Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/Menntun sjómanna: Vélskóli Íslands í Vestmannaeyjum
SKÓLANUM var slitið 20. maí sl. og lauk þar með 4. starfsári skólans í Vestmannaeyjum.
Skólinn hófst 15. september og stunduðu 27 nemendur nám í skólanum. Stóðust 25 nemendur próf og luku þeim sem hér segir:
Vélstjórastigi I. stig luku 15 nemendur.
Vélstjórastigi II. stigs luku 10 nemendur.
Kennarar auk skólastjórans, Jóns Einarssonar, voru: Kristján Jóhannesson, aðalkennari í vélfræðifögum; ungur maður, er lauk námi við Vélskóla Íslands í Rvík sl. vetur, ættaður úr Borgarfirði, Björn Sv. Björnsson, Sveinbjörn Guðlaugsson, Lýður Brynjólfsson, Hermann Magnússon, Jón Kr. Óskarsson, Össur Kristinsson og Ármann Eyjólfsson. Námskeið í skyndihjálp var í umsjá frú Guðbjargar Ágústsdóttur hjúkrunarkonu og Gísla Magnússonar íþróttakennara. Sund kenndi Guðmundur Ingi Sveinbjörnsson.
Undir vélstjórapróf I. stigs gengu 17 nemendur, stóðust 15 prófið, 11 nemendur náðu framhaldseinkunn.
Þeir, sem luku vélstjóraprófi I. stigs voru:
Árni Árnason, Selfossi, Árni Halldórsson, Grundarfirði, Bírgir Sæmundsson, Vestm., Bragi Júlíusson, Þykkvabæ, Friðrik Jósepsson, Vestm., Gunnbjörn Guðmundsson, Grindavík, Gísli Sveinbjörnsson, Vestm., Jóhann Alfreðsson, Vestm., Jóhannes Ragnarsson, Vestm., Jón Ólafsson, Vestm., Stefán H. Jónsson, Vestm., Vilhjálmur Sigurðsson, Vestm., Þorsteinn Guðmundsson, Siglufirði, Þorfinnur Snorrason, Selfossi, Ögmundur Sigurðsson, Vestm.
Vélstjórapróf 1. stigs veitir 500 hestafla réttindi á fiskiskip eftir tilskilinn siglingatíma.
Hæstu einkunn við prófið hlaut Friðrik Jósepsson, 9,58, sem er óvenju há einkunn, og hæsta próf, sem hefur verið tekið við Vélskólann hér síðan hann tók til starfa. Næstur var Vilhjálmur Sigurðsson með 8,87, Þorfinnur Snorrason með 8,54 og Jóhannes Ragnarsson með 8,40.
Til að ná framhaldseinkunn þarf að fá yfir 6 í aðaleinkunn, og engin einkunn má vera lægri en 4. Minnst 20 stig í fjórum vélfræðigreinum þarf til að standast vélfræðipróf.
Undir vélstjórapróf II. stigs gengu 10 n:m-endur og stóðust það allir. Prófi luku: Bergmundur Sigurðsson, Vestm., Friðrik Vilhjálmsson, Vestm., Geir Guðbjörnsson, Kárastöðum, Þingvallasveit, Guðmundur Einarsson, Grindavík, Guðmundur Örn Einarsson, Seyðisfirði, Gústaf Ó. Guðmundsson, Vestm., Helgi Hermannsson, Vestm., Jens Oddsteinn Pálsson, Vestm., Kristján Birgisson, Vestm., Símon Þór Waagfjörð, Vestm.
Prófið veitir 1000 ha. réttindi á fiskiskip, eða 800 ha. á flutningaskip.
Hæstu einkunn hlaut Gústaf Ó. Guðmundsson, 8,43, næstur honum var Helgi Hermannsson, 8,15, þriðji Guðmundur Örn Einarsson, 7,80.
Prófdómarar í vélfræði voru Gunnar Ólafsson vélstjóri, Gilsbakka, og Bogi Sigurðsson verksmiðjustjóri frá Stakkagerði.
Við skólaslitin voru veitt ágæt verðlaun.
Vélstjórafélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að heiðra besta námsárangur við 1. stigs prófið með skrautritaðri bók og hlaut Friðrik Jósepsson verðlaunin. Jón Einarsson skólastjóri sagðist spá því, að Friðrik Jósepsson myndi á þeim námsárum, sem framundan væru eignast marga slíka verðlaunagripi.
Vélsmiðjan Magni gaf nú í fyrsta skipti mjög glæsileg verðlaun fyrir bestan árangur í vélfræðigreinum við 2. stigs próf. Eru verðlaun þessi vandað gullúr. Hlaut Gústaf Guðmundsson verðlaunin.
Vélskólanum hafa á skólaárinu borist margar góðar gjafir: Indikator og míkrómeter frá nemendum fyrra árs. Eru þetta tæki til að gera aflmælingar á vélum.
Eigendur Sæfaxa gáfu G.M. dieselmótor; 160 ha. Fiskiðjan gaf Volvo-Penta diesel-mótor. Olíuverslun Íslands gaf skólanum sýnishorn af vörum sínum og lánaði kvikmyndavél.
Jón Einarsson hefur nú í hyggju að hverfa frá Vélskólanum, og munu allir sakna hans. Góð tengsl hafa myndast við Vélskólann vegna lipurðar Jóns og hjálpsemi á öllum sviðum.
Mikill munur er nú á vélstjóra- og tæknimenntun í bænum frá því sem var. Í Vélskólanum í Reykjavík voru s.l. vetur 6 nemendur, er luku 2. stigs prófi héðan í fyrra og hafa þeir staðið sig prýðilega við skólann.
Sjómenn í Vestmannaeyjum þakka Jóni Einarssyni góð störf á undanförnum árum.