari varð Fríða Aronsdóttir.
Björgunaræfingar hófust með sýningu félaga Björgunarfélags Vestmannaeyja á ýmsum gerðum flotbúninga og hæfni þeirra í sjó. Ennfremur var sýnd björgun úr skipi með línubyssu og björgunarstól. Þyrla landhelgisgæslunnar sýndi björgun manna úr sjó ásamt ýmsum listum öðrum. Undruðust menn getu og leikni flugmanna þyrlunnar sem sýndu, svo ekki verður um villst, hæfni hennar til björgunar og aðstoðar á hafi úti.

TF-RÁN sýnir björgun með sjúkrakörfu 46
Þrír aldnir heiðursmenn: Finnur, Hermann og Páll
Sigríður Björnsdóttir, Angantýr Elíasson, Soffía Björnsdóttir.

Um kvöldið var dansleikur í Samkomuhúsinu. Hljómsveitin Ásar lék fyrir dansi af miklum krafti í anda vertíðar. Mikill fjöldi var þar að koma sér í svokallað sjómannadagsstuð, enda varð fyrsti dagur hátíðarinnar mjög ánægjulegur.
Sunnudagurinn 6. júní: Hátíðarhöldin hófust við Samkomuhúsið kl. 13 með leik Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Hátíðin var sett af Gísla Eiríkssyni, formanni Vélstjórafélagsins. Því næst var farið í skrúðgöngu að Landakirkju og lék Lúðrasveit fyrir göngunni. Í Landakirkju var sjómannamessa og messaði séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Að messu lokinni var athöfn við minnisvarðann. Lúðrasveitin lék sálm. Einar J. Gíslason minntist drukknaðra og hrapaðra. Fulltrúar sjómannafélaganna, bjargveiðimanna, slysavarnarfélagsins og hjálparsveitar skáta stóðu heiðursvörð með félagsfána. Frú Jóna Guðmundsdóttir lagði blómsveig að fótstalli minnisvarðans meðan á fánakveðju stóð.
Hátíðarhöldunum var fram haldið á Stakkagerðistúni kl. 16 með vígslu minnisvarða Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds. Við afhjúpun merkisins var svofelld dagskrá: Lúðrasveit Vestmannaeyja lék undir stjórn Hjálmars Guðnasonar, Kirkjukór Landakirkju söng undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar, ræða Magnúsar P. Jónassonar gjaldkera undirbúningsnefndar. Ekkja Oddgeirs, frú Svava Guðjónsdóttir afhjúpaði minnismerkið, en síðan flutti séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson bæn. Formaður undirbúningsnefndar, Þorsteinn Sigurðsson, afhenti forseta bæjarstjórnar Sigurgeir Ólafssyni mannvirkið. Einnig afhenti hann höfundi verksins, Birni Stefáni Hallssyni arkitekt, og frú Svövu Guðjónsdóttur sérstök skrautrituð viðurkenningarskjöl. Þá flutti dóttir Oddgeirs, Hildur, nokkur ávarpsorð fyrir hönd ættingja Oddgeirs heitins.

Eykyndilskaffið góða á Sjómannadaginn
Hilmar Rósmundsson, ræðumaður dagsins
Dömur í koddaslag

Ræðu dagsins flutti Hilmar Rósmundsson skipstjóri. Síðan voru heiðraðir af Sjómannadagsráði, Þóra Sigurjónsdóttir og Friðfinnur Finnsson, af Verðanda Steingrímur Björnsson, af Vélstjórafélaginu Ragnar Bjarnason og af Sjómannafélaginu Einar Indriðason. Viðurkenningu fyrir björgunarafrek hlutu Sævaldur Elíasson fyrir að bjarga stúlku er féll í sjóinn af Básaskersbryggju; Örnólfur Lárusson fyrir að bjarga ungri stúlku er féll í sjóinn af Friðarhafnarkanti með lítinn dreng í fanginu meðan dagskrá laugardagsins fór fram; Karl Guðmundsson og skipshöfn hans fyrir að bjarga ungri stúlku er féll í sjóinn af syðri hafnargarði og Óli Þór Alfreðsson fyrir að bjarga dreng er féll í sjóinn af bæjarbryggju. Guðmundur Sveinbjömsson tók við viðurkenningu fyrir hans hönd.
Þá kom að verðlaunaafhendingu fyrir unnin afrek daginn áður. Einar Gíslason sá um afhendingu verðlauna og heiðursskjala. Fyrir þá yngstu var kominn Ómar Ragnarsson o.fl. til að koma þeim í gott skap með sinni frábæru framkomu. Þeir eldri virtust ekki skemmta sér síður en þeir yngstu.
Í Alþýðuhúsinu var kaffi og meðlæti framreitt af miklum rausnarskap þeirra Eykyndilskvenna. Setur þessi veisla skemmtilegan svip á sjómannadaginn, enda ávallt mikill fjöldi sem mætir þar.
Kl. 20 var kvöldskemmtun í Samkomuhúsinu og hófst með ávarpi Guðmundar Sveinbjörnssonar. Þá var tískusýning, eftirhermur, Ómar Ragnarsson. Síðan á léttum nótum með Graham Smith og Jónasi Þóri. Óperusöngur Júlíönu Sveinsdóttur. Síðast á dagskránni heiðraði Einar Gíslason aflakónga Vestmannaeyja. Heiðraðir voru Sigurjón Óskarsson og áhöfn hans á Þórunni Sveinsdóttur VE 401; fengu víkingaskipið fyrir mestan vertíðarafla. Guðjón Pálsson og skipshöfn hans á Gullbergi Ve fékk fánastöngina fyrir mesta aflaverðmæti. Logi Snædal Jónsson og skipshöfn hans á Surtsey VE 2 fékk radarinn fyrir mestan afla hjá togbát. Sævar Brynjólfsson og Hermann Kjartansson, skipstjórar á Breka VE, fengu vitann fyrir mestan afla togara. Dúx Stýrimannaskólans var afhent Verðandaúrið. Að þessu sinni var Eiríkur Sigurðsson frá Húsavík dúx.
Að lokum var dansleikur í Samkomuhúsinu. Hljómsveitin Ásar sá um fjörið ásamt diskóteki. Dansað var til kl. 4 eftir miðnætti.

Ingvar Gíslason, Steingrímur Björnsson, sem var heiðraður af s.s. Verðandi.
Vígsla minnisvarðans
Frá vinstri: Bergur Elías Ágústsson, Helgi Þór Steingrímsson og Bárður Kristjánsson
Talið frá vinstri: Sœvaldur Elíasson, Örnólfur Lárusson, Karl Guðmundsson, Guðmundur Sveinbjörnsson sem tók við heiðursskjali Ólafs Alfreðssonar.
Talið frá vinstri: Þóra Sigurjónsdóttir, Friðfinnur Finnsson, Einar Indriðason, Ragnar Bjarnason.