Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Það er rok, rok, ég ...

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
SR. ÞORSTEINN L. JÓNSSON


Það er rok, rok ég ...


Skammdegisins skuggar falla,
skyndilega dimma fer.
Veðrin römmu risa og spjalla,
rok í Eyjum komið er.
Sjórinn fextur freyðir hátt
fyrir sterkri sunnanátt.
Klakkabólstrar kólgu mása,
kynjastórar öldur rása.

Hart þótt blási er kjarkur karla
kjarna hlaðinn —, þéttri lund,
en Eyjaskeggjar eru harla
ákveðnir á veiðistund.
Er Ránardætur rísa dátt,
reiða krepptan faðminn hátt,
á faldi þeirra fleyin svamla,
en farmenn leika á Ægi gamla.

Oft þá lítur út á sjóinn
eiginkonan hljóð og meyr,
því karfinn er með kappa róinn-
kólgudjarfir sækja þeir —,
vinna fyrir velsældinni,
vilja af brýnni nauðsyninni
sækja fram í sortann rauða
sjóinn upp á líf og dauða.